Fernando Alonso fékk skilaboðin „Stoppaðu strax, stoppaðu strax,“ í fyrstu lotu tímatökunnar. McLaren bíllinn var ekki í sínu besta formi um helgina.
Alonso tillti sér á tjaldstól við hlið brautarinnar og horfði á tímatökuna þaðan.
Valtteri Bottas á Williams fór inn í tímatökuna vitandi að hann fengi þriggja sæta víti eftir hana. Hann tók fram úr Felipe Nasr undir rauðum flöggum á æfingu í gær. Daniel Ricciardo fær líka víti, Red Bull bíllinn þurfti enn eina vélina.
Í fyrstu lotu duttu Manor ökumennir út ásamt McLaren mönnum og Pastor Maldonado á Lotus.
Sebastian Vettel tróð sér inn á milli Mercedes mannanna í sinni atlögu í annarri lotu.
Romain Grosjean snéri Lotus bílnum undir lok lotunnar, hann var heppinn að sleppa við varnarvegg. Grosjean gat haldið áfram en endaði samt 15 og komst ekki áfram í þriðju lotu.

Sauber ökumennirnir duttu út í annarri lotu ásamt Carlos Sainz á Toro Rosso, Sergio Perez á Force India og Grosjean á á Lotus.
Baráttan um ráspól í þriðju lotu byrjaði á því að Rosberg setti besta tíma helgarinnar í fyrstu tilraun. Hamilton var tæpum tíunda úr sekúndu á eftir.
Hamilton komst ekki hraðar en Rosberg sem bætti bara í á síðasta hringnum.
Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 15:30 á morgun á Stöð 2 Sport.
Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar sem uppfærast eftir því sem á líður.