Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grótta 26-27 | Sterkur útisigur hjá Gróttu Stefán Árni Pálsson í Austurbergi skrifar 16. desember 2015 14:52 Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk í liði Gróttu. Vísir/ernir Grótta vann frábæran útisigur á ÍR, 27-26, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR byrjaði leikinn mun betur en Grótta svaraði í síðari hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Austurberginu og tók meðfylgjandi myndir. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn í ÍR fínum tökum á leiknum. Þeir náðu mest sex marka forskoti og voru að leika sérstaklega vel. Beittu hröðum upphlaupum og spiluðu varnarleikinn fast en jafnframt vel. Grótta náði örlítið að klóra í bakkann undir lok hálfleiksins og minnkuðu muninn í 16-13 sem var staðan eftir 30 mínútna leik. Í upphafi síðari hálfleiksins voru það gestirnir sem byrjuðu betur og tók þá aðeins sjö mínútur að jafna leikinn 17-17. Grótta náði hægt og rólega tökum á leiknum og var liðið komið tveimur mörkum yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Þá fóru heimamenn aftur í gang og skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 21-20 sér í vil. Mikil spenna var út leiktímann en það voru samt sem áður Gróttumenn sem náðu að tryggja sér stigin tvö undir lokin og lauk leiknum með 27-26 sigri gestanna. ÍR-ingar þurfa nauðsynlega að skoða sinn sóknarleik, en leikmenn liðsins tóku oft upp á því í leiknum að taka einkennileg og mjög svo ótímabær skot. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Gróttu í kvöld en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Bjarni: Einhver djöfull á öxlunum á þeim„Við bara leyfðum þeim að komast inn í leikinn algjörlega að óþörfu seinustu tíu mínúturnar í leiknum,“ segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þeir komast síðan í gang í síðari hálfleiknum þegar markvörðurinn þeirra fer að verja. Við vorum mjög agalausir í okkar leik og.“ Bjarni var ekki ánægður með ákvörðunartöku leikmanna í kvöld. „Við höfum verið að vinna með þetta lengi og menn hafa verið að bæta sig, en þetta var ekki gott í kvöld. Það virðist stundum vera einhver djöfull á öxlunum á mönnum.“ Hann segir að þegar að liðið nái nokkurra marka forskoti þá sleppa menn tökunum. Gunnar: Hrikalega sáttur með strákana„Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleiknum,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Grótta, eftir leikinn. „Það var allt of auðvelt fyrir þá að skora mörk og við vorum bara ekki að finna taktinn. Við vorum kannski dálítið lemstraðir eftir síðasta leik. Það sat í okkur kannski eitthvað svekkelsi,“ segir Gunnar en Grótta tapaði með einu marki gegn Akureyri. „Ég er hrikalega stoltur af því hvernig við náðum að vinna okkur inn í leikinn og síðan að ná að klára hann.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi bara verið aðeins klókari undir lokin. „Við vorum þolinmóðari og ég er bara hrikalega sáttur með það hvernig við kláruðum þennan leik.“vísir/ernir Olís-deild karla Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Grótta vann frábæran útisigur á ÍR, 27-26, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR byrjaði leikinn mun betur en Grótta svaraði í síðari hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Austurberginu og tók meðfylgjandi myndir. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn í ÍR fínum tökum á leiknum. Þeir náðu mest sex marka forskoti og voru að leika sérstaklega vel. Beittu hröðum upphlaupum og spiluðu varnarleikinn fast en jafnframt vel. Grótta náði örlítið að klóra í bakkann undir lok hálfleiksins og minnkuðu muninn í 16-13 sem var staðan eftir 30 mínútna leik. Í upphafi síðari hálfleiksins voru það gestirnir sem byrjuðu betur og tók þá aðeins sjö mínútur að jafna leikinn 17-17. Grótta náði hægt og rólega tökum á leiknum og var liðið komið tveimur mörkum yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Þá fóru heimamenn aftur í gang og skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 21-20 sér í vil. Mikil spenna var út leiktímann en það voru samt sem áður Gróttumenn sem náðu að tryggja sér stigin tvö undir lokin og lauk leiknum með 27-26 sigri gestanna. ÍR-ingar þurfa nauðsynlega að skoða sinn sóknarleik, en leikmenn liðsins tóku oft upp á því í leiknum að taka einkennileg og mjög svo ótímabær skot. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Gróttu í kvöld en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Bjarni: Einhver djöfull á öxlunum á þeim„Við bara leyfðum þeim að komast inn í leikinn algjörlega að óþörfu seinustu tíu mínúturnar í leiknum,“ segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þeir komast síðan í gang í síðari hálfleiknum þegar markvörðurinn þeirra fer að verja. Við vorum mjög agalausir í okkar leik og.“ Bjarni var ekki ánægður með ákvörðunartöku leikmanna í kvöld. „Við höfum verið að vinna með þetta lengi og menn hafa verið að bæta sig, en þetta var ekki gott í kvöld. Það virðist stundum vera einhver djöfull á öxlunum á mönnum.“ Hann segir að þegar að liðið nái nokkurra marka forskoti þá sleppa menn tökunum. Gunnar: Hrikalega sáttur með strákana„Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleiknum,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Grótta, eftir leikinn. „Það var allt of auðvelt fyrir þá að skora mörk og við vorum bara ekki að finna taktinn. Við vorum kannski dálítið lemstraðir eftir síðasta leik. Það sat í okkur kannski eitthvað svekkelsi,“ segir Gunnar en Grótta tapaði með einu marki gegn Akureyri. „Ég er hrikalega stoltur af því hvernig við náðum að vinna okkur inn í leikinn og síðan að ná að klára hann.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi bara verið aðeins klókari undir lokin. „Við vorum þolinmóðari og ég er bara hrikalega sáttur með það hvernig við kláruðum þennan leik.“vísir/ernir
Olís-deild karla Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira