Umfjöllun og viðtöl: Afturelding með rándýran útisigur á ÍBV Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 20. desember 2015 00:01 Eyjamenn standa þétt saman í dag. vísir/pjetur Afturelding vann sterkan 28-26 útisigur á ÍBV í dag og tryggði sér þar með farseðilinn í deildarbikarinn sem fram fer milli jóla og nýárs. Pálmar Pétursson var fjarri góðu gamni í liði gestanna en Grétar Þór Eyþórsson var vant við látinn í liði ÍBV. Sindri Haraldsson var þó aftur kominn inn í hóp ÍBV en hann fékk að spila nokkrar mínútur í dag. Einungis einu stigi munaði á liðunum fyrir leikinn sem var úrslitaleikur um það hvort liðið færi í deildarbikarinn. Jafntefli nægði ÍBV þar sem þeir voru ofar. Blaðamaður hefur varla séð jafnari byrjun á leik þar sem einungis einu marki munaði á liðunum mest allan leikinn. Heimamenn komust yfir á fyrstu mínútu en það var í eina skiptið sem ÍBV leiddi í leiknum. Vörn gestanna var mjög góð en hún er sniðin út frá 5-1 vörn Eyjamanna sem gerði garðinn frægan í Íslandsmótinu árið 2014. Markverðir liðanna voru einnig frábærir í fyrri hálfleik varði Kolbeinn Aron Arnarson tvö vítaköst en Davíð Svansson eitt. Í seinni hálfleik var það sama uppi á teningnum, Eyjamenn jöfnuðu og síðan komust gestirnir yfir. Þannig var sagan í þó nokkurn tíma. Nökkvi Dan Elliðason stimplaði sig enn og aftur inn í liðið með fjórum af fimm mörkum ÍBV á kafla í síðari hálfleik. Tvö rauð spjöld fóru á loft eftir rúmar 45 mínútur þegar Þrándi Gíslasyni og Magnúsi Stefánssyni lenti saman. Þá var Brynjar Karl Óskarsson ósáttur með framkomu Þrándar en það endaði með öðru rauða spjaldi. Dómararnir sendu því Brynjar og Þránd í sturtu. Þetta virtist kveikja í gestunum sem gengu á lagið og komust þremur mörkum yfir þegar lítið var eftir. Það var einfaldlega ekki nægur kraftur í leikmönnum ÍBV til að koma til baka og það sást að Grétar Þór Eyþórsson var ekki til staðar þar sem að karakterinn var ekki mikill. Nýjasti íslenski ríkisborgarinn, Stephen Nielsen, varði mark Eyjamanna síðustu mínútur leiksins en hann varði sjö af þeim fimmtán skotum sem hann fékk á sig. Það var aftur en ekki nóg þar sem að gestirnir lönduðu að lokum tveggja marka sigri, það var einnig ljóst að þeim langaði mun meira að fara í deildarbikarinn heldur en leikmönnum ÍBV. Árni Bragi Eyjólfsson og Birkir Benediktsson fóru mikinn í liði gestanna en Árni skoraði átta og Birkir fimm. Theodór Sigurbjörnsson og Kári Kristján Kristjánsson voru atkvæðamestir í liði ÍBV. Teddi skoraði sex mörk en Kári gerði fimm og fiskaði þrjú vítaköst. ÍBV er því í fimmta sæti deildarinnar en eins og áður segir lyfti Afturelding sér úr sjötta sætinu í það fjórða. Davíð: Frábær úrslit„Við erum gríðarlega ánægðir, þetta var hörkuleikur og frábær úrslit,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, eftir sigurinn. „Við vorum að spila betri sóknarleik en við höfum verið að gera undanfarið. Undir lokin þegar á reyndi sýndum við hörku karakter og liðsanda sem skóp þennan sigur.“ Davíð segir að liðið hafi alltaf haldið Eyjamönnum í skefjum allan leikinn. Liðið komst með sigrinum í deildarbikarinn. „Við ætlum að keppa um alla bikara sem í boði er og því er það jákvætt.“ Arnar: Lentum í vandræðum með þá varnarlega„Ég er svosem sáttur með margt í okkar leik, en sumt ekki,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við lentum bara í vandræðum með þá varnarlega og þeir voru að spila vel. Það er erfitt að elta allan leikinn.“ Arnar segist vera ánægður með hvað margir ungir leikmenn fengu tækifærið hjá ÍBV í kvöld. „Þetta fer í reynslubankann hjá þeim og við byggjum bara ofan á þetta,“ segir Arnar sem var ekki ánægður með að tapa sætinu í deildarbikarnum. Olís-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Afturelding vann sterkan 28-26 útisigur á ÍBV í dag og tryggði sér þar með farseðilinn í deildarbikarinn sem fram fer milli jóla og nýárs. Pálmar Pétursson var fjarri góðu gamni í liði gestanna en Grétar Þór Eyþórsson var vant við látinn í liði ÍBV. Sindri Haraldsson var þó aftur kominn inn í hóp ÍBV en hann fékk að spila nokkrar mínútur í dag. Einungis einu stigi munaði á liðunum fyrir leikinn sem var úrslitaleikur um það hvort liðið færi í deildarbikarinn. Jafntefli nægði ÍBV þar sem þeir voru ofar. Blaðamaður hefur varla séð jafnari byrjun á leik þar sem einungis einu marki munaði á liðunum mest allan leikinn. Heimamenn komust yfir á fyrstu mínútu en það var í eina skiptið sem ÍBV leiddi í leiknum. Vörn gestanna var mjög góð en hún er sniðin út frá 5-1 vörn Eyjamanna sem gerði garðinn frægan í Íslandsmótinu árið 2014. Markverðir liðanna voru einnig frábærir í fyrri hálfleik varði Kolbeinn Aron Arnarson tvö vítaköst en Davíð Svansson eitt. Í seinni hálfleik var það sama uppi á teningnum, Eyjamenn jöfnuðu og síðan komust gestirnir yfir. Þannig var sagan í þó nokkurn tíma. Nökkvi Dan Elliðason stimplaði sig enn og aftur inn í liðið með fjórum af fimm mörkum ÍBV á kafla í síðari hálfleik. Tvö rauð spjöld fóru á loft eftir rúmar 45 mínútur þegar Þrándi Gíslasyni og Magnúsi Stefánssyni lenti saman. Þá var Brynjar Karl Óskarsson ósáttur með framkomu Þrándar en það endaði með öðru rauða spjaldi. Dómararnir sendu því Brynjar og Þránd í sturtu. Þetta virtist kveikja í gestunum sem gengu á lagið og komust þremur mörkum yfir þegar lítið var eftir. Það var einfaldlega ekki nægur kraftur í leikmönnum ÍBV til að koma til baka og það sást að Grétar Þór Eyþórsson var ekki til staðar þar sem að karakterinn var ekki mikill. Nýjasti íslenski ríkisborgarinn, Stephen Nielsen, varði mark Eyjamanna síðustu mínútur leiksins en hann varði sjö af þeim fimmtán skotum sem hann fékk á sig. Það var aftur en ekki nóg þar sem að gestirnir lönduðu að lokum tveggja marka sigri, það var einnig ljóst að þeim langaði mun meira að fara í deildarbikarinn heldur en leikmönnum ÍBV. Árni Bragi Eyjólfsson og Birkir Benediktsson fóru mikinn í liði gestanna en Árni skoraði átta og Birkir fimm. Theodór Sigurbjörnsson og Kári Kristján Kristjánsson voru atkvæðamestir í liði ÍBV. Teddi skoraði sex mörk en Kári gerði fimm og fiskaði þrjú vítaköst. ÍBV er því í fimmta sæti deildarinnar en eins og áður segir lyfti Afturelding sér úr sjötta sætinu í það fjórða. Davíð: Frábær úrslit„Við erum gríðarlega ánægðir, þetta var hörkuleikur og frábær úrslit,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, eftir sigurinn. „Við vorum að spila betri sóknarleik en við höfum verið að gera undanfarið. Undir lokin þegar á reyndi sýndum við hörku karakter og liðsanda sem skóp þennan sigur.“ Davíð segir að liðið hafi alltaf haldið Eyjamönnum í skefjum allan leikinn. Liðið komst með sigrinum í deildarbikarinn. „Við ætlum að keppa um alla bikara sem í boði er og því er það jákvætt.“ Arnar: Lentum í vandræðum með þá varnarlega„Ég er svosem sáttur með margt í okkar leik, en sumt ekki,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við lentum bara í vandræðum með þá varnarlega og þeir voru að spila vel. Það er erfitt að elta allan leikinn.“ Arnar segist vera ánægður með hvað margir ungir leikmenn fengu tækifærið hjá ÍBV í kvöld. „Þetta fer í reynslubankann hjá þeim og við byggjum bara ofan á þetta,“ segir Arnar sem var ekki ánægður með að tapa sætinu í deildarbikarnum.
Olís-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira