Helgi Tómasson á leið heim: San Francisco ballettinn í fyrsta sinn í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2015 11:20 Listrænn stjórnandi flokksins er Helgi Tómasson sem mun sína valda kafla úr dáðustu verkum flokksins, við meðleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sviði Eldborgar. Vísir/GVA San Francisco balletinn mun koma í fyrsta sinn fram í Hörpu á Listahátíð 2016. Listrænn stjórnandi flokksins er Helgi Tómasson sem mun sína valda kafla úr dáðustu verkum flokksins, við meðleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sviði Eldborgar. Sýningin er samstarfsverkefni Hörpu, Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. San Francisco ballettinn er einn þriggja stærstu ballettflokka í Bandaríkjunum og sá elsti, stofnaður árið 1933. Undir stjórn Helga á síðustu þremur áratugum hefur ballettinn hlotið almenna viðurkenningu sem einn fremsti ballettflokkur heims. Flokkurinn er þekktur fyrir víðfeðma efnisskrá, óvenjumikla breidd og hæfni dansaranna og listræna sýn sem hefur sett ný viðmið í hinum alþjóðlega ballettheimi. Á síðustu árum hefur flokkurinn m.a. komið fram í Opera de Paris og Theatre de Chatelet í París, Sadler’s Wells og Royal Opera House í London og Tivoli Garden Concert Hall í Kaupmannahöfn. Árið 2013 lýsti New York Times ballettflokknum sem „þjóðargersemi“. Á efnisskránni í Eldborg í maí verður verk eftir Helga sjálfan við tónlist eftir Tchaikovsky og eftir breska danshöfundinn Christopher Wheeldon, við tónlist eftir Bosso og Vivaldi. Þá verður sýnt verk eftir hinn rússneska Alexei Ratmansky við tónlist eftir Shostakovich. Wheeldon og Ratmansky starfa reglulega með San Francisco ballettinum og eru þekktir fyrir verk í hinum nýklassíska stíl sem George Balanchine innleiddi í ballettheiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlistina á sýningu San Francisco ballettsins í Hörpu á Listahátíð, undir stjórn Martin West, tónlistarstjóra og aðalstjórnanda hljómsveitar San Francisco ballettsins en hann þykir vera einn fremsti stjórnandi balletttónlistar í heiminum. Þetta er í fyrsta sinn sem San Francisco ballettinn dansar á Íslandi við lifandi tónlist en í fjórða sinn sem gestir Listahátíðar njóta listfengis hans. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
San Francisco balletinn mun koma í fyrsta sinn fram í Hörpu á Listahátíð 2016. Listrænn stjórnandi flokksins er Helgi Tómasson sem mun sína valda kafla úr dáðustu verkum flokksins, við meðleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sviði Eldborgar. Sýningin er samstarfsverkefni Hörpu, Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. San Francisco ballettinn er einn þriggja stærstu ballettflokka í Bandaríkjunum og sá elsti, stofnaður árið 1933. Undir stjórn Helga á síðustu þremur áratugum hefur ballettinn hlotið almenna viðurkenningu sem einn fremsti ballettflokkur heims. Flokkurinn er þekktur fyrir víðfeðma efnisskrá, óvenjumikla breidd og hæfni dansaranna og listræna sýn sem hefur sett ný viðmið í hinum alþjóðlega ballettheimi. Á síðustu árum hefur flokkurinn m.a. komið fram í Opera de Paris og Theatre de Chatelet í París, Sadler’s Wells og Royal Opera House í London og Tivoli Garden Concert Hall í Kaupmannahöfn. Árið 2013 lýsti New York Times ballettflokknum sem „þjóðargersemi“. Á efnisskránni í Eldborg í maí verður verk eftir Helga sjálfan við tónlist eftir Tchaikovsky og eftir breska danshöfundinn Christopher Wheeldon, við tónlist eftir Bosso og Vivaldi. Þá verður sýnt verk eftir hinn rússneska Alexei Ratmansky við tónlist eftir Shostakovich. Wheeldon og Ratmansky starfa reglulega með San Francisco ballettinum og eru þekktir fyrir verk í hinum nýklassíska stíl sem George Balanchine innleiddi í ballettheiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlistina á sýningu San Francisco ballettsins í Hörpu á Listahátíð, undir stjórn Martin West, tónlistarstjóra og aðalstjórnanda hljómsveitar San Francisco ballettsins en hann þykir vera einn fremsti stjórnandi balletttónlistar í heiminum. Þetta er í fyrsta sinn sem San Francisco ballettinn dansar á Íslandi við lifandi tónlist en í fjórða sinn sem gestir Listahátíðar njóta listfengis hans.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp