Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Fram 22-21 | Árni Bragi hetja Aftureldingar með flautumarki Anton Ingi Leifsson í N1-höllinni að Varmá skrifar 17. desember 2015 21:45 Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 12 mörk í kvöld, þ.á.m. sigurmark Aftureldingar. vísir/ernir Árni Bragi Eyjólfsson reyndist hetja Aftureldingar gegn Fra þegar hann skoraði úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Fram hafði jafnað í sókninni á undan, en Afturelding vann sinn fyrsta sigur í síðustu fjórum leikjum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísi, var í N1-höllinni í Mosfellsbæ og tók meðfylgjandi myndir. Afturelding var ávallt skrefi á undan, en karakterinn í gestunum að gefast aldrei upp var til fyrirmyndar. Árni Bragi Eyjólfsson og Davíð Svansson fóru fyrir heimamönnu; Árni Bragi skoraði tólf mörk og Davíð með tæplega 50% markvörslu. Það rigndi ekki inn mörkunum fyrstu mínúturnar, en það voru gestirnir úr Safamýri sem byrjuðu betur. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin og það var ekki fyrr en á sjöundu mínútu sem fyrsta mark mark Aftureldingar leit í ljós, en þá skoruðu þeir þrjú mörk í röð. Davíð Svansson var byrjaður að verja í markinu og vörnin að herðast. Hjá gestunum var afar lítið að frétta eftir virkilega öfluga byrjun. Framarar voru að gera of mikið af klaufalegum mistökum í fyrri hálfleik. Þeir köstuðu til að mynda boltanum tvisvar beint útaf vellinum og sóknarleikurinn gekk illa. Heimamenn skoruðu fjögur mörk undir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 7-6 í 11-6. Davíð Svansson fór á kostum í markinu auk þess sem Árni Bragi Eyjólfsson refsaði Frömurum grimmilega, en hann var kominn með sjö mörk í fyrri hálfleik. 13-9 var staðan þegar flautan í N1-höllinni í Varmá gall og liðin héldu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur byrjaði vel fyrir Framara því eftir nokkrar mínútur voru þeir búnir að minnka muninn í tvö mörk, 14-12. Þá vöknuðu heimamenn aftur til lífsins og skoruðu þrjú mörk og þjálfari Fram, Guðlaugur Arnarsson, neyddist til að taka leikhlé. Fram þurfti að hafa rosalega mikið fyrir hverju einasta marki sem það skoraði þar sem Afturelding spilaði gífurlega sterk fimm plús einn vörn með Davíð í frábæru formi í markinu. Gestirnir úr Safamýrinni voru þó aldrei langt undan og þegar tíu mínútur voru til leiksloka skildu einungis tvö mörk liðin að, 18-16. Þegar rúmar tvær mínútur voru eftir leiddu heimamenn með þremur mörkum, 21-18, og nokkrir áhorfendur voru búnir að koma sér þægilega fyrir á pöllunum. Gestirnir hertu þá vörn sína og sóknarleikur heimamanna varð vandræðalegur. Garðar B. Sigurjónsson jafnaði metin af vítalínunni sextán sekúndum fyrir leikslok eftir vafasaman vítakastdóm að mati heimamanna, en hinu megin dæmdu dómararnir aftur víti þegar Árni Bragi fór inn úr þröngu færi. Framarar urðu æfir, en dómnum var, eðlilega, ekki breytt. Árni Bragi steig á vítalínunni og skoraði og út brutust mikil fagnaðarlæti. Lokatölur 22-21. Það ótrúlegasta við sigur Aftureldingar eru að einungis fjórir menn komust á blað á meðan helmingi fleiri eða átta leikmenn skoruðu eitt mark eða fleiri hjá gestunum. Árni Bragi var magnaður í horninu; skoraði tólf mörk úr öllum regnboganslitum og Davíð var, eins og áður segir, frábær í markinu. Afturelding er í sjötta sætinu með sautján stig. Hjá Fram var Þorgrímur Smári markahæstur með sex mörk og Kristófer Fannar átti mjög fínan leik í markinu, en hann var með 45% markvörslu. Fram fer inn í jólafríið í þriðja sæti deildarinnar, en þeir eru með 21 stig eftir leikina átján sem búnir eru.