Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2015 16:15 Það verður ekki auðvelt að mæta samheldnu íslensku liði á EM næsta sumar. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. Það verður dregið í riðla fyrir lokakeppnina í París á laugardaginn. Guardian setur gestgjafa Frakka í efsta sætið. Spánn, Þýskaland og Belgía koma í næstu sætum og Ítalir eru á undan Englendingum sem eru í sjötta sætinu hjá Guardian. Íslenska landsliðið er í næsta sæti á eftir Tékkum og næstu þjóðir á eftir Íslandi eru Wales, Rússland, Sviss, Slóvakía og Svíþjóð. „Ísland er fámennasta þjóðin sem kemst inn á stórmót en miðað við það að Ísland rétt missti af sæti á HM 2014 þá er ekki hægt að segja að þetta komi á óvart. Það er gott jafnvægi og skipulag hjá íslenska liðinu og leikmennirnir njóta þess greinilega að spila saman," segir í umfjöllun Guardian um íslenska liðið. Ísland verður í fjórða styrkleikaflokki ásamt Tyrklandi, Írlandi, Wales, Albaníu og Norður Írlandi. Samkvæmt mati Guardian er íslenska landsliðið besta liðið sem er í fjórða styrkleikaflokknum og því ættu hin liðin að óska þess að sleppa við Ísland þegar dregið verður á laugardaginn.Styrkleikalisti Guardian 1. Frakkland (7. sæti samkvæmt mati UEFA) 2. Spánn (2) 3. Þýskaland (1) 4. Belgía (5) 5. Ítalía (6) 6. England (3) 7. Króatía (11) 8. Portúgal (4) 9. Pólland (15) 10. Austurríki (10) 11. Úkraína (12) 12. Tékkland (13)13. Ísland (21) 14. Wales (22) 15. Rússland (8) 16. Sviss (9) 17. Slóvakía (17) 18. Svíþjóð (14) 19. Tyrkland (19) 20. Írland (20) 21. Norður Írland (24) 22. Ungverjaland (18) 23. Albanía (23) 24. Rúmenía (16) Guardian býður einnig upp á það að prófa að það að draga í riðla en hægt er að gera það hér. Þá kemur einnig fram erfiðleikastuðull á hvern riðil.Styrkleikalistarnir í drættinum á laugardaginn:1. styrkleikaflokkur: Frakkland Spánn Þýskaland England Portúgal Belgía2. styrkleikaflokkur: Ítalía Rússland Sviss Austurríki Króatía Úkraína3. styrkleikaflokkur: Tékkland Svíþjóð Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland4. styrkleikaflokkur: Tyrkland ÍrlandÍsland Wales Albanía Norður Írland EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. Það verður dregið í riðla fyrir lokakeppnina í París á laugardaginn. Guardian setur gestgjafa Frakka í efsta sætið. Spánn, Þýskaland og Belgía koma í næstu sætum og Ítalir eru á undan Englendingum sem eru í sjötta sætinu hjá Guardian. Íslenska landsliðið er í næsta sæti á eftir Tékkum og næstu þjóðir á eftir Íslandi eru Wales, Rússland, Sviss, Slóvakía og Svíþjóð. „Ísland er fámennasta þjóðin sem kemst inn á stórmót en miðað við það að Ísland rétt missti af sæti á HM 2014 þá er ekki hægt að segja að þetta komi á óvart. Það er gott jafnvægi og skipulag hjá íslenska liðinu og leikmennirnir njóta þess greinilega að spila saman," segir í umfjöllun Guardian um íslenska liðið. Ísland verður í fjórða styrkleikaflokki ásamt Tyrklandi, Írlandi, Wales, Albaníu og Norður Írlandi. Samkvæmt mati Guardian er íslenska landsliðið besta liðið sem er í fjórða styrkleikaflokknum og því ættu hin liðin að óska þess að sleppa við Ísland þegar dregið verður á laugardaginn.Styrkleikalisti Guardian 1. Frakkland (7. sæti samkvæmt mati UEFA) 2. Spánn (2) 3. Þýskaland (1) 4. Belgía (5) 5. Ítalía (6) 6. England (3) 7. Króatía (11) 8. Portúgal (4) 9. Pólland (15) 10. Austurríki (10) 11. Úkraína (12) 12. Tékkland (13)13. Ísland (21) 14. Wales (22) 15. Rússland (8) 16. Sviss (9) 17. Slóvakía (17) 18. Svíþjóð (14) 19. Tyrkland (19) 20. Írland (20) 21. Norður Írland (24) 22. Ungverjaland (18) 23. Albanía (23) 24. Rúmenía (16) Guardian býður einnig upp á það að prófa að það að draga í riðla en hægt er að gera það hér. Þá kemur einnig fram erfiðleikastuðull á hvern riðil.Styrkleikalistarnir í drættinum á laugardaginn:1. styrkleikaflokkur: Frakkland Spánn Þýskaland England Portúgal Belgía2. styrkleikaflokkur: Ítalía Rússland Sviss Austurríki Króatía Úkraína3. styrkleikaflokkur: Tékkland Svíþjóð Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland4. styrkleikaflokkur: Tyrkland ÍrlandÍsland Wales Albanía Norður Írland
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira