Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Akureyri 26-23 | Sanngjarn Stjörnusigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2015 21:00 Eyþór Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Stjörnuna. Vísir/Anton Stjarnan, topplið 1. deildar, er komið áfram í 8-liða úrslit Coca-Cola bikarsins eftir þriggja marka sigur á Akueyri, 26-23, í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Stjörnumenn, sem hafa unnið níu af 10 leikjum sínum í 1. deildinni í vetur, sýndu styrk í kvöld og kláruðu dæmið, eitthvað sem þeir gerðu afar sjaldan í jöfnum leikjum í Olís-deildinni í fyrra. Varnarleikur Stjörnunnar var mjög sterkur og þá átti Einar Ólafur Vilmundarson fínan leik í markinu og varði 17 skot (44%). Í sókninni lögðu margir hönd á plóg en alls komust níu leikmenn liðsins á blað í kvöld. Það var afskaplega lítið að frétta í sóknarleik Akureyringa í fyrri hálfleik. Ábyrgðin var á fárra herðum en aðeins þrír leikmenn liðsins skoruðu í fyrri hálfleik, samanborið við níu hjá Stjörnunni. Sóknarleikur heimamanna var ekki fullkominn en gekk að mestu vel. Hreiðar Levý Guðmundsson reyndist Stjörnumönnum erfiður í byrjun leiksins en hann gaf eftir seinni hluta fyrri hálfleiks á meðan Einar Ólafur varði jafnt og þétt. Leikurinn var jafn framan af en Akureyringar voru þó heldur sterkari. Bergvin Þór Gíslason og Kristján Orri Jóhannsson drógu vagninn í sókninni en þeir skoruðu níu af 11 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Kristján Orri kom gestunum í 5-7 með marki í vítakasti en þá kom góður kafli hjá heimamönnum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir, 8-7. Þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik minnkaði Bergvin muninn í 12-11 með sínu fimmta marki. Það reyndist síðasta mark Akureyrar í fyrri hálfleiknum. Stjörnumenn nýttu sér brottvísun sem Akureyringar fengu fyrir vitlausa skiptingu, skoruðu fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og fóru með fimm marka forskot, 16-11, til búningsherbergja. Kristján Orri var funheitur í byrjun seinni hálfleiks en hann gerði fimm fyrstu mörk Akureyringa sem minnkuðu muninn í 17-15. Stjörnumenn rykktu þá frá, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu fimm marka forystu, 20-15. Það var fyrst þá sem Akureyringar sýndu lit. Þeir þéttu vörnina og Hreiðar tók við sér í markinu. Við það fór sóknarleikur Stjörnunnar út af sporinu og fóru Akureyringar að saxa á forskot Garðbæinga. Þeir náðu tvívegis að minnka muninn í eitt mark en tókst ekki að jafna metin, þrátt fyrir ítrekuð tækifæri. Stjarnan skoraði aðeins eitt mark á 12 mínútna kafla í seinni hálfleik en þegar mest á reyndi fundu þeir svör við varnarleik Akureyrar. Sverrir Eyjólfsson skoraði mikilvægt mark af línunni og Guðmundur Sigurður Guðmundsson fór svo langt með að klára leikinn þegar hann kom Stjörnunni i 25-22. Bergvin minnkaði muninn í tvö mörk en Sverrir gulltryggði sigur Garðbæinga þegar hann skoraði 26. mark þeirra. Lokatölur 26-23, Stjörnunni í vil. Guðmundur var markahæstur í liði Stjörnunnar með sex mörk en Eyþór Már Magnússon kom næstur með fimm mörk. Sverrir átti sömuleiðis góðan leik, skoraði fjögur mörk og fiskaði þrjú vítaköst. Einar Ólafur varði 17 skot í markinu. Hjá Akureyri stóð Kristján Orri upp úr en hann skoraði níu mörk. Bergvin gerði sex og Hörður Másson fimm en þeir þrír skoruðu alls 20 af 23 mörkum Norðanmanna í kvöld. Hreiðar varði 18 skot (41%).Einar JónssonVísir/AntonEinar: Vörnin var frábær Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega kátur eftir þriggja marka sigur Garðbæinga, 26-23, á Akureyri í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarins í kvöld. "Svona er þetta stundum, þetta datt með okkur í dag," sagði Einar eftir leik. "Þetta var jafnt en við leiddum meirihlutann af leiknum og héldum út. Við rúlluðum vel á liðinu og það voru allir sem skiluðu einhverju. Ég er ánægður og stoltur að hafa náð að klára þetta." Stjörnumenn, sem sitja á toppnum í 1. deildinni, leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 16-11, og voru í góðri stöðu lengi framan af seinni hálfleiknum. Um miðbik hans kom slæmur kafli hjá Garðbæingum og Akureyringar náðu tvívegis að minnka muninn í eitt mark. Þeim tókst þó ekki að jafna þrátt fyrir mörg tækifæri. En skipti það máli að mati Einars? "Jú, kannski. Við hikstuðum smá á þessum kafla en héldum haus og sigldum þessu heim. "Sjálfsagt skipti það máli að þeir náðu ekki að jafna," sagði Einar sem var ánægður með hversu vel markaskorið dreifðist hjá Stjörnunni en níu leikmenn liðsins skoruðu í leiknum en aðeins fimm hjá Akureyri. "Við höfum notað marga leikmenn í vetur og flestir eru með stórt hlutverk í liðinu. Vörnin hjá okkur var frábær í fyrri hálfleik, og eiginlega allan leikinn, og Einar (Ólafur Vilmundarson) var góður fyrir aftan. "Við erum bara þannig lið að við erum ekki með neinar stórstjörnur en við erum með flotta liðsheild," sagði Einar að lokum.Sverre Jakobsson.Vísir/AntonSverre: Vorum ekki við í kvöld Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Norðanmenn töpuðu leiknum 26-23 og eru úr leik í Coca-Cola bikarnum. "Þeir voru hungraðri og höfðu miklu meiri vilja til að gera eitthvað í þessum leik. Það sást strax í fyrri hálfleik og þess vegna voru þeir með fimm marka forskot í hálfleik," sagði Sverre. "Við náðum okkur ekki almennilega á strik. Við fengum tækifæri í seinni hálfleik til að jafna en klúðruðum því. Möguleikarnir voru til staðar." Einu marki munaði á liðunum undir lok fyrri hálfleik, 12-11, en þá komu fjögur Stjörnumörk í röð og Garðbæingar leiddu því að fimm mörkum í hálfleik, 16-11. Þessi kafli reyndist Akureyringum dýrkeyptur þegar uppi var staðið. "Þeir voru flottir og spiluðu vel, nýttu sína möguleika og bjuggu til stemmningu. "Við vorum ekki nógu tilbúnir í byrjun, eins og við höfum verið í flestum leikjum í vetur," sagði Sverre sem hefði viljað sjá fleiri leikmenn draga vagninn í sóknarleiknum í kvöld en Kristján Orri Jóhannsson, Bergvin Þór Gíslason og Hörður Másson skoruðu 20 af 23 mörkum Akureyrar í kvöld. "Við náðum ekki að dreifa þessu nógu vel og náðum ekki að búa til "ryþma" í sóknarleiknum. Við vorum heldur ekki nógu ákveðnir í vörninni. "Við vorum ekki við í kvöld," sagði Sverre að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Stjarnan, topplið 1. deildar, er komið áfram í 8-liða úrslit Coca-Cola bikarsins eftir þriggja marka sigur á Akueyri, 26-23, í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Stjörnumenn, sem hafa unnið níu af 10 leikjum sínum í 1. deildinni í vetur, sýndu styrk í kvöld og kláruðu dæmið, eitthvað sem þeir gerðu afar sjaldan í jöfnum leikjum í Olís-deildinni í fyrra. Varnarleikur Stjörnunnar var mjög sterkur og þá átti Einar Ólafur Vilmundarson fínan leik í markinu og varði 17 skot (44%). Í sókninni lögðu margir hönd á plóg en alls komust níu leikmenn liðsins á blað í kvöld. Það var afskaplega lítið að frétta í sóknarleik Akureyringa í fyrri hálfleik. Ábyrgðin var á fárra herðum en aðeins þrír leikmenn liðsins skoruðu í fyrri hálfleik, samanborið við níu hjá Stjörnunni. Sóknarleikur heimamanna var ekki fullkominn en gekk að mestu vel. Hreiðar Levý Guðmundsson reyndist Stjörnumönnum erfiður í byrjun leiksins en hann gaf eftir seinni hluta fyrri hálfleiks á meðan Einar Ólafur varði jafnt og þétt. Leikurinn var jafn framan af en Akureyringar voru þó heldur sterkari. Bergvin Þór Gíslason og Kristján Orri Jóhannsson drógu vagninn í sókninni en þeir skoruðu níu af 11 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Kristján Orri kom gestunum í 5-7 með marki í vítakasti en þá kom góður kafli hjá heimamönnum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir, 8-7. Þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik minnkaði Bergvin muninn í 12-11 með sínu fimmta marki. Það reyndist síðasta mark Akureyrar í fyrri hálfleiknum. Stjörnumenn nýttu sér brottvísun sem Akureyringar fengu fyrir vitlausa skiptingu, skoruðu fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og fóru með fimm marka forskot, 16-11, til búningsherbergja. Kristján Orri var funheitur í byrjun seinni hálfleiks en hann gerði fimm fyrstu mörk Akureyringa sem minnkuðu muninn í 17-15. Stjörnumenn rykktu þá frá, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu fimm marka forystu, 20-15. Það var fyrst þá sem Akureyringar sýndu lit. Þeir þéttu vörnina og Hreiðar tók við sér í markinu. Við það fór sóknarleikur Stjörnunnar út af sporinu og fóru Akureyringar að saxa á forskot Garðbæinga. Þeir náðu tvívegis að minnka muninn í eitt mark en tókst ekki að jafna metin, þrátt fyrir ítrekuð tækifæri. Stjarnan skoraði aðeins eitt mark á 12 mínútna kafla í seinni hálfleik en þegar mest á reyndi fundu þeir svör við varnarleik Akureyrar. Sverrir Eyjólfsson skoraði mikilvægt mark af línunni og Guðmundur Sigurður Guðmundsson fór svo langt með að klára leikinn þegar hann kom Stjörnunni i 25-22. Bergvin minnkaði muninn í tvö mörk en Sverrir gulltryggði sigur Garðbæinga þegar hann skoraði 26. mark þeirra. Lokatölur 26-23, Stjörnunni í vil. Guðmundur var markahæstur í liði Stjörnunnar með sex mörk en Eyþór Már Magnússon kom næstur með fimm mörk. Sverrir átti sömuleiðis góðan leik, skoraði fjögur mörk og fiskaði þrjú vítaköst. Einar Ólafur varði 17 skot í markinu. Hjá Akureyri stóð Kristján Orri upp úr en hann skoraði níu mörk. Bergvin gerði sex og Hörður Másson fimm en þeir þrír skoruðu alls 20 af 23 mörkum Norðanmanna í kvöld. Hreiðar varði 18 skot (41%).Einar JónssonVísir/AntonEinar: Vörnin var frábær Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega kátur eftir þriggja marka sigur Garðbæinga, 26-23, á Akureyri í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarins í kvöld. "Svona er þetta stundum, þetta datt með okkur í dag," sagði Einar eftir leik. "Þetta var jafnt en við leiddum meirihlutann af leiknum og héldum út. Við rúlluðum vel á liðinu og það voru allir sem skiluðu einhverju. Ég er ánægður og stoltur að hafa náð að klára þetta." Stjörnumenn, sem sitja á toppnum í 1. deildinni, leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 16-11, og voru í góðri stöðu lengi framan af seinni hálfleiknum. Um miðbik hans kom slæmur kafli hjá Garðbæingum og Akureyringar náðu tvívegis að minnka muninn í eitt mark. Þeim tókst þó ekki að jafna þrátt fyrir mörg tækifæri. En skipti það máli að mati Einars? "Jú, kannski. Við hikstuðum smá á þessum kafla en héldum haus og sigldum þessu heim. "Sjálfsagt skipti það máli að þeir náðu ekki að jafna," sagði Einar sem var ánægður með hversu vel markaskorið dreifðist hjá Stjörnunni en níu leikmenn liðsins skoruðu í leiknum en aðeins fimm hjá Akureyri. "Við höfum notað marga leikmenn í vetur og flestir eru með stórt hlutverk í liðinu. Vörnin hjá okkur var frábær í fyrri hálfleik, og eiginlega allan leikinn, og Einar (Ólafur Vilmundarson) var góður fyrir aftan. "Við erum bara þannig lið að við erum ekki með neinar stórstjörnur en við erum með flotta liðsheild," sagði Einar að lokum.Sverre Jakobsson.Vísir/AntonSverre: Vorum ekki við í kvöld Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Norðanmenn töpuðu leiknum 26-23 og eru úr leik í Coca-Cola bikarnum. "Þeir voru hungraðri og höfðu miklu meiri vilja til að gera eitthvað í þessum leik. Það sást strax í fyrri hálfleik og þess vegna voru þeir með fimm marka forskot í hálfleik," sagði Sverre. "Við náðum okkur ekki almennilega á strik. Við fengum tækifæri í seinni hálfleik til að jafna en klúðruðum því. Möguleikarnir voru til staðar." Einu marki munaði á liðunum undir lok fyrri hálfleik, 12-11, en þá komu fjögur Stjörnumörk í röð og Garðbæingar leiddu því að fimm mörkum í hálfleik, 16-11. Þessi kafli reyndist Akureyringum dýrkeyptur þegar uppi var staðið. "Þeir voru flottir og spiluðu vel, nýttu sína möguleika og bjuggu til stemmningu. "Við vorum ekki nógu tilbúnir í byrjun, eins og við höfum verið í flestum leikjum í vetur," sagði Sverre sem hefði viljað sjá fleiri leikmenn draga vagninn í sóknarleiknum í kvöld en Kristján Orri Jóhannsson, Bergvin Þór Gíslason og Hörður Másson skoruðu 20 af 23 mörkum Akureyrar í kvöld. "Við náðum ekki að dreifa þessu nógu vel og náðum ekki að búa til "ryþma" í sóknarleiknum. Við vorum heldur ekki nógu ákveðnir í vörninni. "Við vorum ekki við í kvöld," sagði Sverre að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira