„Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 14:13 "Við gerum okkur ekki neinar væntingar fyrir fundinn í dag,“ segir Gylfi. vísir Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna hjá ÍSAL, segist gera sér litlar vonir. „Þetta er jákvætt á meðan menn eru að talast við,“ sagði hann í samtali við fréttastofu, skömmu fyrir fundinn.Aðaldeilumálið lagt til hliðar Fundi deiluaðila lauk seint í gærkvöld, án niðurstöðu. Takist ekki samningar hefst verkfall starfsmanna 2. desember. Það jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar. „Við erum sammála um að setja aðaldeilumálið til hliðar í bili, verktakamálið, og reyna að ræða önnur mál sem standa úti, launamál og annað slíkt,“ segir Gylfi. Þar vísar hann í kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningnum frá 1972, sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum. „Það hefur enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér í svona kjaradeilum, og það ætlum við ekki að gera. En ef aðilar fást til að semja við okkur á sömu nótum og samið hefur verið um á almennum markaði þá get ég ekki annað en verið bjartsýnn.“Áhrifa verkfallsins gæti víða í Hafnarfirði Kjaradeilan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála, og segir lokunina koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bænum. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirkst samfélag. Það er alveg ljóst,“ segir Rósa.Raforkusala upp á hundruð milljarða í húfiÞá ríkir óvissa um hvort hugsanleg lokun losi Rio Tinto undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörg hundruð milljarða króna næstu tuttugu ár er í húfi því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landsvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör hafa fengist frá ráðamönnum Landsvirkjunar, sem ætla ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna hjá ÍSAL, segist gera sér litlar vonir. „Þetta er jákvætt á meðan menn eru að talast við,“ sagði hann í samtali við fréttastofu, skömmu fyrir fundinn.Aðaldeilumálið lagt til hliðar Fundi deiluaðila lauk seint í gærkvöld, án niðurstöðu. Takist ekki samningar hefst verkfall starfsmanna 2. desember. Það jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar. „Við erum sammála um að setja aðaldeilumálið til hliðar í bili, verktakamálið, og reyna að ræða önnur mál sem standa úti, launamál og annað slíkt,“ segir Gylfi. Þar vísar hann í kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningnum frá 1972, sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum. „Það hefur enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér í svona kjaradeilum, og það ætlum við ekki að gera. En ef aðilar fást til að semja við okkur á sömu nótum og samið hefur verið um á almennum markaði þá get ég ekki annað en verið bjartsýnn.“Áhrifa verkfallsins gæti víða í Hafnarfirði Kjaradeilan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála, og segir lokunina koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bænum. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirkst samfélag. Það er alveg ljóst,“ segir Rósa.Raforkusala upp á hundruð milljarða í húfiÞá ríkir óvissa um hvort hugsanleg lokun losi Rio Tinto undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörg hundruð milljarða króna næstu tuttugu ár er í húfi því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landsvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör hafa fengist frá ráðamönnum Landsvirkjunar, sem ætla ekki að tjá sig um málið að svo stöddu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda