Grátið og klappað við dómsuppsögu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Fjölmenni var viðstatt dómsuppkvaðningu og klappaði er sýknudómur var kveðinn upp. vísir/stefán Héraðsdómur Reykjavíkur telur að hrapað hafi verið að niðurstöðu um meginorsök andláts Guðmundar Más Bjarnasonar í máli ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingnum Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landspítalans. Dómurinn sýknaði Ástu Kristínu, og þar með Landspítalann, af öllum kröfum ákæruvaldsins í gærmorgun. Ásta var ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum. Ákæran sneri að því að Ástu hafi láðst að tæma loft úr belg barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél þann þriðja október 2012 og setti talventil í barkaraufarrennuna. Í niðurstöðu Héraðsdóms kemur fram að aðrir þættir en uppblásinn belgur kunni að skýra andlát sjúklingsins og taldi dómurinn ekki ólíklegt að belgurinn hafi verið blásinn út við endurlífgun sjúklingsins. Af þeim ástæðum var talið ósannað að Ástu hefði láðst að tæma loft úr belgnum og að andlát sjúklingsins verði rakið til þess. Þegar dómurinn var kveðinn upp klöppuðu viðstaddir og grétu af gleði í senn. Ásta sagði í samtali við Stöð 2 í gær að henni væri mjög létt. „Ég er glöð að sjá í dómnum að þeir sáu það sem ég upplifði, að þeir trúðu mér. Ég vonaðist alltaf eftir þessari niðurstöðu […] Það er gott að þetta er búið.“ Sömuleiðis sagðist ekkja Guðmundar, Ingveldur Sigurðardóttir, glöð yfir niðurstöðunni. „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess,“ sagði hún. Þá sagði Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, að dómurinn kæmi henni ekki á óvart. Finnst henni að aldrei hefði átt að ákæra í málinu. Í kjölfar dómsuppkvaðningar kallaði Ólafur Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, eftir rannsóknarnefnd alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í samtali við Vísi. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að þora yrði að segja frá mistökum ef fólk ætti að læra af þeim. Hann sagði að ef starfsmenn ættu á hættu að verða ákærðir væri hann hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 „Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04 Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur að hrapað hafi verið að niðurstöðu um meginorsök andláts Guðmundar Más Bjarnasonar í máli ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingnum Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landspítalans. Dómurinn sýknaði Ástu Kristínu, og þar með Landspítalann, af öllum kröfum ákæruvaldsins í gærmorgun. Ásta var ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum. Ákæran sneri að því að Ástu hafi láðst að tæma loft úr belg barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél þann þriðja október 2012 og setti talventil í barkaraufarrennuna. Í niðurstöðu Héraðsdóms kemur fram að aðrir þættir en uppblásinn belgur kunni að skýra andlát sjúklingsins og taldi dómurinn ekki ólíklegt að belgurinn hafi verið blásinn út við endurlífgun sjúklingsins. Af þeim ástæðum var talið ósannað að Ástu hefði láðst að tæma loft úr belgnum og að andlát sjúklingsins verði rakið til þess. Þegar dómurinn var kveðinn upp klöppuðu viðstaddir og grétu af gleði í senn. Ásta sagði í samtali við Stöð 2 í gær að henni væri mjög létt. „Ég er glöð að sjá í dómnum að þeir sáu það sem ég upplifði, að þeir trúðu mér. Ég vonaðist alltaf eftir þessari niðurstöðu […] Það er gott að þetta er búið.“ Sömuleiðis sagðist ekkja Guðmundar, Ingveldur Sigurðardóttir, glöð yfir niðurstöðunni. „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess,“ sagði hún. Þá sagði Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, að dómurinn kæmi henni ekki á óvart. Finnst henni að aldrei hefði átt að ákæra í málinu. Í kjölfar dómsuppkvaðningar kallaði Ólafur Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, eftir rannsóknarnefnd alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í samtali við Vísi. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að þora yrði að segja frá mistökum ef fólk ætti að læra af þeim. Hann sagði að ef starfsmenn ættu á hættu að verða ákærðir væri hann hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 „Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04 Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
„Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04
Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02