Drjúgur meirihluti á móti ríkisstjórninni Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2015 19:30 Tæplega sextíu prósent kjósenda styðja ekki ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Konur styðja ríkisstjórnina mun minna en karlar og stuðningurinn er minnstur í Reykjavík. Eins og flestar ríkisstjórnir lagði núverandi ríkisstjórn nokkuð vel af stað miðað við fylgi í könnunum eða með ríflega 60 prósenta fylgi. En nú þegar um 18 mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu hefur kvarnast verulega af fylginu. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með næst mest fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun blaðsins og Stöðvar tvö, með 29,3 prósent. Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, er hins vegar langt frá kjörfylgi í síðustu kosningum með 9,9 prósent en var með 24.4 prósent í síðustu kosningum.Skipt eftir kyni.Í könnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina og sögðust 41 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja ríkisstjórnina en 59 prósent sögðust ekki gera það. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Hins vegar styðja karlar stjórnina frekar en konur, eða 47 prósent á móti 36 prósentum kvenna. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík þar sem 36 prósent kjósenda segjast styðja hana. Í Norðvesturkjördæmi styðja 39 prósent ríkisstjórnina, 48 prósent í Norðausturkjördæmi, 49 prósent í Suðurkjördæmi þar sem stuðningur við ríkisstjórnina er mestur og 43 prósent í Suðvesturkjördæmi.Öll svör.Samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn nú með 2,6 prósentustiga meira fylgi en í kosningunum 2013 en Framsóknarflokkurinn er 14,5 prósentustigum undir útkomu flokksins í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins er engu að síður bjartsýnn. „Ríkisstjórnin og stjórnvöld eru að klára mörg mjög stór mál. Við erum búin að klára skuldavanda heimilanna, það var að klárast núna uppgjör við slitabú föllnu bankanna. Mun betur en nokkur þorði að vona. Efnahagsmálin eru á gríðarlega góðum stað og við erum sannfærð um að þegar kemur nær kosningum muni stjórnarflokkarnir og þar með Framsóknarflokkurinn koma betur út en margan grunar,“ segir Ásmundur Einar. Og eins og oft áður, þá muni Framsókn koma á óvart í kosningum? „Við treystum því að skynsemin sigri,“ segir Ásmundur Einar Daðason. Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Tæplega sextíu prósent kjósenda styðja ekki ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Konur styðja ríkisstjórnina mun minna en karlar og stuðningurinn er minnstur í Reykjavík. Eins og flestar ríkisstjórnir lagði núverandi ríkisstjórn nokkuð vel af stað miðað við fylgi í könnunum eða með ríflega 60 prósenta fylgi. En nú þegar um 18 mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu hefur kvarnast verulega af fylginu. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með næst mest fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun blaðsins og Stöðvar tvö, með 29,3 prósent. Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, er hins vegar langt frá kjörfylgi í síðustu kosningum með 9,9 prósent en var með 24.4 prósent í síðustu kosningum.Skipt eftir kyni.Í könnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina og sögðust 41 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja ríkisstjórnina en 59 prósent sögðust ekki gera það. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Hins vegar styðja karlar stjórnina frekar en konur, eða 47 prósent á móti 36 prósentum kvenna. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík þar sem 36 prósent kjósenda segjast styðja hana. Í Norðvesturkjördæmi styðja 39 prósent ríkisstjórnina, 48 prósent í Norðausturkjördæmi, 49 prósent í Suðurkjördæmi þar sem stuðningur við ríkisstjórnina er mestur og 43 prósent í Suðvesturkjördæmi.Öll svör.Samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn nú með 2,6 prósentustiga meira fylgi en í kosningunum 2013 en Framsóknarflokkurinn er 14,5 prósentustigum undir útkomu flokksins í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins er engu að síður bjartsýnn. „Ríkisstjórnin og stjórnvöld eru að klára mörg mjög stór mál. Við erum búin að klára skuldavanda heimilanna, það var að klárast núna uppgjör við slitabú föllnu bankanna. Mun betur en nokkur þorði að vona. Efnahagsmálin eru á gríðarlega góðum stað og við erum sannfærð um að þegar kemur nær kosningum muni stjórnarflokkarnir og þar með Framsóknarflokkurinn koma betur út en margan grunar,“ segir Ásmundur Einar. Og eins og oft áður, þá muni Framsókn koma á óvart í kosningum? „Við treystum því að skynsemin sigri,“ segir Ásmundur Einar Daðason.
Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira