Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grótta 26-27 | Sterkur útisigur hjá Gróttu Stefán Árni Pálsson í Austurbergi skrifar 16. desember 2015 14:52 Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk í liði Gróttu. Vísir/ernir Grótta vann frábæran útisigur á ÍR, 27-26, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR byrjaði leikinn mun betur en Grótta svaraði í síðari hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Austurberginu og tók meðfylgjandi myndir. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn í ÍR fínum tökum á leiknum. Þeir náðu mest sex marka forskoti og voru að leika sérstaklega vel. Beittu hröðum upphlaupum og spiluðu varnarleikinn fast en jafnframt vel. Grótta náði örlítið að klóra í bakkann undir lok hálfleiksins og minnkuðu muninn í 16-13 sem var staðan eftir 30 mínútna leik. Í upphafi síðari hálfleiksins voru það gestirnir sem byrjuðu betur og tók þá aðeins sjö mínútur að jafna leikinn 17-17. Grótta náði hægt og rólega tökum á leiknum og var liðið komið tveimur mörkum yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Þá fóru heimamenn aftur í gang og skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 21-20 sér í vil. Mikil spenna var út leiktímann en það voru samt sem áður Gróttumenn sem náðu að tryggja sér stigin tvö undir lokin og lauk leiknum með 27-26 sigri gestanna. ÍR-ingar þurfa nauðsynlega að skoða sinn sóknarleik, en leikmenn liðsins tóku oft upp á því í leiknum að taka einkennileg og mjög svo ótímabær skot. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Gróttu í kvöld en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Bjarni: Einhver djöfull á öxlunum á þeim„Við bara leyfðum þeim að komast inn í leikinn algjörlega að óþörfu seinustu tíu mínúturnar í leiknum,“ segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þeir komast síðan í gang í síðari hálfleiknum þegar markvörðurinn þeirra fer að verja. Við vorum mjög agalausir í okkar leik og.“ Bjarni var ekki ánægður með ákvörðunartöku leikmanna í kvöld. „Við höfum verið að vinna með þetta lengi og menn hafa verið að bæta sig, en þetta var ekki gott í kvöld. Það virðist stundum vera einhver djöfull á öxlunum á mönnum.“ Hann segir að þegar að liðið nái nokkurra marka forskoti þá sleppa menn tökunum. Gunnar: Hrikalega sáttur með strákana„Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleiknum,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Grótta, eftir leikinn. „Það var allt of auðvelt fyrir þá að skora mörk og við vorum bara ekki að finna taktinn. Við vorum kannski dálítið lemstraðir eftir síðasta leik. Það sat í okkur kannski eitthvað svekkelsi,“ segir Gunnar en Grótta tapaði með einu marki gegn Akureyri. „Ég er hrikalega stoltur af því hvernig við náðum að vinna okkur inn í leikinn og síðan að ná að klára hann.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi bara verið aðeins klókari undir lokin. „Við vorum þolinmóðari og ég er bara hrikalega sáttur með það hvernig við kláruðum þennan leik.“vísir/ernir Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Grótta vann frábæran útisigur á ÍR, 27-26, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR byrjaði leikinn mun betur en Grótta svaraði í síðari hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Austurberginu og tók meðfylgjandi myndir. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn í ÍR fínum tökum á leiknum. Þeir náðu mest sex marka forskoti og voru að leika sérstaklega vel. Beittu hröðum upphlaupum og spiluðu varnarleikinn fast en jafnframt vel. Grótta náði örlítið að klóra í bakkann undir lok hálfleiksins og minnkuðu muninn í 16-13 sem var staðan eftir 30 mínútna leik. Í upphafi síðari hálfleiksins voru það gestirnir sem byrjuðu betur og tók þá aðeins sjö mínútur að jafna leikinn 17-17. Grótta náði hægt og rólega tökum á leiknum og var liðið komið tveimur mörkum yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Þá fóru heimamenn aftur í gang og skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 21-20 sér í vil. Mikil spenna var út leiktímann en það voru samt sem áður Gróttumenn sem náðu að tryggja sér stigin tvö undir lokin og lauk leiknum með 27-26 sigri gestanna. ÍR-ingar þurfa nauðsynlega að skoða sinn sóknarleik, en leikmenn liðsins tóku oft upp á því í leiknum að taka einkennileg og mjög svo ótímabær skot. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Gróttu í kvöld en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Bjarni: Einhver djöfull á öxlunum á þeim„Við bara leyfðum þeim að komast inn í leikinn algjörlega að óþörfu seinustu tíu mínúturnar í leiknum,“ segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þeir komast síðan í gang í síðari hálfleiknum þegar markvörðurinn þeirra fer að verja. Við vorum mjög agalausir í okkar leik og.“ Bjarni var ekki ánægður með ákvörðunartöku leikmanna í kvöld. „Við höfum verið að vinna með þetta lengi og menn hafa verið að bæta sig, en þetta var ekki gott í kvöld. Það virðist stundum vera einhver djöfull á öxlunum á mönnum.“ Hann segir að þegar að liðið nái nokkurra marka forskoti þá sleppa menn tökunum. Gunnar: Hrikalega sáttur með strákana„Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleiknum,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Grótta, eftir leikinn. „Það var allt of auðvelt fyrir þá að skora mörk og við vorum bara ekki að finna taktinn. Við vorum kannski dálítið lemstraðir eftir síðasta leik. Það sat í okkur kannski eitthvað svekkelsi,“ segir Gunnar en Grótta tapaði með einu marki gegn Akureyri. „Ég er hrikalega stoltur af því hvernig við náðum að vinna okkur inn í leikinn og síðan að ná að klára hann.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi bara verið aðeins klókari undir lokin. „Við vorum þolinmóðari og ég er bara hrikalega sáttur með það hvernig við kláruðum þennan leik.“vísir/ernir
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira