Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2015 15:41 Úthlutun sjóðsins kynntu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Guðmundur Ágúst Ingvarsson formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, þriðjudaginn 29. desember 2015 í fundarsölum ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Vísir/Ernir Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 10. desember 2015, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2016. Styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema nema samtals 142 milljónum króna að þessu sinni sem er meira en undanfarin ár en framundan er Ólympíuár. Handknattleikssamband fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ að þessu sinni eða 28 milljónir króna. Það er næstum því tvöfalt meira en Sundsamband Íslands fær en sundfólkið fær 14,950 milljóna styrk. Í næstu sætum á eftir koma síðan Frjálsíþróttasambandið (13,4 milljónir) og Körfuknattleikssamband Íslands (11,4 milljónir). Handboltinn fær þennan styrk vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U20 landsliðs kvenna, U18 landsliðs karla, U18 landsliðs kvenna, Afrekshóps karla, Afrekshóps kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa. Sundsamband Íslands fær sinn styrk vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna, verkefna boðssundssveitar, undirbúnings fyrir Ólympíuleika 2016, verkefna Hrafnhildar Lúthersdóttur, Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Antons Sveins Mckee auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa. Afrekssjóður ÍSÍ fékk umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ. Öll þessi sambönd frá styrk vegna sinna landsliðsverkefna, þótt um misháar upphæðir sé að ræða. Sótt var um styrki til sjóðsins vegna verkefna 86 einstaklinga og er aðeins hluti þeirra verkefna styrktur, eða verkefni 22 íþróttamanna. Sérsambönd hljóta styrki vegna verkefna tilgreindra íþróttamanna en ekki íþróttamennirnir sjálfir. Þrátt fyrir að úthlutað sé að þessu sinni 142 milljónum króna, sem er töluverð hækkun frá styrkjum undanfarinna ára, er enn langt í land í að styrkir ÍSÍ standi undir öllu afreksstarfi sérsambandanna. Nýverið gaf ÍSÍ út skýrslu þar sem greindur var kostnaður við afreksíþróttastarf og þar kom fram að til þess að standa nærri þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við þyrfti árlega að vera hægt að úthluta um 650 milljón króna til afreksstarfs á Íslandi. Þær upphæðir eru varlega áætlaðar og nú á undanförnum vikum hafa samanburðarþjóðir aukið enn frekar í sínar úthlutanir. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2016 hækkar um 30 milljónir króna frá síðasta ári og er 100 milljónir. Síðustu tvö ár hefur þessi upphæð verið 70 milljónir króna en árið 2013 var þessi upphæð 55 milljónir. og árið 2012 var framlag ríkisins 34,7 milljónir króna auk þess sem að styrk vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London að upphæð 25 milljónir var úthlutað til sérsambanda ÍSÍ í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Heildartekjur Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2016 eru áætlaðar 140 milljónir króna. Það er hægt að lesa meira um úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ hér.Styrkveitingar Afrekssjóðs ÍSÍ 2016 Blaksamband Íslands (BLÍ)Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðs í strandblaki og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.700.000,- Badmintonsamband Íslands (BSÍ)Vegna landsliðsverkefna, þátttöku í mótum sem gefa stig á heimslista vegna Ólympíuleika 2016 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.200.000,- Borðtennissamband Íslands (BTÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ)Vegna landsliðsverkefna, verkefna Nikita Bazev og Hönnu Rúnar Óladóttur og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.400.000,- Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ)Vegna landsliðsverkefna, stórmótaverkefna í aldursflokkum, undirbúnings fyrir Ólympíuleika 2016, hæfileikamótunar/Úrvalshóps FRÍ, verkefna Ásdísar Hjálmsdóttur, Anítu Hinriksdóttur, Hafdísar Sigurðardóttur, Huldu Þorsteinsdóttur, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur og Guðna Vals Guðnasonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 13.400.000,- Fimleikasamband Íslands (FSÍ)Vegna landsliðsverkefna í áhaldafimleikum kvenna og karla, landsliðsverkefna í hópfimleikum kvenna, karla og blandaðra liða, þátttöku í úrtökumóti í áhaldafimleikum vegna Ólympíuleika í Ríó 2016, vegna verkefna Irina Sazonova og Normu Daggar Róbertsdóttur auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 8.100.000,- Golfsamband Íslands (GSÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 5.300.000,- Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ)Vegna landsliðsverkefnakr. 