Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2015 13:15 Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Þetta er í sjálfu sér ekki inni í nefndinni en ef það kemur umsókn þá að sjálfsögðu skoðum við hana,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, aðspurð hvort nefndin ætli að veita albanskri fjölskyldu ríkisborgararétt sem var flutt úr landi aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Greint var fyrst frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Sjá hér. Sjá einnig: Vilja koma Kevi heim Fréttablaðið sagði frá því í morgun að hópur fólks vinni að því að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. Brottflutningur fjölskyldunnar hefur vakið reiði í samfélaginu vegna þess að sonur hjónanna Kastrijot og Xhuliu, hinn þriggja ára gamli Kevi, er með slímseigjusjúkdóm. Sjúkdómurinn er lífshættulegur og veldur sýkingum í líffærum. Unnur Brá segir allsherjarnefnd taka fyrir umsóknir, málið sé í sjálfu sér ekki inni í nefndinni en ef umsókn berst muni nefndarmenn skoða hana. Hún segir að samkvæmt ferli nefndarinnar sé í raun of seint að sækja um ríkisborgararétt fyrir fjölskylduna. Umsóknir til Alþingis um íslenskan ríkisborgararétt eru afgreiddar tvisvar á ári, á vormánuði og í desember, og því sá frestur liðinn en Unnur Brá tekur fram að samkvæmt lögum má nefndin taka þessa ákvörðun hvenær sem er. „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn,“ segir Unnur Brá og bendir á tilvik drengsins Joel Færseth og Bobby Fischer heitinn.Sjá einnig: Jóel litli kominn heim Alþingi Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
„Þetta er í sjálfu sér ekki inni í nefndinni en ef það kemur umsókn þá að sjálfsögðu skoðum við hana,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, aðspurð hvort nefndin ætli að veita albanskri fjölskyldu ríkisborgararétt sem var flutt úr landi aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Greint var fyrst frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Sjá hér. Sjá einnig: Vilja koma Kevi heim Fréttablaðið sagði frá því í morgun að hópur fólks vinni að því að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. Brottflutningur fjölskyldunnar hefur vakið reiði í samfélaginu vegna þess að sonur hjónanna Kastrijot og Xhuliu, hinn þriggja ára gamli Kevi, er með slímseigjusjúkdóm. Sjúkdómurinn er lífshættulegur og veldur sýkingum í líffærum. Unnur Brá segir allsherjarnefnd taka fyrir umsóknir, málið sé í sjálfu sér ekki inni í nefndinni en ef umsókn berst muni nefndarmenn skoða hana. Hún segir að samkvæmt ferli nefndarinnar sé í raun of seint að sækja um ríkisborgararétt fyrir fjölskylduna. Umsóknir til Alþingis um íslenskan ríkisborgararétt eru afgreiddar tvisvar á ári, á vormánuði og í desember, og því sá frestur liðinn en Unnur Brá tekur fram að samkvæmt lögum má nefndin taka þessa ákvörðun hvenær sem er. „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn,“ segir Unnur Brá og bendir á tilvik drengsins Joel Færseth og Bobby Fischer heitinn.Sjá einnig: Jóel litli kominn heim
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira