Íslenski boltinn

Eiður Smári spilar mögulega með Blikum á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Eiður Smári Guðjohnsen gæti komið við sögu þegar Breiðablik mætir Víkingi í Bose-mótinu í Fífunni á morgun. Þetta staðfesti Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi.

„Hann tók vel í þessa hugmynd en það er ekki ákveðið. Þannig að það er ekki víst að hann spili,“ segir Arnar en Eiður Smári, sem spilaði síðast í Kína, hefur æft með Blikum síðustu vikurnar.

Sjá einnig: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína

„Það er hið besta mál að hafa hann með á æfingum enda hefur hann heilmikil gæði, strákurinn,“ segir Arnar sem þekkir vel til Eiðs Smára enda landsliðsfélagar á sínum tíma og störfuðu einnig saman hjá Club Brugge.

„Eiður Smári er alltaf 100 prósent þegar hann er að æfa. Hann er mikill fagmaður þegar kemur að æfingum og gott að hafa hann með.“

„Það hefur gefið strákunum mikið enda einn besti knattspyrnumaður okkar frá upphafi. Þetta er gaman fyrir strákana og fínt fyrir hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×