Árni Bragi: Hefði verið rán hefðum við fengið eitthvað annað en tvö stig „Þetta var geggjaður leikur. Þetta hefði bara verið rán hefði við fengið eitthvað annað en tvö stig út úr þessum leik,” sagði hetja Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson, við Vísi í leikslok. „Þetta var mjög flottur leikur hjá okkur lang stærstan hluta af leiknum og óþarfi að hleypa þeim aftur inn í leikinn. Það var bara okkur að kenna. Við vorum að klúðra dauðafærum og svona, en miklu skemmtilegra að vinna svona.” Afturelding var komið með góða forystu þegar lítið var eftir, en Garðar B. Sigurjónsson jafnaði þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum. Það fór um Árna Braga þá, en hann segir að hann hafi ekki haldið að þeir hafi verið búnir að klúðra leiknum. „Við vorum með klúðrað stig þá, en það voru fimmtán sekúndur eftir og maður áttaði sig bara fyrst á þessu eftir leikinn.” Í fyrri leik liðanna var ekki mikið skorað, en í kvöld voru skoruð fleiri mörk og hraðinn var mikill og leikurinn skemmtilegur. „Í fyrri leiknum voru þeir að spila rosalega framliggjandi vörn á okkur og við höfðum engin svör. Við vorum heppnir í þeim leik, því sóknin var steingeld, en vörnin og markvarslan var góð. Við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og leystum þessa vörn mjög vel í dag.” „Mér fannst ég skulda svona leik eftir að ég meiddist. Ég var búinn að vera frá og það var mikilvægt að ná svona góðum leik fyrir pásu,” en Árni Bragi fór á kostum í leiknum og skoraði ellefu mörk. „Þetta var rosalega mikilvæg stig. Hver leikur er bara eins og bikarleikur. Ef maður horfði á töfluna fyrir leik þá vorum við botninn, en núna erum við kominn hærra og í efri baráttuna. Það var því rosalega mikilvægt að taka tvö stig í dag,” sagði Árni Bragi við Vísi í leikslok.Guðlaugur: Ógeðslega svekktur með að stigið hafi verið tekið af okkur „Ég er rosalega svekktur að hafa tapað. Mér fannst við vera búnir að vinna fyrir stigi þarna í lokin og ég er ógeðslega svekktur með að það hafi verið tekið af okkur,” sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, hundsvekktur við Vísi í leikslok. „Það er ofboðslega mikill karakter hjá okkur að koma til baka. Þeir eru betri en við heilt yfir og við erum að ströggla. Þeir spiluðu góða vörn og Davíð var að verja vel í markinu.” „Við áttum í smá vandræðum með að skora, en við héldum alltaf áfram og við erum alltaf líklegir þegar við dettum í smá gír. Þetta var bara frábær karakter og það er eitthvað sem ég veit að býr í okkar hóp.” Framarar voru gífurlega ósáttir með vítakastdóminn sem tryggði Aftureldingu sigur í leiknum og var Guðlaugur súr varðandi þann dóm. „Þeir voru búnir að sleppa svona atriði fyrr í leiknum sem var nákvæmlega eins. Það er bara ekki nógu gott. Maður á að segja sem minnst um dómarana í þessu, en mér fannst þeir bara ekki að standa sig nægilega vel hér í dag. Ég segi ekki meira um það.” „Ég var ánægðastur með karakterinn í dag. Við erum ekki að spila nægilega vel og karakterinn hjá okkur að halda áfram og hafa trú á verkefninu. Við hefðum getað gefist upp fjórum til fimm mörkum undir og misst hausinn, en við héldum áfram og erum að koma okkur í færi.” „Davíð var að verja vel frá okkur. Við förum með tvö víti og örugglega sex dauðafæri, en ég er fyrst og fremst ánægðastur með karakterinn og baráttuna.” Fram er nú komið í jólafrí, að undanskildum deildarbikarnum milli jóla og nýárs, og Guðlaugur sé fríið kærkomið. „Nú hefst bara undirbúningur og við erum ánægðir með þennan fyrri hluta. Við þurfum bara að vinna vel í okkur í fríinu og það er deildarbikarinn milli jóla og nýárs sem er bara gaman að taka þátt í. Svo förum við bara inn í janúar tilbúnir að æfa og standa okkur. Okkur veitir ekkert að því til að koma okkur aftur saman og koma okkur aftur á beinu brautina,” voru lokaorð Guðlaugar í leikslok.Guðlaugur var ekki sáttur með vítakastdóminn í lokin.vísir/ernirÁrni skorar eitt 12 marka sinna í leiknum.vísir/ernir Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Árni Bragi Eyjólfsson reyndist hetja Aftureldingar gegn Fra þegar hann skoraði úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Fram hafði jafnað í sókninni á undan, en Afturelding vann sinn fyrsta sigur í síðustu fjórum leikjum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísi, var í N1-höllinni í Mosfellsbæ og tók meðfylgjandi myndir. Afturelding var ávallt skrefi á undan, en karakterinn í gestunum að gefast aldrei upp var til fyrirmyndar. Árni Bragi Eyjólfsson og Davíð Svansson fóru fyrir heimamönnu; Árni Bragi skoraði tólf mörk og Davíð með tæplega 50% markvörslu. Það rigndi ekki inn mörkunum fyrstu mínúturnar, en það voru gestirnir úr Safamýri sem byrjuðu betur. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin og það var ekki fyrr en á sjöundu mínútu sem fyrsta mark mark Aftureldingar leit í ljós, en þá skoruðu þeir þrjú mörk í röð. Davíð Svansson var byrjaður að verja í markinu og vörnin að herðast. Hjá gestunum var afar lítið að frétta eftir virkilega öfluga byrjun. Framarar voru að gera of mikið af klaufalegum mistökum í fyrri hálfleik. Þeir köstuðu til að mynda boltanum tvisvar beint útaf vellinum og sóknarleikurinn gekk illa. Heimamenn skoruðu fjögur mörk undir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 7-6 í 11-6. Davíð Svansson fór á kostum í markinu auk þess sem Árni Bragi Eyjólfsson refsaði Frömurum grimmilega, en hann var kominn með sjö mörk í fyrri hálfleik. 13-9 var staðan þegar flautan í N1-höllinni í Varmá gall og liðin héldu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur byrjaði vel fyrir Framara því eftir nokkrar mínútur voru þeir búnir að minnka muninn í tvö mörk, 14-12. Þá vöknuðu heimamenn aftur til lífsins og skoruðu þrjú mörk og þjálfari Fram, Guðlaugur Arnarsson, neyddist til að taka leikhlé. Fram þurfti að hafa rosalega mikið fyrir hverju einasta marki sem það skoraði þar sem Afturelding spilaði gífurlega sterk fimm plús einn vörn með Davíð í frábæru formi í markinu. Gestirnir úr Safamýrinni voru þó aldrei langt undan og þegar tíu mínútur voru til leiksloka skildu einungis tvö mörk liðin að, 18-16. Þegar rúmar tvær mínútur voru eftir leiddu heimamenn með þremur mörkum, 21-18, og nokkrir áhorfendur voru búnir að koma sér þægilega fyrir á pöllunum. Gestirnir hertu þá vörn sína og sóknarleikur heimamanna varð vandræðalegur. Garðar B. Sigurjónsson jafnaði metin af vítalínunni sextán sekúndum fyrir leikslok eftir vafasaman vítakastdóm að mati heimamanna, en hinu megin dæmdu dómararnir aftur víti þegar Árni Bragi fór inn úr þröngu færi. Framarar urðu æfir, en dómnum var, eðlilega, ekki breytt. Árni Bragi steig á vítalínunni og skoraði og út brutust mikil fagnaðarlæti. Lokatölur 22-21. Það ótrúlegasta við sigur Aftureldingar eru að einungis fjórir menn komust á blað á meðan helmingi fleiri eða átta leikmenn skoruðu eitt mark eða fleiri hjá gestunum. Árni Bragi var magnaður í horninu; skoraði tólf mörk úr öllum regnboganslitum og Davíð var, eins og áður segir, frábær í markinu. Afturelding er í sjötta sætinu með sautján stig. Hjá Fram var Þorgrímur Smári markahæstur með sex mörk og Kristófer Fannar átti mjög fínan leik í markinu, en hann var með 45% markvörslu. Fram fer inn í jólafríið í þriðja sæti deildarinnar, en þeir eru með 21 stig eftir leikina átján sem búnir eru.Árni Bragi: Hefði verið rán hefðum við fengið eitthvað annað en tvö stig „Þetta var geggjaður leikur. Þetta hefði bara verið rán hefði við fengið eitthvað annað en tvö stig út úr þessum leik,” sagði hetja Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson, við Vísi í leikslok. „Þetta var mjög flottur leikur hjá okkur lang stærstan hluta af leiknum og óþarfi að hleypa þeim aftur inn í leikinn. Það var bara okkur að kenna. Við vorum að klúðra dauðafærum og svona, en miklu skemmtilegra að vinna svona.” Afturelding var komið með góða forystu þegar lítið var eftir, en Garðar B. Sigurjónsson jafnaði þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum. Það fór um Árna Braga þá, en hann segir að hann hafi ekki haldið að þeir hafi verið búnir að klúðra leiknum. „Við vorum með klúðrað stig þá, en það voru fimmtán sekúndur eftir og maður áttaði sig bara fyrst á þessu eftir leikinn.” Í fyrri leik liðanna var ekki mikið skorað, en í kvöld voru skoruð fleiri mörk og hraðinn var mikill og leikurinn skemmtilegur. „Í fyrri leiknum voru þeir að spila rosalega framliggjandi vörn á okkur og við höfðum engin svör. Við vorum heppnir í þeim leik, því sóknin var steingeld, en vörnin og markvarslan var góð. Við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og leystum þessa vörn mjög vel í dag.” „Mér fannst ég skulda svona leik eftir að ég meiddist. Ég var búinn að vera frá og það var mikilvægt að ná svona góðum leik fyrir pásu,” en Árni Bragi fór á kostum í leiknum og skoraði ellefu mörk. „Þetta var rosalega mikilvæg stig. Hver leikur er bara eins og bikarleikur. Ef maður horfði á töfluna fyrir leik þá vorum við botninn, en núna erum við kominn hærra og í efri baráttuna. Það var því rosalega mikilvægt að taka tvö stig í dag,” sagði Árni Bragi við Vísi í leikslok.Guðlaugur: Ógeðslega svekktur með að stigið hafi verið tekið af okkur „Ég er rosalega svekktur að hafa tapað. Mér fannst við vera búnir að vinna fyrir stigi þarna í lokin og ég er ógeðslega svekktur með að það hafi verið tekið af okkur,” sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, hundsvekktur við Vísi í leikslok. „Það er ofboðslega mikill karakter hjá okkur að koma til baka. Þeir eru betri en við heilt yfir og við erum að ströggla. Þeir spiluðu góða vörn og Davíð var að verja vel í markinu.” „Við áttum í smá vandræðum með að skora, en við héldum alltaf áfram og við erum alltaf líklegir þegar við dettum í smá gír. Þetta var bara frábær karakter og það er eitthvað sem ég veit að býr í okkar hóp.” Framarar voru gífurlega ósáttir með vítakastdóminn sem tryggði Aftureldingu sigur í leiknum og var Guðlaugur súr varðandi þann dóm. „Þeir voru búnir að sleppa svona atriði fyrr í leiknum sem var nákvæmlega eins. Það er bara ekki nógu gott. Maður á að segja sem minnst um dómarana í þessu, en mér fannst þeir bara ekki að standa sig nægilega vel hér í dag. Ég segi ekki meira um það.” „Ég var ánægðastur með karakterinn í dag. Við erum ekki að spila nægilega vel og karakterinn hjá okkur að halda áfram og hafa trú á verkefninu. Við hefðum getað gefist upp fjórum til fimm mörkum undir og misst hausinn, en við héldum áfram og erum að koma okkur í færi.” „Davíð var að verja vel frá okkur. Við förum með tvö víti og örugglega sex dauðafæri, en ég er fyrst og fremst ánægðastur með karakterinn og baráttuna.” Fram er nú komið í jólafrí, að undanskildum deildarbikarnum milli jóla og nýárs, og Guðlaugur sé fríið kærkomið. „Nú hefst bara undirbúningur og við erum ánægðir með þennan fyrri hluta. Við þurfum bara að vinna vel í okkur í fríinu og það er deildarbikarinn milli jóla og nýárs sem er bara gaman að taka þátt í. Svo förum við bara inn í janúar tilbúnir að æfa og standa okkur. Okkur veitir ekkert að því til að koma okkur aftur saman og koma okkur aftur á beinu brautina,” voru lokaorð Guðlaugar í leikslok.Guðlaugur var ekki sáttur með vítakastdóminn í lokin.vísir/ernirÁrni skorar eitt 12 marka sinna í leiknum.vísir/ernir
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira