„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2015 16:35 Hreiðar Már Sigurðsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Stjórnendur Kaupþings töldu að staða bankans væri góð í september 2008, þrátt fyrir að staðan á mörkuðum væri slæm. Fyrir dómi í dag líkti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, stöðunni á mörkuðum við veðrið sem gengur yfir Ísland í dag og sagði að þar hefði geisað „fárviðri.“ Hreiðar svaraði spurningum saksóknara og verjenda í dag við aðalmeðferð CLN-málsins í dag en hann er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Bar ekki ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd Hreiðar neitaði því staðfastlega fyrir dómi að hafa gefið fyrirmæli eða skipanir varðandi þær lánveitingar sem fjallað er um í ákæru. Þá hefði hann ekki borið ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd stjórnar Kaupþings samstæðunnar sem hefði þurft að samþykkja lánin. Sagði Hreiðar að útlánastjórar bankans, sem voru fjölmargir, hefðu verið ábyrgir fyrir því að þau lán sem þess þyrftu færu fyrir lánanefnd. „Ég held að þið getið verið alveg öruggir með það að ef ég hefði komið að þessum lánveitingum þá hefðu menn munað það í fyrstu yfirheyrslunum hjá sérstökum saksóknarinn. Þeir hefðu sagt „Heyrðu, forstjórinn sagði mér að gera þetta.“ Þið eruð að reyna að halda því fram að ég hafi komið þarna að en það er enginn sem bendir þarna á mig,“ sagði Hreiðar. Ákvörðunin um að kaupa Glitni „skelfileg“ Eins og flestum er kunnugt um féll Kaupþing þann 9. október 2008 þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans. Hreiðar Már sagði að ástæðan fyrir því að bankinn féll hafi verið yfirtaka ríkisins á Glitni þann 29. september sama ár en við það hafi lausafjárstaða Kaupþings versnað til muna. „Íslensk stjórnvöld taka þá skelfilegu ákvörðun að kaupa Glitni án þess að svara því með nokkrum vitrænum hætti hvernig Glitnir ætti að geta staðið við sínar skuldbindingar. [...] Við erum dregnir með niður í það. [...] Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað.“ CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Stjórnendur Kaupþings töldu að staða bankans væri góð í september 2008, þrátt fyrir að staðan á mörkuðum væri slæm. Fyrir dómi í dag líkti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, stöðunni á mörkuðum við veðrið sem gengur yfir Ísland í dag og sagði að þar hefði geisað „fárviðri.“ Hreiðar svaraði spurningum saksóknara og verjenda í dag við aðalmeðferð CLN-málsins í dag en hann er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Bar ekki ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd Hreiðar neitaði því staðfastlega fyrir dómi að hafa gefið fyrirmæli eða skipanir varðandi þær lánveitingar sem fjallað er um í ákæru. Þá hefði hann ekki borið ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd stjórnar Kaupþings samstæðunnar sem hefði þurft að samþykkja lánin. Sagði Hreiðar að útlánastjórar bankans, sem voru fjölmargir, hefðu verið ábyrgir fyrir því að þau lán sem þess þyrftu færu fyrir lánanefnd. „Ég held að þið getið verið alveg öruggir með það að ef ég hefði komið að þessum lánveitingum þá hefðu menn munað það í fyrstu yfirheyrslunum hjá sérstökum saksóknarinn. Þeir hefðu sagt „Heyrðu, forstjórinn sagði mér að gera þetta.“ Þið eruð að reyna að halda því fram að ég hafi komið þarna að en það er enginn sem bendir þarna á mig,“ sagði Hreiðar. Ákvörðunin um að kaupa Glitni „skelfileg“ Eins og flestum er kunnugt um féll Kaupþing þann 9. október 2008 þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans. Hreiðar Már sagði að ástæðan fyrir því að bankinn féll hafi verið yfirtaka ríkisins á Glitni þann 29. september sama ár en við það hafi lausafjárstaða Kaupþings versnað til muna. „Íslensk stjórnvöld taka þá skelfilegu ákvörðun að kaupa Glitni án þess að svara því með nokkrum vitrænum hætti hvernig Glitnir ætti að geta staðið við sínar skuldbindingar. [...] Við erum dregnir með niður í það. [...] Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað.“
CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20