Lokað fyrir umferð bíla á Laugavegi um aðventuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2015 15:15 Vísir/Pjetur Reykjavíkurborg stefnir að því að loka fyrir umferð bíla á Skólavörðustíg og hluta Laugavegs á aðventunni. Þetta var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. Til skoðunar er að loka fyrir umferð bíla um þessar götur allar helgar ársins. Stefnt er að því að lokunin standi yfir fyrstu tvær helgarnar í desember og svo frá og með föstudeginum 18. desember til aðfangadags, 24. desember. Svæðið sem um ræðir er Skólavörðustígur og Laugavegur frá Vatnsstíg niður að Bankastræti. „Þetta þýðir að sumarlokanir verða jólalokanir,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs í samtali við Vísi en fyrirkomulagið verður með sama hætti og þekkist á sumrin þegar opnað hefur verið fyrir umferð gangandi vegfarenda með því að loka á umferð bíla. „Þessi jólastemning getur verið mjög skemmtileg og verslun þarna um aðventuhelgarnar er bæði mikilvæg og skemmtileg,“ að sögn Hjálmars. „Laugavegurinn er náttúrulega ekki bara verslunargata heldur mannlífsgata þar sem fólk er á gangi og hittist.“Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/StefánTil skoðunar að loka umferð um Laugaveg allar helgar um allt árið í kring Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gagnrýndi málið og bókaði m.a. eftirfarandi: „Þær viðvörunarraddir hafa heyrst frá kaupmönnum að lokun Laugarvegar á aðventunni muni draga úr verslun. Samtök kaupmanna á svæðinu hafa óskað eftir fundi um málið en slíkur fundur hefur ekki verið haldinn og er það miður. Það eru ekki þröngir einkahagsmunir kaupmanna að verslun dafni í miðborginni heldur er það hagsmunamál allra að þar þrífist fjölbreytt framboð smásöluverslunar.“ Hjálmar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að kannanir, bæði formlegar og óformlegar, bendi til þess að mikill meirihluti borgarbúa og meirihluti rekstraraðila á svæðinu séu hlynntir þessum lokunum. „Fyrir skömmu voru rekstraraðilar heimsóttir og spurðir hvernig svona lokun legðist í þá, 63 prósent voru hlynntir. Það er þarna minnihlutahópur sem er alfarið á móti öllum lokunum á bílaumferð.“ Fyrr í vetur var ákveðið að sumarlokanir frá 1.maí til 1. október yrðu til frambúðar en einnig hefur komið til tals innan Umhverfis- og skipulagsráðs að grípa oftar til þess að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðustíg og hluta Laugavegar. „Það hefur verið rætt að vera með tilraunaverkefni þar sem lokað verður fyrir umferð á þessu svæði um helgar allan ársins hring. Einnig hefur komið til tals að grípa til þessa ráðs þegar bæjarhátíðir standa yfir líkt og var núna í haust þegar Airwaves var haldin.“ Tillagan um aðventulokunina var samþykkt af Umhverfis- og skipulagsráði en bíður staðfestingar Borgarráðs. Tengdar fréttir Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55 Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20 Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18 Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Reykjavíkurborg stefnir að því að loka fyrir umferð bíla á Skólavörðustíg og hluta Laugavegs á aðventunni. Þetta var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. Til skoðunar er að loka fyrir umferð bíla um þessar götur allar helgar ársins. Stefnt er að því að lokunin standi yfir fyrstu tvær helgarnar í desember og svo frá og með föstudeginum 18. desember til aðfangadags, 24. desember. Svæðið sem um ræðir er Skólavörðustígur og Laugavegur frá Vatnsstíg niður að Bankastræti. „Þetta þýðir að sumarlokanir verða jólalokanir,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs í samtali við Vísi en fyrirkomulagið verður með sama hætti og þekkist á sumrin þegar opnað hefur verið fyrir umferð gangandi vegfarenda með því að loka á umferð bíla. „Þessi jólastemning getur verið mjög skemmtileg og verslun þarna um aðventuhelgarnar er bæði mikilvæg og skemmtileg,“ að sögn Hjálmars. „Laugavegurinn er náttúrulega ekki bara verslunargata heldur mannlífsgata þar sem fólk er á gangi og hittist.“Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/StefánTil skoðunar að loka umferð um Laugaveg allar helgar um allt árið í kring Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gagnrýndi málið og bókaði m.a. eftirfarandi: „Þær viðvörunarraddir hafa heyrst frá kaupmönnum að lokun Laugarvegar á aðventunni muni draga úr verslun. Samtök kaupmanna á svæðinu hafa óskað eftir fundi um málið en slíkur fundur hefur ekki verið haldinn og er það miður. Það eru ekki þröngir einkahagsmunir kaupmanna að verslun dafni í miðborginni heldur er það hagsmunamál allra að þar þrífist fjölbreytt framboð smásöluverslunar.“ Hjálmar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að kannanir, bæði formlegar og óformlegar, bendi til þess að mikill meirihluti borgarbúa og meirihluti rekstraraðila á svæðinu séu hlynntir þessum lokunum. „Fyrir skömmu voru rekstraraðilar heimsóttir og spurðir hvernig svona lokun legðist í þá, 63 prósent voru hlynntir. Það er þarna minnihlutahópur sem er alfarið á móti öllum lokunum á bílaumferð.“ Fyrr í vetur var ákveðið að sumarlokanir frá 1.maí til 1. október yrðu til frambúðar en einnig hefur komið til tals innan Umhverfis- og skipulagsráðs að grípa oftar til þess að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðustíg og hluta Laugavegar. „Það hefur verið rætt að vera með tilraunaverkefni þar sem lokað verður fyrir umferð á þessu svæði um helgar allan ársins hring. Einnig hefur komið til tals að grípa til þessa ráðs þegar bæjarhátíðir standa yfir líkt og var núna í haust þegar Airwaves var haldin.“ Tillagan um aðventulokunina var samþykkt af Umhverfis- og skipulagsráði en bíður staðfestingar Borgarráðs.
Tengdar fréttir Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55 Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20 Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18 Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55
Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20
Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18
Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent