Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2015 11:48 Magnús Guðmundsson á leið í gæsluvarðhald í maí 2010 Vísir/Anton Guðmundur Guðbjarnason, fyrrverandi skattrannsóknarstjóri og faðir Magnúsar Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, veltir upp þeirri spurningu hvort Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sé vanhæfur í starfi. Hann sé líklegur til þess að dæma menn eftir því hvernig vindar blása í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í aðsendri grein Guðmundar í Morgunblaðinu í dag. Magnús afplánar sem kunnugt er fangelsisdóm að Kvíabryggju eftir að hafa verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að tveimur hrunmálum sem Sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Er annars vegar um að ræða Al-Thani málið og hins vegar Marple-málið. Var Símon dómari í báðum málum. Símon er innan lögfræðistéttarinnar og víðar þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfallið er í málum þar sem hann er dómari.Símon Sigvaldason.Guðmundur vísar til ummæla Símons í viðtali á Rás 2 í síðustu viku þar sem hann sagði að þrýstingur almennings hefði að einhverju leyti áhrif á ákvörðun refsinga en til umræðu voru kynferðisbrotamál. „Það er alveg ábyggilegt að þar hefur viðhorf almennings haft áhrif. Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Dregur Guðmundur þá ályktun að Símon hafi með almenningsálitið að leiðarljósi dæmt son sinn til fangelsisvistar án raunverulegra sannana. Árin eftir hrun hafi almenningur og embætti sérstaks saksóknara kallað eftir blóði. Guðmundur hefði þó talið að dómstólar myndu standa í fæturna „á sama tíma og hið sérstaka saksóknaraembætti beitti ólögmætum aðgerðum eins og að hlera símtöl sakborninga og lögmanna þeirra, meina sakborningum aðgang að gögnum sem sýna fram á sakleysi, tilfangslausum gæsluvarðhöldum og farbönnum svo eitthvað sé nefnt.“Sigurður G. GuðjónssonVísir/GVASigurður G. Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings í málum sérstaks saksóknara, fagnar grein Guðmundar og gagnrýnir embættið sérstaks, ekki í fyrsta skipti. Hann fagnar því að embættið verður lagt niður um áramót en sem kunnugt er kemur embætti héraðssaksóknara við í staðinn. „Sennilega mun enginn sakna þess, nema fréttastofa RÚV og verktakarnir sem grætt hafa á tilvist embættis sérstaks saksóknara. Embættið hefur á hinum skamma líftíma orðið uppvíst af fleiri og alvarlegri brotum gegn réttindum sakaðra manna en dæmi eru um hér á landi,“ segir Sigurður á Facebook.Vísir hefur fjallað ítarlega um hrunmálin undanfarin ár og hér má lesa samantekt um stöðu mála eins og hún var í október síðastliðnum. Síðan hafa meðal annars Birkir Kristinsson og fyrrverandi starfsmenn Glitnis fengið fangelsisdóma staðfesta í Hæstarétti. Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Lýsa eftir Herdísi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Innlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Fleiri fréttir Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Lýsa eftir Herdísi Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Sjá meira
Guðmundur Guðbjarnason, fyrrverandi skattrannsóknarstjóri og faðir Magnúsar Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, veltir upp þeirri spurningu hvort Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sé vanhæfur í starfi. Hann sé líklegur til þess að dæma menn eftir því hvernig vindar blása í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í aðsendri grein Guðmundar í Morgunblaðinu í dag. Magnús afplánar sem kunnugt er fangelsisdóm að Kvíabryggju eftir að hafa verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að tveimur hrunmálum sem Sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Er annars vegar um að ræða Al-Thani málið og hins vegar Marple-málið. Var Símon dómari í báðum málum. Símon er innan lögfræðistéttarinnar og víðar þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfallið er í málum þar sem hann er dómari.Símon Sigvaldason.Guðmundur vísar til ummæla Símons í viðtali á Rás 2 í síðustu viku þar sem hann sagði að þrýstingur almennings hefði að einhverju leyti áhrif á ákvörðun refsinga en til umræðu voru kynferðisbrotamál. „Það er alveg ábyggilegt að þar hefur viðhorf almennings haft áhrif. Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Dregur Guðmundur þá ályktun að Símon hafi með almenningsálitið að leiðarljósi dæmt son sinn til fangelsisvistar án raunverulegra sannana. Árin eftir hrun hafi almenningur og embætti sérstaks saksóknara kallað eftir blóði. Guðmundur hefði þó talið að dómstólar myndu standa í fæturna „á sama tíma og hið sérstaka saksóknaraembætti beitti ólögmætum aðgerðum eins og að hlera símtöl sakborninga og lögmanna þeirra, meina sakborningum aðgang að gögnum sem sýna fram á sakleysi, tilfangslausum gæsluvarðhöldum og farbönnum svo eitthvað sé nefnt.“Sigurður G. GuðjónssonVísir/GVASigurður G. Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings í málum sérstaks saksóknara, fagnar grein Guðmundar og gagnrýnir embættið sérstaks, ekki í fyrsta skipti. Hann fagnar því að embættið verður lagt niður um áramót en sem kunnugt er kemur embætti héraðssaksóknara við í staðinn. „Sennilega mun enginn sakna þess, nema fréttastofa RÚV og verktakarnir sem grætt hafa á tilvist embættis sérstaks saksóknara. Embættið hefur á hinum skamma líftíma orðið uppvíst af fleiri og alvarlegri brotum gegn réttindum sakaðra manna en dæmi eru um hér á landi,“ segir Sigurður á Facebook.Vísir hefur fjallað ítarlega um hrunmálin undanfarin ár og hér má lesa samantekt um stöðu mála eins og hún var í október síðastliðnum. Síðan hafa meðal annars Birkir Kristinsson og fyrrverandi starfsmenn Glitnis fengið fangelsisdóma staðfesta í Hæstarétti.
Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Lýsa eftir Herdísi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Innlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Fleiri fréttir Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Lýsa eftir Herdísi Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Sjá meira