Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er enn að berjast fyrir lífi sínu eftir að hafa lent í skelfilegu skíðaslysi fyrir tveimur árum.
Schumacher féll með höfuðið á grjót og var í haldið sofandi í öndunarvél í sex mánuði áður en hann var vakinn. Stundar hann nú endurhæfingu heima hjá sér.
Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari sem hjálpaði Schumacher að vinna heimsmeitaratitilinn fimm sinnum í röð frá 2000-2004, heldur miklu sambandi við ökuþórinn og fjölskyldu hans.
„Michael er góður vinur minn og ég er náinn fjölskyldu hans. Við verðum að halda baráttunni áfram með henni,“ segir Todt í viðtali við BBC.
Todt segir að frammistaða Lewis Hamilton á tímabilinu, sem vann sinn þriðja heimsmeistaratitil um síðustu helgi, minni sig á Schumacher.
„Ég er mjög stoltur af því sem Schumacher gerði og stundum gleymir maður hvað hann afrekaði. Ég hitti Schumacher reglulega og hann heldur baráttunni áfram,“ segir Jean Todt.
Schumacher heldur áfram að berjast
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti


„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn