Seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelum Ingvar Haraldsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi að undanförnu og þeim mun fjölga enn frekar á næstunni. vísir/gva Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelbyggingum næstu árin. „Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið,“ sagði Már á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. „Hvort við séum þar, það er fullyrt að svo sé ekki, og staðreyndin er sú að hótelnýting á Íslandi er með því hæsta sem gerist enn sem komið er, en við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði hann. Már var þar að svara spurningu Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem benti á að reynsla af útlánatapi í ferðaþjónustu væri nokkuð mikil, sérstaklega í hótelbyggingum.Vaxtaákvörðun og útgáfa Peningamála.Seðlabankinn, Seðlabanki íslands, Már Guðmundsson Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að vel geti verið að menn hafi farið of geyst í hótelfjárfestingu áður. „En miðað við hvernig nýting hótelherbergja er núna og hvernig áætlanir eru um fjölgun ferðamanna í framtíðinni þá lítur út fyrir að það sé þörf á þeim hótelherbergjum sem er verið að byggja, að minnsta kosti ef við ætlum að fjölga ferðamönnum meira.“ Anna bendir á að hvergi í Evrópu sé betri nýting á hótelherbergjum en í Reykjavík. „Þannig að það eru allt aðrar aðstæður en hafa verið áður svo að ég veit ekki hversu mikið þýðir að skoða þetta í sögulegu samhengi, við þurfum auðvitað að skoða stöðuna núna.“ Anna segir að ef spá Arion banka um tuttugu prósenta fjölgun ferðamanna á næsta ári rætist þá verði að fjölga hótelherbergjum. Þeir sem sérfræðingar greiningardeildarinnar hafi talað við í hótelbransanum telji að það sé ekki hægt að ná meiri nýtingu yfir árið á höfuðborgarsvæðinu en er núna. Anna segir engu að síður skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af offjárfestingu. „En vanfjárfesting getur líka verið kostnaðarsöm og sú staðreynd að enginn sá fyrir þessa fjölgun sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum hefur gert ferðaþjónustunni erfitt fyrir því það hefur verið erfitt fyrir fyrirtæki í þessum geira að halda í við vöxtinn.“ Hins vegar geti styrking á gengi krónunnar verið áhættuþáttur fyrir ferðaþjónustuna. Ef gengi krónunnar styrkist verulega á næstunni gæti það valdið því að ferðamenn eyði minna hér á landi eða það dragi úr fjölda ferðamanna. Þá segir Anna að umtalsverðar framkvæmdir við hótelbyggingar séu hugsanlega ein orsök þess að minna hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði að undanförnu en búist var við. „Ein skýring er að þeir sem eru að byggja núna eru frekar að byggja hótel en íbúðir.“ Íbúðafjárfestingar séu að verða undir í slagnum við hótelfjárfestingu um iðnaðarmenn og fjármagn. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelbyggingum næstu árin. „Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið,“ sagði Már á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. „Hvort við séum þar, það er fullyrt að svo sé ekki, og staðreyndin er sú að hótelnýting á Íslandi er með því hæsta sem gerist enn sem komið er, en við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði hann. Már var þar að svara spurningu Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem benti á að reynsla af útlánatapi í ferðaþjónustu væri nokkuð mikil, sérstaklega í hótelbyggingum.Vaxtaákvörðun og útgáfa Peningamála.Seðlabankinn, Seðlabanki íslands, Már Guðmundsson Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að vel geti verið að menn hafi farið of geyst í hótelfjárfestingu áður. „En miðað við hvernig nýting hótelherbergja er núna og hvernig áætlanir eru um fjölgun ferðamanna í framtíðinni þá lítur út fyrir að það sé þörf á þeim hótelherbergjum sem er verið að byggja, að minnsta kosti ef við ætlum að fjölga ferðamönnum meira.“ Anna bendir á að hvergi í Evrópu sé betri nýting á hótelherbergjum en í Reykjavík. „Þannig að það eru allt aðrar aðstæður en hafa verið áður svo að ég veit ekki hversu mikið þýðir að skoða þetta í sögulegu samhengi, við þurfum auðvitað að skoða stöðuna núna.“ Anna segir að ef spá Arion banka um tuttugu prósenta fjölgun ferðamanna á næsta ári rætist þá verði að fjölga hótelherbergjum. Þeir sem sérfræðingar greiningardeildarinnar hafi talað við í hótelbransanum telji að það sé ekki hægt að ná meiri nýtingu yfir árið á höfuðborgarsvæðinu en er núna. Anna segir engu að síður skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af offjárfestingu. „En vanfjárfesting getur líka verið kostnaðarsöm og sú staðreynd að enginn sá fyrir þessa fjölgun sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum hefur gert ferðaþjónustunni erfitt fyrir því það hefur verið erfitt fyrir fyrirtæki í þessum geira að halda í við vöxtinn.“ Hins vegar geti styrking á gengi krónunnar verið áhættuþáttur fyrir ferðaþjónustuna. Ef gengi krónunnar styrkist verulega á næstunni gæti það valdið því að ferðamenn eyði minna hér á landi eða það dragi úr fjölda ferðamanna. Þá segir Anna að umtalsverðar framkvæmdir við hótelbyggingar séu hugsanlega ein orsök þess að minna hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði að undanförnu en búist var við. „Ein skýring er að þeir sem eru að byggja núna eru frekar að byggja hótel en íbúðir.“ Íbúðafjárfestingar séu að verða undir í slagnum við hótelfjárfestingu um iðnaðarmenn og fjármagn.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira