Mike Dobs er alinn upp í Green Bay en býr nú í Norður-Karólínu mætti á leik Carolina og Green Bay á sunnudag með fána til stuðnings sínu liði.
Er Newton sá fánann var hann ekki par sáttur. Hljóp til Dobson, reif fánann niður, hljóp með hann inn í klefa og eyðilagði fánann þar.
Dobs var heldur betur súr enda fáninn löglegur samkvæmt þeim reglum sem eru á vellinum. Hann sagði enn fremur að það hefði kostað 65 þúsund krónur að gera fánann. Hann vildi því fá skaðabætur.
Forráðamenn Panthers hafa nú gefið það út að þeir séu að láta útbúa nýjan fána fyrir Dobs. Búið er að hafa samband við hann og líklega munu allir skilja sáttir.
Er Newton var spurður út í málið sagðist hann þurfa að verja sitt „hús" og því hafi hann rifið fánann niður.
