Tæplega 100 einsömul flóttabörn hafa eignast nýtt heimili í SOS Barnaþorpum í Austurríki á síðustu fjórum mánuðum. Um er að ræða börn á aldrinum 7-13 ára, flest frá Sýrlandi, og komu þau öll ein síns liðs til Austurríkis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SOS Barnaþorpum sem hafa einnig gefið ungu fólki á flótta, þ.e. ungmennum á aldrinum 17-21 ára, heimili á SOS ungmennaheimilum í Austurríki, sem og í öðrum Evrópulöndum. Öll fá þau viðeigandi aðstoð hjá sérfræðingum SOS, til að mynda áfallahjálp og sálfræðiaðstoð.
Yfir 800 þúsund manns hafa komið sjóleiðina til Evrópu á þessu ári og þar af hafa tæplega 700 þúsund manns komið til Grikklands. SOS Barnaþorp segja þörfina fyrir aðstoð aukast með hverjum deginum en ætlað er að um 5000 flóttamenn komi á hverjum degi til Evrópu næstu þrjá mánuðina.
SOS Barnaþorpin sinna neyðaraðstoð fyrir flóttafólk í tíu löndum. Áhersla er lögð á aðstoð við börn en staðreyndin er sú að stór hluti flóttafólksins eru börn, annars vegar börn sem koma með fjölskyldum sínum og hins vegar þau sem koma ein síns liðs. Flóttabörn sem koma ein síns liðs eru í mikilli hættu á að lenda í höndum ofbeldismanna sem stunda barnavændi, eiturlyfjasmygl og mansal og því er gríðarlega mikilvægt að aðstoða þau börn sem fyrst eftir komuna til Evrópu.
Yfir 800 þúsund manns hafa komið sjóleiðina til Evrópu á þessu ári og þar af hafa tæplega 700 þúsund manns komið til Grikklands. SOS Barnaþorp segja þörfina fyrir aðstoð aukast með hverjum deginum en ætlað er að um 5000 flóttamenn komi á hverjum degi til Evrópu næstu þrjá mánuðina.
SOS Barnaþorpin sinna neyðaraðstoð fyrir flóttafólk í tíu löndum. Áhersla er lögð á aðstoð við börn en staðreyndin er sú að stór hluti flóttafólksins eru börn, annars vegar börn sem koma með fjölskyldum sínum og hins vegar þau sem koma ein síns liðs. Flóttabörn sem koma ein síns liðs eru í mikilli hættu á að lenda í höndum ofbeldismanna sem stunda barnavændi, eiturlyfjasmygl og mansal og því er gríðarlega mikilvægt að aðstoða þau börn sem fyrst eftir komuna til Evrópu.