Drjúgur meirihluti á móti ríkisstjórninni Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2015 19:30 Tæplega sextíu prósent kjósenda styðja ekki ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Konur styðja ríkisstjórnina mun minna en karlar og stuðningurinn er minnstur í Reykjavík. Eins og flestar ríkisstjórnir lagði núverandi ríkisstjórn nokkuð vel af stað miðað við fylgi í könnunum eða með ríflega 60 prósenta fylgi. En nú þegar um 18 mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu hefur kvarnast verulega af fylginu. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með næst mest fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun blaðsins og Stöðvar tvö, með 29,3 prósent. Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, er hins vegar langt frá kjörfylgi í síðustu kosningum með 9,9 prósent en var með 24.4 prósent í síðustu kosningum.Skipt eftir kyni.Í könnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina og sögðust 41 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja ríkisstjórnina en 59 prósent sögðust ekki gera það. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Hins vegar styðja karlar stjórnina frekar en konur, eða 47 prósent á móti 36 prósentum kvenna. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík þar sem 36 prósent kjósenda segjast styðja hana. Í Norðvesturkjördæmi styðja 39 prósent ríkisstjórnina, 48 prósent í Norðausturkjördæmi, 49 prósent í Suðurkjördæmi þar sem stuðningur við ríkisstjórnina er mestur og 43 prósent í Suðvesturkjördæmi.Öll svör.Samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn nú með 2,6 prósentustiga meira fylgi en í kosningunum 2013 en Framsóknarflokkurinn er 14,5 prósentustigum undir útkomu flokksins í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins er engu að síður bjartsýnn. „Ríkisstjórnin og stjórnvöld eru að klára mörg mjög stór mál. Við erum búin að klára skuldavanda heimilanna, það var að klárast núna uppgjör við slitabú föllnu bankanna. Mun betur en nokkur þorði að vona. Efnahagsmálin eru á gríðarlega góðum stað og við erum sannfærð um að þegar kemur nær kosningum muni stjórnarflokkarnir og þar með Framsóknarflokkurinn koma betur út en margan grunar,“ segir Ásmundur Einar. Og eins og oft áður, þá muni Framsókn koma á óvart í kosningum? „Við treystum því að skynsemin sigri,“ segir Ásmundur Einar Daðason. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Tæplega sextíu prósent kjósenda styðja ekki ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Konur styðja ríkisstjórnina mun minna en karlar og stuðningurinn er minnstur í Reykjavík. Eins og flestar ríkisstjórnir lagði núverandi ríkisstjórn nokkuð vel af stað miðað við fylgi í könnunum eða með ríflega 60 prósenta fylgi. En nú þegar um 18 mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu hefur kvarnast verulega af fylginu. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með næst mest fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun blaðsins og Stöðvar tvö, með 29,3 prósent. Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, er hins vegar langt frá kjörfylgi í síðustu kosningum með 9,9 prósent en var með 24.4 prósent í síðustu kosningum.Skipt eftir kyni.Í könnuninni var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina og sögðust 41 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja ríkisstjórnina en 59 prósent sögðust ekki gera það. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Hins vegar styðja karlar stjórnina frekar en konur, eða 47 prósent á móti 36 prósentum kvenna. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík þar sem 36 prósent kjósenda segjast styðja hana. Í Norðvesturkjördæmi styðja 39 prósent ríkisstjórnina, 48 prósent í Norðausturkjördæmi, 49 prósent í Suðurkjördæmi þar sem stuðningur við ríkisstjórnina er mestur og 43 prósent í Suðvesturkjördæmi.Öll svör.Samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn nú með 2,6 prósentustiga meira fylgi en í kosningunum 2013 en Framsóknarflokkurinn er 14,5 prósentustigum undir útkomu flokksins í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins er engu að síður bjartsýnn. „Ríkisstjórnin og stjórnvöld eru að klára mörg mjög stór mál. Við erum búin að klára skuldavanda heimilanna, það var að klárast núna uppgjör við slitabú föllnu bankanna. Mun betur en nokkur þorði að vona. Efnahagsmálin eru á gríðarlega góðum stað og við erum sannfærð um að þegar kemur nær kosningum muni stjórnarflokkarnir og þar með Framsóknarflokkurinn koma betur út en margan grunar,“ segir Ásmundur Einar. Og eins og oft áður, þá muni Framsókn koma á óvart í kosningum? „Við treystum því að skynsemin sigri,“ segir Ásmundur Einar Daðason.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira