Þar sem eru breytingar þar eru tækifæri Almar Guðmundsson skrifar 8. desember 2015 07:00 Miklar væntingar eru gerðar til loftslagsráðstefnunnar COP21 í París. Þar verður þess freistað að ná samkomulagi um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar markmiðin hafa verið sett þarf að setja af stað vinnu til að ná þeim. Það verður ekki gert án aðkomu fyrirtækja. Þau leggja til tæknilausnir sem breyta framleiðsluferlum og koma með nýjar vistvænni lausnir. Það er mikilvægt að samkomulag náist í París. Skýr umgjörð um málaflokkinn eykur líkur á að fyrirtæki leggi í þá vegferð að fjárfesta í loftslagsvænni tækni. Í sóknaráætlun um loftslagsmál leggja stjórnvöld áherslu á sjávarútveg og samgöngur. Fjölmörg íslensk iðnfyrirtæki bjóða lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Einnig framleiða íslensk fyrirtæki eldsneyti fyrir samgöngur og skip. Heimurinn kallar eftir tæknilausnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda og við getum gripið tækifærið. Þannig stuðlum við að minni losun, ekki bara heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Stuðningur stjórnvalda styrkir uppbyggingu á sterkri atvinnugrein, grænni tækni. Samtök iðnaðarins fagna því áherslu stjórnvalda á þessu sviði. Stóriðja er sá einstaki geiri sem losar mest hérlendis. Losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með loftslagsheimildir. Þannig sitja fyrirtækin við sama borð og önnur stórfyrirtæki í Evrópu og lúta þeim ströngu reglum sem þar gilda um vöktun losunar og kaup og sölu á losunarheimildum. Stóriðjan hefur náð gríðarlega góðum árangri og losun á hvert tonn af áli sem er framleitt hefur minnkað um rúm 70% frá árinu 1990, sem er viðmiðunarár Kyoto-samkomulagsins. Heildarlosunin hefur samt aukist talsvert samhliða aukinni framleiðslu. Orkunotkun á hvert unnið tonn af áli hefur hins vegar minnkað. Fyrirtækin leggja metnað í að ná eins góðum árangri og hægt er enda ná íslensku álfyrirtækin einna besta árangri sem þekkist í heiminum. Atvinnulífið er stór hluti vandans því þar er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda. En gleymum því ekki að atvinnulífið er hreyfiafl sem getur komið með lausnirnar. Þar sem eru breytingar, þar eru tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Miklar væntingar eru gerðar til loftslagsráðstefnunnar COP21 í París. Þar verður þess freistað að ná samkomulagi um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar markmiðin hafa verið sett þarf að setja af stað vinnu til að ná þeim. Það verður ekki gert án aðkomu fyrirtækja. Þau leggja til tæknilausnir sem breyta framleiðsluferlum og koma með nýjar vistvænni lausnir. Það er mikilvægt að samkomulag náist í París. Skýr umgjörð um málaflokkinn eykur líkur á að fyrirtæki leggi í þá vegferð að fjárfesta í loftslagsvænni tækni. Í sóknaráætlun um loftslagsmál leggja stjórnvöld áherslu á sjávarútveg og samgöngur. Fjölmörg íslensk iðnfyrirtæki bjóða lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Einnig framleiða íslensk fyrirtæki eldsneyti fyrir samgöngur og skip. Heimurinn kallar eftir tæknilausnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda og við getum gripið tækifærið. Þannig stuðlum við að minni losun, ekki bara heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Stuðningur stjórnvalda styrkir uppbyggingu á sterkri atvinnugrein, grænni tækni. Samtök iðnaðarins fagna því áherslu stjórnvalda á þessu sviði. Stóriðja er sá einstaki geiri sem losar mest hérlendis. Losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með loftslagsheimildir. Þannig sitja fyrirtækin við sama borð og önnur stórfyrirtæki í Evrópu og lúta þeim ströngu reglum sem þar gilda um vöktun losunar og kaup og sölu á losunarheimildum. Stóriðjan hefur náð gríðarlega góðum árangri og losun á hvert tonn af áli sem er framleitt hefur minnkað um rúm 70% frá árinu 1990, sem er viðmiðunarár Kyoto-samkomulagsins. Heildarlosunin hefur samt aukist talsvert samhliða aukinni framleiðslu. Orkunotkun á hvert unnið tonn af áli hefur hins vegar minnkað. Fyrirtækin leggja metnað í að ná eins góðum árangri og hægt er enda ná íslensku álfyrirtækin einna besta árangri sem þekkist í heiminum. Atvinnulífið er stór hluti vandans því þar er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda. En gleymum því ekki að atvinnulífið er hreyfiafl sem getur komið með lausnirnar. Þar sem eru breytingar, þar eru tækifæri.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar