Eygló Ósk Gústafsdóttir fer vel af stað á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem hófst í Ísrael í dag.
Nú síðdegis tryggði hún sér sæti í úrslitum í 100 m baksundi er hún synti á 58,39 sekúndum sem er bæting á eigin Íslandsmeti hennar um einn hundraðshluta úr sekúndu.
Tími Eyglóar var sjá sjöundi besti í undanúrslitunum í dag en átta bestu keppa í úrslitunum sem fara fram klukkan 16.20 á morgun.

