Stelpurnar slá í gegn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2015 06:00 Ronda Rousey er ein stærsta stjarnan í UFC. Vísir/Getty Um helgina fer fram einstakur viðburður í UFC-heiminum. Á hinum risavaxna Etihad-velli í Melbourne í Ástralíu munu 70 þúsund manns fylgjast með UFC 193. Stærsta kvöld í sögu UFC og aðalbardagarnir eru kvennabardagar. Það er keppt í tveim þyngdarflokkum hjá konunum í UFC og bæði beltin verða undir í Melbourne. Næststærsti bardagi kvöldsins er í strávigt á milli pólska meistarans, Joanna Jedrzejczyjk, og kanadísku stúlkunnar Valerie Letourneau. Aðalbardaginn er síðan á milli meistarans í bantamvigt, Rondu Rousey, og Holly Holm. Tvær frábærar stúlkur sem aldrei hafa tapað. Rousey þó mun sigurstranglegri enda haft ótrúlega yfirburði í íþróttinni og er að klára sína bardaga á um 30 sekúndum að meðaltali.Hún er rosalegur íþróttamaður Júdódrottning Íslands, Anna Soffía Víkingsdóttir, þekkir aðeins til Rousey eftir að hafa glímt við hana í tvígang. Anna Soffía hefur unnið 23 Íslandsmeistaratitla í júdó og hún er líka fjórfaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu jitsu.Vísir„Ég keppti tvisvar við Rondu árið 2007. Það var á opna bandaríska og opna sænska meistaramótinu í júdó. Er ég mætti á bandaríska mótið var ég nýbúin að heyra af henni í fyrsta skipti enda hafði hún nælt í silfur á HM,“ segir Anna Soffía en hún fékk að finna fyrir styrk Rousey. „Það gekk ekkert sérstaklega vel í fyrri bardaganum þar sem ég tapaði eftir um eina og hálfa mínútu. Ég fann þar hversu rosalegur íþróttamaður hún er. Hún kemur inn í mann af fullu afli strax frá fyrstu sekúndu. Ef maður er ekki viðbúinn þá bregður manni svolítið. Þetta er stíll sem fólk þekkir ef það hefur horft á hana í MMA. Hún byrjaði snemma með þennan agressíva stíl,“ segir Anna Soffía en í seinni bardaganum í Svíþjóð gekk betur. „Þá tapaði ég fyrir henni í gólfinu þegar það var svona mínúta eftir.“Ronda Rousey.Vísir/GettyRonda er lokuð týpa Eftir mótið í Svíþjóð fóru margar af júdóstelpunum saman í æfingabúðir í viku. Þar á meðal voru Anna Soffía og Ronda. Þar náði Anna að fylgjast betur með henni. „Ég náði nú ekkert að kynnast henni persónulega. Hún var frekar lokuð týpa og það virtist vera erfitt að kynnast henni. Þegar hún var bæði að æfa og keppa þá var hún svolítið ein úti í horni að hugsa um sitt,“ segir Íslandsmeistarinn og bætir við að það hafi stundum verið kostulegt að fylgjast með líklega þekktustu og vinsælustu íþróttakonu heims í dag. „Hún var ekki alltaf sú vinalegasta við stelpurnar sem hún var að glíma við. Ef henni gekk ekki vel þá fór hún stundum að láta illa. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þar sem hún var að glíma við góða, þýska stelpu. Það gekk ekki vel og þá fór Ronda að sparka í hana. Þjálfarinn þurfti að stoppa hana og þá rauk hún út. Hún var með stórt skap greinilega og tók ekki alltaf í höndina á andstæðingnum sem er ekki vel séð.“Holly Holm.Vísir/GettyBer meiri virðingu fyrir henni Anna Soffía hefur fylgst vel með uppgangi Rondu í UFC á síðustu árum og er ánægð með það sem Ronda er að gera og ekki síst með það sem hún hefur fram að færa. „Ég fór að bera meiri virðingu fyrir henni er hún fór að tjá sig almennilega. Ég er einmitt að lesa ævisögu hennar líka núna. Mér finnst frábært að hún sé að nýta nafn sitt og frægð til þess að tala fyrir og gegn ákveðnum málefnum. Það var flott er hún lét til að mynda Floyd Mayweather heyra það. Hún hefur líka talað opinskátt um líkamsímyndina sem er gott. Hún sagði að allir vöðvarnir hefðu sinn tilgang er hún var gagnrýnd fyrir að vera of mössuð. Svo er hún auðvitað rosalegur íþróttamaður og einn sá besti sem ég hef séð.“Vísir/GettyAnna Soffía er líka hæstánægð með hvað Ronda hefur gert fyrir kvennaíþróttir. „Hún er að sýna að við getum gert þetta jafn vel og karlarnir og jafnvel betur,“ segir Anna Soffía en hún bíður spennt eftir bardagakvöldinu um helgina sem verður í beinni á Stöð 2 Sport. „Ég er búin að vera að telja niður í keppnina. Báðar stelpurnar eru rosalega flottar og góðir íþróttamenn. Ég held að Ronda vinni og Holly sé ekki tilbúin en ég vona að bardaginn standi í meira en lotu,“ segir Anna og hlær. MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Um helgina fer fram einstakur viðburður í UFC-heiminum. Á hinum risavaxna Etihad-velli í Melbourne í Ástralíu munu 70 þúsund manns fylgjast með UFC 193. Stærsta kvöld í sögu UFC og aðalbardagarnir eru kvennabardagar. Það er keppt í tveim þyngdarflokkum hjá konunum í UFC og bæði beltin verða undir í Melbourne. Næststærsti bardagi kvöldsins er í strávigt á milli pólska meistarans, Joanna Jedrzejczyjk, og kanadísku stúlkunnar Valerie Letourneau. Aðalbardaginn er síðan á milli meistarans í bantamvigt, Rondu Rousey, og Holly Holm. Tvær frábærar stúlkur sem aldrei hafa tapað. Rousey þó mun sigurstranglegri enda haft ótrúlega yfirburði í íþróttinni og er að klára sína bardaga á um 30 sekúndum að meðaltali.Hún er rosalegur íþróttamaður Júdódrottning Íslands, Anna Soffía Víkingsdóttir, þekkir aðeins til Rousey eftir að hafa glímt við hana í tvígang. Anna Soffía hefur unnið 23 Íslandsmeistaratitla í júdó og hún er líka fjórfaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu jitsu.Vísir„Ég keppti tvisvar við Rondu árið 2007. Það var á opna bandaríska og opna sænska meistaramótinu í júdó. Er ég mætti á bandaríska mótið var ég nýbúin að heyra af henni í fyrsta skipti enda hafði hún nælt í silfur á HM,“ segir Anna Soffía en hún fékk að finna fyrir styrk Rousey. „Það gekk ekkert sérstaklega vel í fyrri bardaganum þar sem ég tapaði eftir um eina og hálfa mínútu. Ég fann þar hversu rosalegur íþróttamaður hún er. Hún kemur inn í mann af fullu afli strax frá fyrstu sekúndu. Ef maður er ekki viðbúinn þá bregður manni svolítið. Þetta er stíll sem fólk þekkir ef það hefur horft á hana í MMA. Hún byrjaði snemma með þennan agressíva stíl,“ segir Anna Soffía en í seinni bardaganum í Svíþjóð gekk betur. „Þá tapaði ég fyrir henni í gólfinu þegar það var svona mínúta eftir.“Ronda Rousey.Vísir/GettyRonda er lokuð týpa Eftir mótið í Svíþjóð fóru margar af júdóstelpunum saman í æfingabúðir í viku. Þar á meðal voru Anna Soffía og Ronda. Þar náði Anna að fylgjast betur með henni. „Ég náði nú ekkert að kynnast henni persónulega. Hún var frekar lokuð týpa og það virtist vera erfitt að kynnast henni. Þegar hún var bæði að æfa og keppa þá var hún svolítið ein úti í horni að hugsa um sitt,“ segir Íslandsmeistarinn og bætir við að það hafi stundum verið kostulegt að fylgjast með líklega þekktustu og vinsælustu íþróttakonu heims í dag. „Hún var ekki alltaf sú vinalegasta við stelpurnar sem hún var að glíma við. Ef henni gekk ekki vel þá fór hún stundum að láta illa. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þar sem hún var að glíma við góða, þýska stelpu. Það gekk ekki vel og þá fór Ronda að sparka í hana. Þjálfarinn þurfti að stoppa hana og þá rauk hún út. Hún var með stórt skap greinilega og tók ekki alltaf í höndina á andstæðingnum sem er ekki vel séð.“Holly Holm.Vísir/GettyBer meiri virðingu fyrir henni Anna Soffía hefur fylgst vel með uppgangi Rondu í UFC á síðustu árum og er ánægð með það sem Ronda er að gera og ekki síst með það sem hún hefur fram að færa. „Ég fór að bera meiri virðingu fyrir henni er hún fór að tjá sig almennilega. Ég er einmitt að lesa ævisögu hennar líka núna. Mér finnst frábært að hún sé að nýta nafn sitt og frægð til þess að tala fyrir og gegn ákveðnum málefnum. Það var flott er hún lét til að mynda Floyd Mayweather heyra það. Hún hefur líka talað opinskátt um líkamsímyndina sem er gott. Hún sagði að allir vöðvarnir hefðu sinn tilgang er hún var gagnrýnd fyrir að vera of mössuð. Svo er hún auðvitað rosalegur íþróttamaður og einn sá besti sem ég hef séð.“Vísir/GettyAnna Soffía er líka hæstánægð með hvað Ronda hefur gert fyrir kvennaíþróttir. „Hún er að sýna að við getum gert þetta jafn vel og karlarnir og jafnvel betur,“ segir Anna Soffía en hún bíður spennt eftir bardagakvöldinu um helgina sem verður í beinni á Stöð 2 Sport. „Ég er búin að vera að telja niður í keppnina. Báðar stelpurnar eru rosalega flottar og góðir íþróttamenn. Ég held að Ronda vinni og Holly sé ekki tilbúin en ég vona að bardaginn standi í meira en lotu,“ segir Anna og hlær.
MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum