Eitt af þremur félögum hefur samþykkt Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Leiðtogar stéttarfélaganna á tröppum stjórnarráðsins í október. Fréttablaðið/GVA Sjúkraliðar hafa samþykkt kjarasamning ríkisins sem skrifað var undir í lok síðasta mánaðar við þrjú stærstu aðildarfélög BSRB, Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ), Landssamband lögreglumanna (LL) og SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu. Þegar skrifað var undir samninginn höfðu verkfallsaðgerðir SFR og SLFÍ staðið frá miðjum október. Í atkvæðagreiðslunni, sem lauk í gær eftir að hafa staðið frá 5. nóvember, samþykktu 96,3 prósent sjúkraliða samninginn. Nei sögðu 3,3 prósent. Þátttaka var 59,9 prósent, en 666 af 1.111 á kjörskrá greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir hjá bæði SFR og LL. Niðurstöðu er að vænta hjá SFR næstkomandi mánudag og á miðvikudag hjá lögreglumönnum. Í samantekt á vef BSRB í gær kemur fram að enn eigi fjölmörg aðildarfélög bandalagsins eftir að klára nýja kjarasamninga. „Bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB hafa undanfarnar vikur setið á fundum með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en ekki hefur verið lokið við gerð samninga. Þá hafa samninganefndir Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar átt reglulega fundi undanfarið með fulltrúum borgarinnar,“ segir þar og tekið fram að áfram verði fundað í þessari viku. „Stærstur hluti félagsmanna umræddra félaga fær laun sín frá sveitarfélögunum þannig að bæjarstarfsmennirnir eru stærsti hópurinn innan BSRB sem enn er með lausa samninga.“ Þá hafa nokkur félög lokið og samþykkt nýja kjarasamninga, svo sem Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, Póstmannafélag Íslands og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum fyrir starfsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða. Þá kemur fram að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hafi skrifað undir samning við Orkuveituna. „Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu dögum og greidd um hann atkvæði.“ Þá eiga að liggja fyrir eftir rúma viku niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags starfsmanna Stjórnarráðsins, en frá honum var gengið síðasta föstudag. Í næstu viku á líka að liggja fyrir niðurstaða kjarasamnings samninganefndar samflots bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við ríkið vegna starfsmanna hjá heilbrigðisstofnunum. Verkfall 2016 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Sjúkraliðar hafa samþykkt kjarasamning ríkisins sem skrifað var undir í lok síðasta mánaðar við þrjú stærstu aðildarfélög BSRB, Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ), Landssamband lögreglumanna (LL) og SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu. Þegar skrifað var undir samninginn höfðu verkfallsaðgerðir SFR og SLFÍ staðið frá miðjum október. Í atkvæðagreiðslunni, sem lauk í gær eftir að hafa staðið frá 5. nóvember, samþykktu 96,3 prósent sjúkraliða samninginn. Nei sögðu 3,3 prósent. Þátttaka var 59,9 prósent, en 666 af 1.111 á kjörskrá greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir hjá bæði SFR og LL. Niðurstöðu er að vænta hjá SFR næstkomandi mánudag og á miðvikudag hjá lögreglumönnum. Í samantekt á vef BSRB í gær kemur fram að enn eigi fjölmörg aðildarfélög bandalagsins eftir að klára nýja kjarasamninga. „Bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB hafa undanfarnar vikur setið á fundum með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en ekki hefur verið lokið við gerð samninga. Þá hafa samninganefndir Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar átt reglulega fundi undanfarið með fulltrúum borgarinnar,“ segir þar og tekið fram að áfram verði fundað í þessari viku. „Stærstur hluti félagsmanna umræddra félaga fær laun sín frá sveitarfélögunum þannig að bæjarstarfsmennirnir eru stærsti hópurinn innan BSRB sem enn er með lausa samninga.“ Þá hafa nokkur félög lokið og samþykkt nýja kjarasamninga, svo sem Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, Póstmannafélag Íslands og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum fyrir starfsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða. Þá kemur fram að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hafi skrifað undir samning við Orkuveituna. „Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu dögum og greidd um hann atkvæði.“ Þá eiga að liggja fyrir eftir rúma viku niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags starfsmanna Stjórnarráðsins, en frá honum var gengið síðasta föstudag. Í næstu viku á líka að liggja fyrir niðurstaða kjarasamnings samninganefndar samflots bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við ríkið vegna starfsmanna hjá heilbrigðisstofnunum.
Verkfall 2016 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira