Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2015 11:46 vísir/gva Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. Um sé að ræða bæði sanngjarnar og samkeppnishæfar kröfur. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum – en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við erum ekki að biðja um þessum sérstöku reglum sem okkur gilda verði hent út, heldur að þeim verði breytt. Þannig að við teljum afstöðu okkar sanngjarna og hófstillta hvað það varðar. Það hefði alveg verið hægt að ganga lengra, en við gerðum það ekki,“ segir Ólafur. Kjaradeila starfsmanna álversins er í algjörum hnút og bendir flest til þess að verkfall hefjist á miðnætti. Þá verður hafist handa við að slökkva á kerjum álversins og ríkir því mikil óvissa um framtíð þess. „Núna bíðum við eftir að sjá hvort viðsemjendur okkar séu tilbúnir til að ræða okkar sanngjörnu kröfu um að færast nær því viðskiptaumhverfi sem önnur umhverfi hafa varðandi verktöku. Ef ekki þá stefnir að óbreyttu í verkfall,“ segir Ólafur. „Okkar vilji númer eitt, tvö og þrjú er að ná samningum og við teljum allar forsendur til þess. Við erum að greiða samkeppnishæf laun, bjóða sanngjarnar hækkanir og ekki að fara fram á neitt sem önnur fyrirtæki á Íslandi hafa ekki. Þannig að við teljum allar forsendur til að semja.“ Fundur stendur yfir innan samninganefndar starfsmanna álversins í Straumsvík. Gylfi Ingvarsson, talsmaður nefndarinnar, gaf ekki kost á viðtali en sagðist nokkuð vondaufur á að sátt náist. Fyrirhugað verkfall jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar, enda kostnaður við að endurræsa kerin umtalsverður. „Kostnaður við að endurræsa hleypur á hundruðum milljóna. Það er alveg ljóst. Þannig að þetta er niðurstaða sem enginn vill sjá,“ segir Ólafur Teitur. Samningafundi deiluaðila lauk í hádeginu í gær, án niðurstöðu. Hann hafði þá staðið yfir í tæpa klukkustund og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. Um sé að ræða bæði sanngjarnar og samkeppnishæfar kröfur. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum – en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við erum ekki að biðja um þessum sérstöku reglum sem okkur gilda verði hent út, heldur að þeim verði breytt. Þannig að við teljum afstöðu okkar sanngjarna og hófstillta hvað það varðar. Það hefði alveg verið hægt að ganga lengra, en við gerðum það ekki,“ segir Ólafur. Kjaradeila starfsmanna álversins er í algjörum hnút og bendir flest til þess að verkfall hefjist á miðnætti. Þá verður hafist handa við að slökkva á kerjum álversins og ríkir því mikil óvissa um framtíð þess. „Núna bíðum við eftir að sjá hvort viðsemjendur okkar séu tilbúnir til að ræða okkar sanngjörnu kröfu um að færast nær því viðskiptaumhverfi sem önnur umhverfi hafa varðandi verktöku. Ef ekki þá stefnir að óbreyttu í verkfall,“ segir Ólafur. „Okkar vilji númer eitt, tvö og þrjú er að ná samningum og við teljum allar forsendur til þess. Við erum að greiða samkeppnishæf laun, bjóða sanngjarnar hækkanir og ekki að fara fram á neitt sem önnur fyrirtæki á Íslandi hafa ekki. Þannig að við teljum allar forsendur til að semja.“ Fundur stendur yfir innan samninganefndar starfsmanna álversins í Straumsvík. Gylfi Ingvarsson, talsmaður nefndarinnar, gaf ekki kost á viðtali en sagðist nokkuð vondaufur á að sátt náist. Fyrirhugað verkfall jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar, enda kostnaður við að endurræsa kerin umtalsverður. „Kostnaður við að endurræsa hleypur á hundruðum milljóna. Það er alveg ljóst. Þannig að þetta er niðurstaða sem enginn vill sjá,“ segir Ólafur Teitur. Samningafundi deiluaðila lauk í hádeginu í gær, án niðurstöðu. Hann hafði þá staðið yfir í tæpa klukkustund og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30