Ljósmyndarinn Kjartan Páll Sæmundsson var í Las Vegas á vegum Mjölnis, félags Gunnars, sem hefur birt magnaða myndasyrpu frá undirbúningi Gunnars síðustu dagana fyrir bardagann.
Ýmsum aðferðum er beitt til að ná réttri líkamsþyngd fyrir vigtunina, sem fer fram daginn fyrir bardagann, og má sjá í myndunum hér fyrir neðan hvernig staðið var að undirbúningi fyrir það.
Þar fyrir neðan má sjá myndir sem Kjartan Páll tók frá bardagakvöldinu sjálfu í Las Vegas.