Karlmenn um allan heim kepptust við að safna hári í veglegan snúð. Það hefur greinilega ekki gengið vel hjá öllum því nú er komin ný og stórundarleg vara á markað.
Og við héldum að við hefðum séð það allt þá kom þetta. Gerfihársnúður fyrir karlmenn.
Netverslunin ASOS í Ástralíu birti mynd af þeim 31.mars sem hluta af aprílgabbi, en nú virðist, því miður, sem þetta aprílgabb sé dagsatt. Nú eru þessir gerfisnúðar til sölu hér .
Ritstjórn Glamour vonar að karlpeningurinn haldi sig frá þessum snúðum og annað hvort safni rólegir í snúð, eða geri sér ferð í klippingu.

