
Tíu gull og sjö Íslandsmet hjá Hrafnhildi | Myndir

Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og vann gull í tíu greinum. Sex einstaklingsgreinum og fjórum boðsundsgreinum með sveit SH.
Hún bætti einnig sex Íslandsmet í mótinu - í öllum þremur fjórsundsgreinunum, 100 m bringusundi og tveimur boðsundum. Þá jafnaði hún metið í 50 m bringusundi.
Eygló Ósk Gústafsdóttir vann fern gullverðlaun í einstaklingsgreinum og eitt silfur. Kristinn Þórarinsson, sem er nítján ára, vann allar þær fimm einstaklingsgreinar sem hann keppti í.
Anton Brink, ljósmyndari 365, var í Ásvallalaug í dag og tók meðfylgjandi myndir.
Tengdar fréttir

SH með tvö Íslandsmet | Fimmta met Hrafnhildar
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, er hvergi nærri hætt að slá Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallarlaug um helgina.

Eygló Ósk með Íslandsmet í baksundi
Eygló Ósk Gústafsdóttir, úr Ægi, setti Íslandsmet 100 metra baksundi á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem haldið er í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.

Hrafnhildur fer á kostum í Ásvallalaug og sló fjórða Íslandsmetið
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, heldur áfram að fara á kostum á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í heimabæ Hrafnhildar, Hafnarfirði.

Hrafnhildur byrjar af krafti
Bætti Íslandsmetið í 100 m bringusundi á Íslandsmótinu í 25 m laug.

Hrafnhildur jafnaði eigið Íslandsmet
Hafði bætt fimm Íslandsmet á ÍM í 25 m laug og jafnaði það sjötta í dag.

Hrafnhildur stórbætti met Eyglóar
Hrafnhildur Lúthersdóttir heldur áfram að gera það gott í lauginni.

Hrafnhildur og Eygló nálægt bestu tímum Evrópu
Báðar syntu afar vel á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug í Hafnarfirði um helgina.

Hrafnhildur: Er ekki með fullan hraða
Hrafnhildur Lúthersdóttir átti ótrúlega helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug en á meira inni.

Íslandsmet hjá sveit SH í fjórsundi
Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar bætti í dag Íslandsmetið í fjórum sinnum 50 metra fjórsundi, en Íslandsmótið í 25 metra laug fer fram í Hafnarfirði um helgina.

Sjöunda Íslandsmetið hjá Hrafnhildi
Stórbætti met Eyglóar Óskar Gústafsdóttur í 400 m fjórsundi.