Arnór: Kannski orðinn of góðu vanur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2015 06:00 Arnór ætlar að skoða sín mál á næstunni og vill helst koma þeim í farveg fyrir EM í janúar. fréttablaðið/afp „Ég var að koma heim og er strax farinn að pakka fyrir ferðalag morgundagsins með liðinu mínu,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann var þá nýkominn heim til Frakklands eftir helgardvöl með landsliðinu í Ósló. Þar stóð íslenska liðið sig mjög vel á fjögurra þjóða móti. Lagði Noreg og Frakkland en tapaði fyrir Dönum. „Það var frábært hjá okkur að vinna tvo leiki. Það var alls ekki sjálfgefið miðað við áföllin sem við urðum fyrir í aðdragandanum og mennina sem vantaði. Strákarnir sem komu inn voru fljótir að læra og komu vel inn í þetta. Sérstaklega þeir sem þurftu að spila fyrir miðri vörninni. Það er ekkert djók að koma glænýr inn í þá stöðu og gegn þessum liðum,“ segir Arnór afar jákvæður með helgina en sjálfur spilaði hann mikið og stóð sig vel.Jákvætt mót í Osló „Við héldum dampi vel. Það var langt síðan við komum saman og við náðum aðeins þremur æfingum fyrir mótið. Miðað við allt þetta fannst mér þetta líta vel út hjá okkur. Þetta var mjög jákvætt mót.“ Arnór sagði við danska fjölmiðla eftir mótið að hann væri jákvæður fyrir því að koma aftur þangað. Samningur hans við franska félagið St. Raphael er að renna út og hann gerir ekki ráð fyrir því að vera þar áfram.Arnór í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Ernir„Það er aldrei neitt öruggt og maður veit aldrei. Þeir eru samt búnir að kaupa Sarmiento frá Barcelona þannig að það verður þrengra á þingi. Við höfum ekki rætt saman, þeir hafa ekki boðið mér neitt og ég reikna síður með því að vera áfram hjá félaginu. Ég veit ekki hvort þeir ætla að bjóða mér eitthvað en ef þeir gera það er ekkert víst að ég vilji taka því.“Skortur á fagmennsku Það má heyra á Arnóri að hann sé ekkert allt of spenntur fyrir félaginu. Samt hefur gengið vel hjá því og Arnór að spila mikið. Hann hefur einnig verið tiltölulega heppinn með meiðsli eftir nokkuð langa meiðslasögu. „Lífið hérna hefur verið stórkostlegt en hlutir sem snúa að handboltanum hafa ekki alveg verið eins og ég vonaðist til. Ég hef ekki verið ánægður og fannst meira gaman þar sem ég var áður. Kannski var ég orðinn of góðu vanur. Ég veit það ekki. Ég spilaði í frábærum liðum með frábærum þjálfurum. Það sem ég er ósáttur við er blanda af mörgu. Auðvitað höfum við náð góðum árangri eins og þriðja sætinu á síðasta tímabili. Það hefur vantað herslumuninn og stundum verið svolítill skortur á fagmennsku þó svo þetta sé þriðja besta lið Frakklands.“Arnór vann tvo deildarmeistaratitla með ofurliði AG í Danmörku.fréttablaðið/epaHugurinn leitar á gamlar slóðir Arnór lék lengi með FCK og ofurliði AG í Danmörku og svo með Magdeburg og Flensburg í Þýskalandi. Hann horfir á þessi lönd þó svo hann loki ekki dyrunum á annað. „Ég hef mikla tengingu við Danmörku eftir góð ár þar sagði ég við danskan blaðamann og hann sló því upp að ég væri á leið þangað. Hið sanna er að ég er opinn fyrir öllu en ég hef lært að maður veit aldrei hvað gerist. Hugurinn leitar þó ósjálfrátt svolítið til Danmerkur og Þýskalands,“ segir hinn 31 árs gamli Arnór en hann er svolítið farinn að horfa til framtíðar enda aðeins kominn á handboltaaldur. „Það gefur augaleið að það eru ekki margir samningar eftir. Ég tek bara einn í einu. Svo er ég auðvitað með fjölskyldu og á einhverjum tímapunkti viljum við flytja heim og hefja okkar líf þar. Ég reikna ekki með að það verði strax en það er samt ekki alveg útilokað þó svo það sé ekki fyrsti valkostur.“Vísir/ErnirÞað er vissulega mjög áhugavert að Arnór útiloki ekki að koma heim næsta sumar. Það virðist þó mikið þurfa að gerast til að af því verði. „Ég hef engar áhyggjur af því að ég fái ekki samningstilboð en það er bara spurning hvort ég muni sætta mig við það sem verður í boði.“ Þessi fjölhæfi leikmaður segist hafa verið afar rólegur yfir stöðu sinna mála en segir að það sé ekki vitlaust að fara að skoða stöðuna núna. Hann myndi gjarna vilja fá sín mál í góðan farveg áður en EM hefst í janúar. „Við fjölskyldan þurfum að átta okkur á því hvað við viljum gera. Ég neita því ekki að það væri ljúft að hafa þetta klárt eða langt komið fyrir EM. Það stendur til að skoða mína möguleika á næstunni.“ Handbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira
„Ég var að koma heim og er strax farinn að pakka fyrir ferðalag morgundagsins með liðinu mínu,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann var þá nýkominn heim til Frakklands eftir helgardvöl með landsliðinu í Ósló. Þar stóð íslenska liðið sig mjög vel á fjögurra þjóða móti. Lagði Noreg og Frakkland en tapaði fyrir Dönum. „Það var frábært hjá okkur að vinna tvo leiki. Það var alls ekki sjálfgefið miðað við áföllin sem við urðum fyrir í aðdragandanum og mennina sem vantaði. Strákarnir sem komu inn voru fljótir að læra og komu vel inn í þetta. Sérstaklega þeir sem þurftu að spila fyrir miðri vörninni. Það er ekkert djók að koma glænýr inn í þá stöðu og gegn þessum liðum,“ segir Arnór afar jákvæður með helgina en sjálfur spilaði hann mikið og stóð sig vel.Jákvætt mót í Osló „Við héldum dampi vel. Það var langt síðan við komum saman og við náðum aðeins þremur æfingum fyrir mótið. Miðað við allt þetta fannst mér þetta líta vel út hjá okkur. Þetta var mjög jákvætt mót.“ Arnór sagði við danska fjölmiðla eftir mótið að hann væri jákvæður fyrir því að koma aftur þangað. Samningur hans við franska félagið St. Raphael er að renna út og hann gerir ekki ráð fyrir því að vera þar áfram.Arnór í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Ernir„Það er aldrei neitt öruggt og maður veit aldrei. Þeir eru samt búnir að kaupa Sarmiento frá Barcelona þannig að það verður þrengra á þingi. Við höfum ekki rætt saman, þeir hafa ekki boðið mér neitt og ég reikna síður með því að vera áfram hjá félaginu. Ég veit ekki hvort þeir ætla að bjóða mér eitthvað en ef þeir gera það er ekkert víst að ég vilji taka því.“Skortur á fagmennsku Það má heyra á Arnóri að hann sé ekkert allt of spenntur fyrir félaginu. Samt hefur gengið vel hjá því og Arnór að spila mikið. Hann hefur einnig verið tiltölulega heppinn með meiðsli eftir nokkuð langa meiðslasögu. „Lífið hérna hefur verið stórkostlegt en hlutir sem snúa að handboltanum hafa ekki alveg verið eins og ég vonaðist til. Ég hef ekki verið ánægður og fannst meira gaman þar sem ég var áður. Kannski var ég orðinn of góðu vanur. Ég veit það ekki. Ég spilaði í frábærum liðum með frábærum þjálfurum. Það sem ég er ósáttur við er blanda af mörgu. Auðvitað höfum við náð góðum árangri eins og þriðja sætinu á síðasta tímabili. Það hefur vantað herslumuninn og stundum verið svolítill skortur á fagmennsku þó svo þetta sé þriðja besta lið Frakklands.“Arnór vann tvo deildarmeistaratitla með ofurliði AG í Danmörku.fréttablaðið/epaHugurinn leitar á gamlar slóðir Arnór lék lengi með FCK og ofurliði AG í Danmörku og svo með Magdeburg og Flensburg í Þýskalandi. Hann horfir á þessi lönd þó svo hann loki ekki dyrunum á annað. „Ég hef mikla tengingu við Danmörku eftir góð ár þar sagði ég við danskan blaðamann og hann sló því upp að ég væri á leið þangað. Hið sanna er að ég er opinn fyrir öllu en ég hef lært að maður veit aldrei hvað gerist. Hugurinn leitar þó ósjálfrátt svolítið til Danmerkur og Þýskalands,“ segir hinn 31 árs gamli Arnór en hann er svolítið farinn að horfa til framtíðar enda aðeins kominn á handboltaaldur. „Það gefur augaleið að það eru ekki margir samningar eftir. Ég tek bara einn í einu. Svo er ég auðvitað með fjölskyldu og á einhverjum tímapunkti viljum við flytja heim og hefja okkar líf þar. Ég reikna ekki með að það verði strax en það er samt ekki alveg útilokað þó svo það sé ekki fyrsti valkostur.“Vísir/ErnirÞað er vissulega mjög áhugavert að Arnór útiloki ekki að koma heim næsta sumar. Það virðist þó mikið þurfa að gerast til að af því verði. „Ég hef engar áhyggjur af því að ég fái ekki samningstilboð en það er bara spurning hvort ég muni sætta mig við það sem verður í boði.“ Þessi fjölhæfi leikmaður segist hafa verið afar rólegur yfir stöðu sinna mála en segir að það sé ekki vitlaust að fara að skoða stöðuna núna. Hann myndi gjarna vilja fá sín mál í góðan farveg áður en EM hefst í janúar. „Við fjölskyldan þurfum að átta okkur á því hvað við viljum gera. Ég neita því ekki að það væri ljúft að hafa þetta klárt eða langt komið fyrir EM. Það stendur til að skoða mína möguleika á næstunni.“
Handbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira