Umfjöllun og viðtöl: Benfica - ÍBV 34-26 | Hetjuleg barátta ÍBV dugði ekki til Guðmundur Tómas Sigfússon í Lisboa skrifar 28. nóvember 2015 21:30 Úr fyrri leiknum í gær. vísir/gts Eyjamenn eru úr leik í Evrópukeppninni eftir átta marka tap í seinni leik liðsins gegn Benfica. ÍBV tapaði fyrri leiknum með tveimur mörkum og því einvíginu með tíu. Í lið ÍBV í einvíginu vantaði þrjá sterka pósta en þeir Nemanja Malovic, Sindri Haraldsson og Theodór Sigurbjörnsson eru fjarri góðu gamni. Það hefði líklega munað um þá í þessu einvígi. Lið ÍBV sýndi marga ljósa punkta og áttu marga frábæra kafla. Það er þó ekki nóg á móti atvinnumannaliði eins og Benfica sem tætti ÍBV í sig við hvert einasta tækifæri. Í dag byrjaði liðið líkt og í gær mjög vel en ÍBV leiddi leikinn stóran hluta fyrri hálfleiks. Það munaði þó um framlag Einars Sverrissonar í fyrri hálfleik en hann skoraði átta mörk í gær á fyrstu 30 mínútunum en einungis eitt í dag. Skotnýting heimamanna var einnig miklu betri en skotnýting ÍBV í einvíginu en þeir völdu sér færin mun betur en ÍBV. Þar lá helsti munurinn á liðunum, í staðinn fyrir það að þvinga fram erfið skot reyndu þeir hvað eftir annað að galopna vörnina í leit að góðu hornafæri eða algjöru dauðafæri. Benfica notaði hópinn sinn rosalega vel og eru átta leikmenn með þrjú mörk eða fleiri í liði þeirra. Það sást vel að þessir leikmenn eru atvinnumenn og eru þeir heilt yfir með betri leikmenn en ÍBV þó svo að liðsheildin hafi verið mun betri hjá íslenska liðinu. Það sem maður sá einnig er að í Benfica er engin skytta sem að á fleiri en tíu skot í leik, tvær svoleiðis skyttur voru hjá Eyjamönnum en þeir Andri Heimir Friðriksson og Einar Sverrisson voru með sex mörk hvor en úr ellefu og þrettán skotum. Á einum kafla í leiknum þegar Eyjamenn voru tveimur fleiri í stöðunni 22-21 en þá fiskuðu heimamenn Einar Sverrisson útaf og skoruðu fjögur mörk gegn engu. Eftir það skoruðu Eyjamenn þrjú mörk í röð en það var í rauninni of seint, bilið var of mikið til þess að brúa. Hetjulegri baráttu ÍBV er því lokið í Evrópukeppninni þetta árið en liðið sýndi þó að þeir eiga mikið inni í deildinni heima. Í lokin fór þetta út í algjöra vitleysu þegar ungu leikmenn ÍBV fengu spiltíma, þá röðuðu heimamenn aldeilis hraðaupphlaupunum á ungu strákana. Einar Sverrisson var markahæsti leikmaður ÍBV í einvíginu með átján mörk, nú halda Eyjamenn heim til Íslands í nótt og gera sig tilbúna fyrir komandi átök í Olís-deildinni.Arnar: Svekktur að þetta endi í átta mörkum „Þetta var alltof stórt miðað við gang leiksins,“ sagði þjálfari Eyjamanna, Arnar Pétursson, í viðtali eftir átta marka tap í seinni leik liðsins gegn Benfica í Áskorendakeppni Evrópu. „Við vorum með þetta í hörkuleik í 50 mínútur. Undir lokin gefum við fullmikið eftir og þeir klára þetta of stórt.“ „Þegar þetta var að fjara út, fjögur mörk komin, þá gáfumst við bara upp, sem er kannski ekki óeðlilegt. Menn voru búnir að berjast og berjast í tveimur hörkuleikjum við þetta atvinnumannalið.“ ÍBV skoraði fjögur mörk í röð og jöfnuðu leikinn í upphafi seinni hálfleiks, þá héldu margir að þeir gætu komið til baka og gert þetta að alvöru leik. „Maður var að gæla við það að þetta væri að koma aftur, þeir svara síðan með tveimur mörkum. Þá lendum við í reynsluleysi.“ „Við erum semsagt sex á fjóra, en þá fáum við akkúrat tækifæri til þess að koma okkur inn í þetta aftur. Þá var miðjumaðurinn þeirra helvíti klókur og fiskar tvær mínútur á okkur. Í kjölfarið liggur Hákon eftir á vellinum eftir olnbogaskot og þeir skora.“ „Ég fæ síðan algjörar aula tvær mínútur í kjölfarið því miður. Það var dýrt þegar uppi er staðið.“ Við spurðum Arnar hvað hefði helst þurft að fara betur í þessu einvígi? Þetta lið Benfica var með mjög góðan leikmannahóp og gátu þeir rúllað leikmönnum inn og út eins og ekkert væri. „Það sem hefði helst mátt betur fara eigum við eftir að skoða. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að spila á móti liði sem að nær að rúlla hópnum miklu betur en við. Þeir eru með fleiri leikmenn og breiðari hóp,“ sagði Arnar en átta leikmenn í liði Benfica skoruðu þrjú mörk eða fleiri í dag. „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum, mér fannst þeir koma gríðarlega flottir í þessa báða leiki og leysa þetta verkefni ótrúlega vel. Ég er svekktur að þetta endi í átta mörkum og tíu mörkum samtals þegar við horfum á þetta eftir nokkur ár.“ sagði Arnar. „Við förum heim með fullt af punktum, það verður ekki af okkur tekið að við erum að spila án Nemanja, Tedda og Sindra en stöndum samt svona vel í þeim, ég hefði viljað hafa þessa stráka með okkur í dag.“ Arnar: Svekktur að þetta endi í átta mörkum „Þetta var alltof stórt miðað við gang leiksins,“ sagði þjálfari Eyjamanna, Arnar Pétursson, í viðtali eftir átta marka tap í seinni leik liðsins gegn Benfica í Áskorendakeppni Evrópu. „Við vorum með þetta í hörkuleik í 50 mínútur. Undir lokin gefum við fullmikið eftir og þeir klára þetta of stórt.“ „Þegar þetta var að fjara út, fjögur mörk komin, þá gáfumst við bara upp, sem er kannski ekki óeðlilegt. Menn voru búnir að berjast og berjast í tveimur hörkuleikjum við þetta atvinnumannalið.“ ÍBV skoraði fjögur mörk í röð og jöfnuðu leikinn í upphafi seinni hálfleiks, þá héldu margir að þeir gætu komið til baka og gert þetta að alvöru leik. „Maður var að gæla við það að þetta væri að koma aftur, þeir svara síðan með tveimur mörkum. Þá lendum við í reynsluleysi.“ „Við erum semsagt sex á fjóra, en þá fáum við akkúrat tækifæri til þess að koma okkur inn í þetta aftur. Þá var miðjumaðurinn þeirra helvíti klókur og fiskar tvær mínútur á okkur. Í kjölfarið liggur Hákon eftir á vellinum eftir olnbogaskot og þeir skora.“ „Ég fæ síðan algjörar aula tvær mínútur í kjölfarið því miður. Það var dýrt þegar uppi er staðið.“ Við spurðum Arnar hvað hefði helst þurft að fara betur í þessu einvígi? Þetta lið Benfica var með mjög góðan leikmannahóp og gátu þeir rúllað leikmönnum inn og út eins og ekkert væri. „Það sem hefði helst mátt betur fara eigum við eftir að skoða. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að spila á móti liði sem að nær að rúlla hópnum miklu betur en við. Þeir eru með fleiri leikmenn og breiðari hóp,“ sagði Arnar en átta leikmenn í liði Benfica skoruðu þrjú mörk eða fleiri í dag. „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum, mér fannst þeir koma gríðarlega flottir í þessa báða leiki og leysa þetta verkefni ótrúlega vel. Ég er svekktur að þetta endi í átta mörkum og tíu mörkum samtals þegar við horfum á þetta eftir nokkur ár.“ sagði Arnar. „Við förum heim með fullt af punktum, það verður ekki af okkur tekið að við erum að spila án Nemanja, Tedda og Sindra en stöndum samt svona vel í þeim, ég hefði viljað hafa þessa stráka með okkur í dag.“ Handbolti Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Eyjamenn eru úr leik í Evrópukeppninni eftir átta marka tap í seinni leik liðsins gegn Benfica. ÍBV tapaði fyrri leiknum með tveimur mörkum og því einvíginu með tíu. Í lið ÍBV í einvíginu vantaði þrjá sterka pósta en þeir Nemanja Malovic, Sindri Haraldsson og Theodór Sigurbjörnsson eru fjarri góðu gamni. Það hefði líklega munað um þá í þessu einvígi. Lið ÍBV sýndi marga ljósa punkta og áttu marga frábæra kafla. Það er þó ekki nóg á móti atvinnumannaliði eins og Benfica sem tætti ÍBV í sig við hvert einasta tækifæri. Í dag byrjaði liðið líkt og í gær mjög vel en ÍBV leiddi leikinn stóran hluta fyrri hálfleiks. Það munaði þó um framlag Einars Sverrissonar í fyrri hálfleik en hann skoraði átta mörk í gær á fyrstu 30 mínútunum en einungis eitt í dag. Skotnýting heimamanna var einnig miklu betri en skotnýting ÍBV í einvíginu en þeir völdu sér færin mun betur en ÍBV. Þar lá helsti munurinn á liðunum, í staðinn fyrir það að þvinga fram erfið skot reyndu þeir hvað eftir annað að galopna vörnina í leit að góðu hornafæri eða algjöru dauðafæri. Benfica notaði hópinn sinn rosalega vel og eru átta leikmenn með þrjú mörk eða fleiri í liði þeirra. Það sást vel að þessir leikmenn eru atvinnumenn og eru þeir heilt yfir með betri leikmenn en ÍBV þó svo að liðsheildin hafi verið mun betri hjá íslenska liðinu. Það sem maður sá einnig er að í Benfica er engin skytta sem að á fleiri en tíu skot í leik, tvær svoleiðis skyttur voru hjá Eyjamönnum en þeir Andri Heimir Friðriksson og Einar Sverrisson voru með sex mörk hvor en úr ellefu og þrettán skotum. Á einum kafla í leiknum þegar Eyjamenn voru tveimur fleiri í stöðunni 22-21 en þá fiskuðu heimamenn Einar Sverrisson útaf og skoruðu fjögur mörk gegn engu. Eftir það skoruðu Eyjamenn þrjú mörk í röð en það var í rauninni of seint, bilið var of mikið til þess að brúa. Hetjulegri baráttu ÍBV er því lokið í Evrópukeppninni þetta árið en liðið sýndi þó að þeir eiga mikið inni í deildinni heima. Í lokin fór þetta út í algjöra vitleysu þegar ungu leikmenn ÍBV fengu spiltíma, þá röðuðu heimamenn aldeilis hraðaupphlaupunum á ungu strákana. Einar Sverrisson var markahæsti leikmaður ÍBV í einvíginu með átján mörk, nú halda Eyjamenn heim til Íslands í nótt og gera sig tilbúna fyrir komandi átök í Olís-deildinni.Arnar: Svekktur að þetta endi í átta mörkum „Þetta var alltof stórt miðað við gang leiksins,“ sagði þjálfari Eyjamanna, Arnar Pétursson, í viðtali eftir átta marka tap í seinni leik liðsins gegn Benfica í Áskorendakeppni Evrópu. „Við vorum með þetta í hörkuleik í 50 mínútur. Undir lokin gefum við fullmikið eftir og þeir klára þetta of stórt.“ „Þegar þetta var að fjara út, fjögur mörk komin, þá gáfumst við bara upp, sem er kannski ekki óeðlilegt. Menn voru búnir að berjast og berjast í tveimur hörkuleikjum við þetta atvinnumannalið.“ ÍBV skoraði fjögur mörk í röð og jöfnuðu leikinn í upphafi seinni hálfleiks, þá héldu margir að þeir gætu komið til baka og gert þetta að alvöru leik. „Maður var að gæla við það að þetta væri að koma aftur, þeir svara síðan með tveimur mörkum. Þá lendum við í reynsluleysi.“ „Við erum semsagt sex á fjóra, en þá fáum við akkúrat tækifæri til þess að koma okkur inn í þetta aftur. Þá var miðjumaðurinn þeirra helvíti klókur og fiskar tvær mínútur á okkur. Í kjölfarið liggur Hákon eftir á vellinum eftir olnbogaskot og þeir skora.“ „Ég fæ síðan algjörar aula tvær mínútur í kjölfarið því miður. Það var dýrt þegar uppi er staðið.“ Við spurðum Arnar hvað hefði helst þurft að fara betur í þessu einvígi? Þetta lið Benfica var með mjög góðan leikmannahóp og gátu þeir rúllað leikmönnum inn og út eins og ekkert væri. „Það sem hefði helst mátt betur fara eigum við eftir að skoða. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að spila á móti liði sem að nær að rúlla hópnum miklu betur en við. Þeir eru með fleiri leikmenn og breiðari hóp,“ sagði Arnar en átta leikmenn í liði Benfica skoruðu þrjú mörk eða fleiri í dag. „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum, mér fannst þeir koma gríðarlega flottir í þessa báða leiki og leysa þetta verkefni ótrúlega vel. Ég er svekktur að þetta endi í átta mörkum og tíu mörkum samtals þegar við horfum á þetta eftir nokkur ár.“ sagði Arnar. „Við förum heim með fullt af punktum, það verður ekki af okkur tekið að við erum að spila án Nemanja, Tedda og Sindra en stöndum samt svona vel í þeim, ég hefði viljað hafa þessa stráka með okkur í dag.“ Arnar: Svekktur að þetta endi í átta mörkum „Þetta var alltof stórt miðað við gang leiksins,“ sagði þjálfari Eyjamanna, Arnar Pétursson, í viðtali eftir átta marka tap í seinni leik liðsins gegn Benfica í Áskorendakeppni Evrópu. „Við vorum með þetta í hörkuleik í 50 mínútur. Undir lokin gefum við fullmikið eftir og þeir klára þetta of stórt.“ „Þegar þetta var að fjara út, fjögur mörk komin, þá gáfumst við bara upp, sem er kannski ekki óeðlilegt. Menn voru búnir að berjast og berjast í tveimur hörkuleikjum við þetta atvinnumannalið.“ ÍBV skoraði fjögur mörk í röð og jöfnuðu leikinn í upphafi seinni hálfleiks, þá héldu margir að þeir gætu komið til baka og gert þetta að alvöru leik. „Maður var að gæla við það að þetta væri að koma aftur, þeir svara síðan með tveimur mörkum. Þá lendum við í reynsluleysi.“ „Við erum semsagt sex á fjóra, en þá fáum við akkúrat tækifæri til þess að koma okkur inn í þetta aftur. Þá var miðjumaðurinn þeirra helvíti klókur og fiskar tvær mínútur á okkur. Í kjölfarið liggur Hákon eftir á vellinum eftir olnbogaskot og þeir skora.“ „Ég fæ síðan algjörar aula tvær mínútur í kjölfarið því miður. Það var dýrt þegar uppi er staðið.“ Við spurðum Arnar hvað hefði helst þurft að fara betur í þessu einvígi? Þetta lið Benfica var með mjög góðan leikmannahóp og gátu þeir rúllað leikmönnum inn og út eins og ekkert væri. „Það sem hefði helst mátt betur fara eigum við eftir að skoða. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að spila á móti liði sem að nær að rúlla hópnum miklu betur en við. Þeir eru með fleiri leikmenn og breiðari hóp,“ sagði Arnar en átta leikmenn í liði Benfica skoruðu þrjú mörk eða fleiri í dag. „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum, mér fannst þeir koma gríðarlega flottir í þessa báða leiki og leysa þetta verkefni ótrúlega vel. Ég er svekktur að þetta endi í átta mörkum og tíu mörkum samtals þegar við horfum á þetta eftir nokkur ár.“ sagði Arnar. „Við förum heim með fullt af punktum, það verður ekki af okkur tekið að við erum að spila án Nemanja, Tedda og Sindra en stöndum samt svona vel í þeim, ég hefði viljað hafa þessa stráka með okkur í dag.“
Handbolti Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira