Tveir nýliðar og fjórar systur í EM-hópi kvennalandsliðsins í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2015 15:28 Berglind Gunnarsdóttir og Bergþóra Holton Tómasdóttir. Vísir/Stefán Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fimmtán manna æfingahóp fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Ívar velur tvo nýliða í hópinn að þessu sinni en það eru þær Berglind Gunnarsdóttir frá Snæfelli og Bergþóra Holton Tómasdóttir frá Val. Berglind á eldri systur í liðinu en Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður í Ungverjalandi laugardaginn 21. nóvember en spilað verður í borginni Miskolc, sem er Helenu Sverrisdóttur góðu kunn þar sem hún lék með liðinu sem atvinnumaður fyrir 2 árum. Helena er að sjálfsögðu í hópnum en hún er fyrirliði og leikjahæsti leikmaður hópsins. Yngri systir hennar, Guðbjörg Sverrisdóttir, var líka valin og því eru fjórar systur í hópnum að þessu sinni. Lið kemur svo heima og spilar heimaleik við Slóvakíu í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 25. nóvember. Leikir í undankeppninni fara nú fram inn á tímabilinu og því verður gert hlé á Domino´s deild kvenna á meðan. Ungverjar og Slóvakía voru bæði á EuroBasket kvenna síðastliðið sumar og því verðugir andstæðingar fyrir stelpurnar okkar en einnig leikur Portúgal í riðli með þessum þjóðum. Keppt verður í fyrsta sinn í nýju keppnisfyrirkomulagi FIBA í undankeppninni og verður leikið í tveimur „gluggum“ og verður seinni umferðin á þessu keppnistímabili leikinn í lok febrúar, en þá verða einnig tveir leikir, annar á útivelli og hinn hér heima. Seinni hlutinn í undankeppni EM 2017 verður svo með sama sniði á næsta tímabili. (haust 2016 og febrúar 2017).Æfingahópur íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta:Auður Íris Ólafsdóttir - Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 6 landsleikir Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · Nýliði Bergþóra Holton Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · Nýliði Björg Einarsdóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1992 · 165 cm · 3 landsleikir Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 35 landsleikir Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 7 landsleikir Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 19 landsleikir Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 57 landsleikir Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 5 landsleikir Marín Laufey Davíðsdóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1995 · 180 cm · 5 landsleikir Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 31 landsleikir Petrúnella Skúladóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1985 · 177 cm · 28 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 29 landsleikir Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 3 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 36 landsleikir Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fimmtán manna æfingahóp fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Ívar velur tvo nýliða í hópinn að þessu sinni en það eru þær Berglind Gunnarsdóttir frá Snæfelli og Bergþóra Holton Tómasdóttir frá Val. Berglind á eldri systur í liðinu en Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður í Ungverjalandi laugardaginn 21. nóvember en spilað verður í borginni Miskolc, sem er Helenu Sverrisdóttur góðu kunn þar sem hún lék með liðinu sem atvinnumaður fyrir 2 árum. Helena er að sjálfsögðu í hópnum en hún er fyrirliði og leikjahæsti leikmaður hópsins. Yngri systir hennar, Guðbjörg Sverrisdóttir, var líka valin og því eru fjórar systur í hópnum að þessu sinni. Lið kemur svo heima og spilar heimaleik við Slóvakíu í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 25. nóvember. Leikir í undankeppninni fara nú fram inn á tímabilinu og því verður gert hlé á Domino´s deild kvenna á meðan. Ungverjar og Slóvakía voru bæði á EuroBasket kvenna síðastliðið sumar og því verðugir andstæðingar fyrir stelpurnar okkar en einnig leikur Portúgal í riðli með þessum þjóðum. Keppt verður í fyrsta sinn í nýju keppnisfyrirkomulagi FIBA í undankeppninni og verður leikið í tveimur „gluggum“ og verður seinni umferðin á þessu keppnistímabili leikinn í lok febrúar, en þá verða einnig tveir leikir, annar á útivelli og hinn hér heima. Seinni hlutinn í undankeppni EM 2017 verður svo með sama sniði á næsta tímabili. (haust 2016 og febrúar 2017).Æfingahópur íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta:Auður Íris Ólafsdóttir - Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 6 landsleikir Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · Nýliði Bergþóra Holton Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · Nýliði Björg Einarsdóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1992 · 165 cm · 3 landsleikir Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 35 landsleikir Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 7 landsleikir Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 19 landsleikir Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 57 landsleikir Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 5 landsleikir Marín Laufey Davíðsdóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1995 · 180 cm · 5 landsleikir Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 31 landsleikir Petrúnella Skúladóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1985 · 177 cm · 28 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 29 landsleikir Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 3 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 36 landsleikir
Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira