Tveir nýliðar og fjórar systur í EM-hópi kvennalandsliðsins í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2015 15:28 Berglind Gunnarsdóttir og Bergþóra Holton Tómasdóttir. Vísir/Stefán Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fimmtán manna æfingahóp fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Ívar velur tvo nýliða í hópinn að þessu sinni en það eru þær Berglind Gunnarsdóttir frá Snæfelli og Bergþóra Holton Tómasdóttir frá Val. Berglind á eldri systur í liðinu en Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður í Ungverjalandi laugardaginn 21. nóvember en spilað verður í borginni Miskolc, sem er Helenu Sverrisdóttur góðu kunn þar sem hún lék með liðinu sem atvinnumaður fyrir 2 árum. Helena er að sjálfsögðu í hópnum en hún er fyrirliði og leikjahæsti leikmaður hópsins. Yngri systir hennar, Guðbjörg Sverrisdóttir, var líka valin og því eru fjórar systur í hópnum að þessu sinni. Lið kemur svo heima og spilar heimaleik við Slóvakíu í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 25. nóvember. Leikir í undankeppninni fara nú fram inn á tímabilinu og því verður gert hlé á Domino´s deild kvenna á meðan. Ungverjar og Slóvakía voru bæði á EuroBasket kvenna síðastliðið sumar og því verðugir andstæðingar fyrir stelpurnar okkar en einnig leikur Portúgal í riðli með þessum þjóðum. Keppt verður í fyrsta sinn í nýju keppnisfyrirkomulagi FIBA í undankeppninni og verður leikið í tveimur „gluggum“ og verður seinni umferðin á þessu keppnistímabili leikinn í lok febrúar, en þá verða einnig tveir leikir, annar á útivelli og hinn hér heima. Seinni hlutinn í undankeppni EM 2017 verður svo með sama sniði á næsta tímabili. (haust 2016 og febrúar 2017).Æfingahópur íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta:Auður Íris Ólafsdóttir - Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 6 landsleikir Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · Nýliði Bergþóra Holton Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · Nýliði Björg Einarsdóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1992 · 165 cm · 3 landsleikir Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 35 landsleikir Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 7 landsleikir Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 19 landsleikir Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 57 landsleikir Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 5 landsleikir Marín Laufey Davíðsdóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1995 · 180 cm · 5 landsleikir Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 31 landsleikir Petrúnella Skúladóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1985 · 177 cm · 28 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 29 landsleikir Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 3 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 36 landsleikir Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fimmtán manna æfingahóp fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Ívar velur tvo nýliða í hópinn að þessu sinni en það eru þær Berglind Gunnarsdóttir frá Snæfelli og Bergþóra Holton Tómasdóttir frá Val. Berglind á eldri systur í liðinu en Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður í Ungverjalandi laugardaginn 21. nóvember en spilað verður í borginni Miskolc, sem er Helenu Sverrisdóttur góðu kunn þar sem hún lék með liðinu sem atvinnumaður fyrir 2 árum. Helena er að sjálfsögðu í hópnum en hún er fyrirliði og leikjahæsti leikmaður hópsins. Yngri systir hennar, Guðbjörg Sverrisdóttir, var líka valin og því eru fjórar systur í hópnum að þessu sinni. Lið kemur svo heima og spilar heimaleik við Slóvakíu í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 25. nóvember. Leikir í undankeppninni fara nú fram inn á tímabilinu og því verður gert hlé á Domino´s deild kvenna á meðan. Ungverjar og Slóvakía voru bæði á EuroBasket kvenna síðastliðið sumar og því verðugir andstæðingar fyrir stelpurnar okkar en einnig leikur Portúgal í riðli með þessum þjóðum. Keppt verður í fyrsta sinn í nýju keppnisfyrirkomulagi FIBA í undankeppninni og verður leikið í tveimur „gluggum“ og verður seinni umferðin á þessu keppnistímabili leikinn í lok febrúar, en þá verða einnig tveir leikir, annar á útivelli og hinn hér heima. Seinni hlutinn í undankeppni EM 2017 verður svo með sama sniði á næsta tímabili. (haust 2016 og febrúar 2017).Æfingahópur íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta:Auður Íris Ólafsdóttir - Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 6 landsleikir Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · Nýliði Bergþóra Holton Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · Nýliði Björg Einarsdóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1992 · 165 cm · 3 landsleikir Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 35 landsleikir Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 7 landsleikir Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 19 landsleikir Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 57 landsleikir Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 5 landsleikir Marín Laufey Davíðsdóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1995 · 180 cm · 5 landsleikir Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 31 landsleikir Petrúnella Skúladóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1985 · 177 cm · 28 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 29 landsleikir Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 3 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 36 landsleikir
Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira