Opnari samfélagsumræða vegna árásarinnar í Útey Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2015 20:43 Samfélagsumræðan er opnari í Noregi eftir hryðjuverkaárásirnar í Útey og fleiri nýta sér rétt sinn til að tjá sig. Þetta segir ein þeirra sem lifði árásirnar af en nú rúmum fjórum árum eftir þær er hún varaborgarstjóri í Osló. Khamshajiny Gunaratnam, eða Khamzy, er varaborgarstjóri Oslóar. Hún kom hingað til lands til að afhenda Reykvíkingum formlega Oslóartréð i í dag. Áður en hún gerði það kom hún við í minningarlundi um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Útey við Norræna húsið. Sjálf var hún stödd í Útey 22. júlí 2011, þá 23 ára, þegar Breivik myrti þar fjölda ungmenna sem voru í sumarbúðum ungliðahreyfingar verkamannaflokksins í eyjunni. Hún segir minningarlundi eins og þann sem er við Norræna húsið skipta máli. „Þetta er mjög hjartnæmt, þetta er tákn um tengslin á milli Noregs og Íslands, á milli Oslóar og Reykjavíkur. Þetta var hryðjuverkaárás sem varð 77 manns að bana og trén hérna eru tákn fyrir hvert mannslíf,“ segir Khamzy. „Ég fór að starfa í stjórnmálum eftir þetta og það er mikilvægt fyrir okkur að sýna að það eru mannslíf í húfi að við fáum betra samfélag þar sem enginn fellur frá.“ Hún segir áhrif voðaverkanna sjást hvað best á samfélagsumræðunni í Noregi sem sé opnari nú en áður. „Ég held að fleiri nýti sér tjáningarfrelsið, fleiri taka þátt í samfélaginu og þetta er mikilvægt og gott merki og ég er ótrúlega stolt af norska samfélaginu.“ Khamzy segir marga af þeim sem voru í Útey taka þátt í stjórnmálum í dag. „Við viljum gera breytingar, við viljum skipta máli. Stjórnmálin eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr.“ Þá segir hún reglulegar fréttir sem berast af Breivik úr fangelsinu hafa lítil áhrif á sig í dag. „Ég hef mikla trú á tjáningarfrelsinu, ég trúi ekki á ritskoðun. Breivik er í fangelsi, við erum úti og við höfum frelsið og það er mikilvægara fyrir mig.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Samfélagsumræðan er opnari í Noregi eftir hryðjuverkaárásirnar í Útey og fleiri nýta sér rétt sinn til að tjá sig. Þetta segir ein þeirra sem lifði árásirnar af en nú rúmum fjórum árum eftir þær er hún varaborgarstjóri í Osló. Khamshajiny Gunaratnam, eða Khamzy, er varaborgarstjóri Oslóar. Hún kom hingað til lands til að afhenda Reykvíkingum formlega Oslóartréð i í dag. Áður en hún gerði það kom hún við í minningarlundi um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Útey við Norræna húsið. Sjálf var hún stödd í Útey 22. júlí 2011, þá 23 ára, þegar Breivik myrti þar fjölda ungmenna sem voru í sumarbúðum ungliðahreyfingar verkamannaflokksins í eyjunni. Hún segir minningarlundi eins og þann sem er við Norræna húsið skipta máli. „Þetta er mjög hjartnæmt, þetta er tákn um tengslin á milli Noregs og Íslands, á milli Oslóar og Reykjavíkur. Þetta var hryðjuverkaárás sem varð 77 manns að bana og trén hérna eru tákn fyrir hvert mannslíf,“ segir Khamzy. „Ég fór að starfa í stjórnmálum eftir þetta og það er mikilvægt fyrir okkur að sýna að það eru mannslíf í húfi að við fáum betra samfélag þar sem enginn fellur frá.“ Hún segir áhrif voðaverkanna sjást hvað best á samfélagsumræðunni í Noregi sem sé opnari nú en áður. „Ég held að fleiri nýti sér tjáningarfrelsið, fleiri taka þátt í samfélaginu og þetta er mikilvægt og gott merki og ég er ótrúlega stolt af norska samfélaginu.“ Khamzy segir marga af þeim sem voru í Útey taka þátt í stjórnmálum í dag. „Við viljum gera breytingar, við viljum skipta máli. Stjórnmálin eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr.“ Þá segir hún reglulegar fréttir sem berast af Breivik úr fangelsinu hafa lítil áhrif á sig í dag. „Ég hef mikla trú á tjáningarfrelsinu, ég trúi ekki á ritskoðun. Breivik er í fangelsi, við erum úti og við höfum frelsið og það er mikilvægara fyrir mig.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira