„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2015 10:09 Gylfi Ingvarsson. vísir/vilhelm Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu í morgun. Boðuðu verkfalli starfsmanna álversins í Straumsvík var aflýst í gærkvöldi. Kjaradeilan er þó enn óleyst, meðal annars vegna deilna um kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Gylfi segir ekki koma til greina að starfsfólk semji þannig frá sér störfin. „Það sem rætt hefur verið í kringum okkur er að tilgangur Rio Tinto í þessu er ekki þessi harða deila við okkur heldur eitthvað annað. Annað hvort að reyna að þrýsta fram lækkun á raforkuverði eða eitthvað annað sem við erum ekki aðilar að,“ segir hann. Hugsanlega sé það rétt að loka eigi álverinu innan fimm ára. „Það er hugsanlegt. En þá verða þau að gera það á sínum forsendum, en ekki á forsendum kjaradeilna við starfsmenn fyrirtækisins. Rannveig Rist og co fengu launahækkanir í ársbyrjun og eru búin að semja við alla millistjórnendur en þar hafa ekki verið neinar kröfur um það að þeirra launahækkanir séu háðar einhverjum skilyrðum,“ segir Gylfi. „Þetta er vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug.“ Þá segir hann það hafa sannast á ögurstundu að stjórnendur álversins hafi ekki ætlað sér að semja við starfsfólkið. Ákvörðun um að aflýsa verkfallinu sé ekki til þess fallin að aðstoða eigendur eða stjórnendur fyrirtækisins við að loka álverinu. Áfram verði reynt að knýja fram gerð kjarasamninga. „Við erum enn í þeirri stöðu að við erum enn þá samningslaus og áfram undir verkstjórn ríkissáttsemjara. Aðilar þurfa að halda áfram og það er alltaf mjög súrt fyrir starfsmenn að vinna í því umhverfi að viðsemjendur okkar og atvinnurekandi vilji ekki semja við á á sömu kjörum og á almennum markaði,“ segir Gylfi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu í morgun. Boðuðu verkfalli starfsmanna álversins í Straumsvík var aflýst í gærkvöldi. Kjaradeilan er þó enn óleyst, meðal annars vegna deilna um kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Gylfi segir ekki koma til greina að starfsfólk semji þannig frá sér störfin. „Það sem rætt hefur verið í kringum okkur er að tilgangur Rio Tinto í þessu er ekki þessi harða deila við okkur heldur eitthvað annað. Annað hvort að reyna að þrýsta fram lækkun á raforkuverði eða eitthvað annað sem við erum ekki aðilar að,“ segir hann. Hugsanlega sé það rétt að loka eigi álverinu innan fimm ára. „Það er hugsanlegt. En þá verða þau að gera það á sínum forsendum, en ekki á forsendum kjaradeilna við starfsmenn fyrirtækisins. Rannveig Rist og co fengu launahækkanir í ársbyrjun og eru búin að semja við alla millistjórnendur en þar hafa ekki verið neinar kröfur um það að þeirra launahækkanir séu háðar einhverjum skilyrðum,“ segir Gylfi. „Þetta er vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug.“ Þá segir hann það hafa sannast á ögurstundu að stjórnendur álversins hafi ekki ætlað sér að semja við starfsfólkið. Ákvörðun um að aflýsa verkfallinu sé ekki til þess fallin að aðstoða eigendur eða stjórnendur fyrirtækisins við að loka álverinu. Áfram verði reynt að knýja fram gerð kjarasamninga. „Við erum enn í þeirri stöðu að við erum enn þá samningslaus og áfram undir verkstjórn ríkissáttsemjara. Aðilar þurfa að halda áfram og það er alltaf mjög súrt fyrir starfsmenn að vinna í því umhverfi að viðsemjendur okkar og atvinnurekandi vilji ekki semja við á á sömu kjörum og á almennum markaði,“ segir Gylfi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30