300.000,- Handknattleikssamband Íslands (HSÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U20 landsliðs kvenna, U18 landsliðs karla, U18 landsliðs kvenna, Afrekshóps karla, Afrekshóps kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 28.000.000,- Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) Vegna landsliðsverkefna í sundi, frjálsíþróttum og vetraríþróttum, undirbúnings fyrir Ólympíumót fatlaðra í Ríó 2016, verkefna Helga Sveinssonar og Jón Margeirs Sverrissonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 8.800.000,- Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U18 landsliðs karla og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 3.200.000,- Skautasamband Íslands (ÍSS)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Júdósamband Íslands (JSÍ)Vegna landsliðsverkefna, þátttöku í mótum sem gefa stig á heimslista vegna Ólympíuleika 2016, verkefna Þormóðs Árna Jónssonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 3.550.000,- Karatesamband Íslands (KAÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.300.000,- Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U18 landsliðs drengja, U18 landsliðs stúlkna, U16 landsliðs drengja, U16 landsliðs stúlkna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 11.400.000,- Keilusamband Íslands (KLÍ)Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 900.000,- Kraftlyftingasamband Íslands (KRA)Vegna landsliðsverkefna, vegna verkefna Júlíans Jóhanns Karls Jóhannssonar, Viktors Samúelssonar, Auðuns Jónssonar og Fanneyjar Hauksdóttur auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 5.750.000,- Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs kvenna, U17 landsliðs kvenna, U17 landsliðs karla og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 8.900.000,- Landssamband hestamannafélaga (LH) Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.700.000,- Lyftingasamband Íslands (LSÍ) Vegna landsliðsverkefna, þátttöku í EM 2016 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.100.000,- Siglingasamband Íslands (SÍL) Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Skíðasamband Íslands (SKÍ)Vegna landsliðsverkefna í alpagreinum, landsliðsverkefna í skíðagöngu, landsliðsverkefna í snjóbrettum, vegna verkefna Maríu Guðmundsdóttur og Freydísar Höllu Einarsdóttur auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 7.600.000,- Skylmingasamband Íslands (SKY)Vegna landsliðsverkefna kvennalandsliðsins, verkefna U18/U21 landsliðsins, verkefna karlalandsliðsins, þátttöku í úrtökumóti vegna Ólympíuleika í Ríó 2016 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.300.000,- Sundsamband Íslands (SSÍ)Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna, verkefna boðssundssveitar, undirbúnings fyrir Ólympíuleika 2016, verkefna Hrafnhildar Lúthersdóttur, Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Antons Sveins Mckee auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 14.950.000,- Skotíþróttasamband Íslands (STÍ)Vegna landsliðsverkefna í haglabyssu, landsliðsverkefna í loftbyssu, vegna verkefna Ásgeirs Sigurgeirssonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 3.850.000,- Taekwondósamband Íslands (TKÍ)Vegna landsliðsverkefna í sparring, landsliðsverkefna í poomse, þátttöku í úrtökumóti vegna Ólympíuleika í Ríó 2016, vegna verkefna Meisam Rafiei auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.300.000,- Tennissamband Íslands (TSÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- ÍSÍ v/ Bogfiminefndar ÍSÍVegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Heildarúthlutun kr. 142.000.000,- Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Íslenski körfuboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hverjum mæta strákarnir okkar á EM? Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 10. desember 2015, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2016. Styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema nema samtals 142 milljónum króna að þessu sinni sem er meira en undanfarin ár en framundan er Ólympíuár. Handknattleikssamband fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ að þessu sinni eða 28 milljónir króna. Það er næstum því tvöfalt meira en Sundsamband Íslands fær en sundfólkið fær 14,950 milljóna styrk. Í næstu sætum á eftir koma síðan Frjálsíþróttasambandið (13,4 milljónir) og Körfuknattleikssamband Íslands (11,4 milljónir). Handboltinn fær þennan styrk vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U20 landsliðs kvenna, U18 landsliðs karla, U18 landsliðs kvenna, Afrekshóps karla, Afrekshóps kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa. Sundsamband Íslands fær sinn styrk vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna, verkefna boðssundssveitar, undirbúnings fyrir Ólympíuleika 2016, verkefna Hrafnhildar Lúthersdóttur, Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Antons Sveins Mckee auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa. Afrekssjóður ÍSÍ fékk umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ. Öll þessi sambönd frá styrk vegna sinna landsliðsverkefna, þótt um misháar upphæðir sé að ræða. Sótt var um styrki til sjóðsins vegna verkefna 86 einstaklinga og er aðeins hluti þeirra verkefna styrktur, eða verkefni 22 íþróttamanna. Sérsambönd hljóta styrki vegna verkefna tilgreindra íþróttamanna en ekki íþróttamennirnir sjálfir. Þrátt fyrir að úthlutað sé að þessu sinni 142 milljónum króna, sem er töluverð hækkun frá styrkjum undanfarinna ára, er enn langt í land í að styrkir ÍSÍ standi undir öllu afreksstarfi sérsambandanna. Nýverið gaf ÍSÍ út skýrslu þar sem greindur var kostnaður við afreksíþróttastarf og þar kom fram að til þess að standa nærri þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við þyrfti árlega að vera hægt að úthluta um 650 milljón króna til afreksstarfs á Íslandi. Þær upphæðir eru varlega áætlaðar og nú á undanförnum vikum hafa samanburðarþjóðir aukið enn frekar í sínar úthlutanir. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2016 hækkar um 30 milljónir króna frá síðasta ári og er 100 milljónir. Síðustu tvö ár hefur þessi upphæð verið 70 milljónir króna en árið 2013 var þessi upphæð 55 milljónir. og árið 2012 var framlag ríkisins 34,7 milljónir króna auk þess sem að styrk vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London að upphæð 25 milljónir var úthlutað til sérsambanda ÍSÍ í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Heildartekjur Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2016 eru áætlaðar 140 milljónir króna. Það er hægt að lesa meira um úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ hér.Styrkveitingar Afrekssjóðs ÍSÍ 2016 Blaksamband Íslands (BLÍ)Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðs í strandblaki og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.700.000,- Badmintonsamband Íslands (BSÍ)Vegna landsliðsverkefna, þátttöku í mótum sem gefa stig á heimslista vegna Ólympíuleika 2016 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.200.000,- Borðtennissamband Íslands (BTÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ)Vegna landsliðsverkefna, verkefna Nikita Bazev og Hönnu Rúnar Óladóttur og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.400.000,- Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ)Vegna landsliðsverkefna, stórmótaverkefna í aldursflokkum, undirbúnings fyrir Ólympíuleika 2016, hæfileikamótunar/Úrvalshóps FRÍ, verkefna Ásdísar Hjálmsdóttur, Anítu Hinriksdóttur, Hafdísar Sigurðardóttur, Huldu Þorsteinsdóttur, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur og Guðna Vals Guðnasonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 13.400.000,- Fimleikasamband Íslands (FSÍ)Vegna landsliðsverkefna í áhaldafimleikum kvenna og karla, landsliðsverkefna í hópfimleikum kvenna, karla og blandaðra liða, þátttöku í úrtökumóti í áhaldafimleikum vegna Ólympíuleika í Ríó 2016, vegna verkefna Irina Sazonova og Normu Daggar Róbertsdóttur auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 8.100.000,- Golfsamband Íslands (GSÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 5.300.000,- Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ)Vegna landsliðsverkefnakr. 300.000,- Handknattleikssamband Íslands (HSÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U20 landsliðs kvenna, U18 landsliðs karla, U18 landsliðs kvenna, Afrekshóps karla, Afrekshóps kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 28.000.000,- Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) Vegna landsliðsverkefna í sundi, frjálsíþróttum og vetraríþróttum, undirbúnings fyrir Ólympíumót fatlaðra í Ríó 2016, verkefna Helga Sveinssonar og Jón Margeirs Sverrissonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 8.800.000,- Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U18 landsliðs karla og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 3.200.000,- Skautasamband Íslands (ÍSS)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Júdósamband Íslands (JSÍ)Vegna landsliðsverkefna, þátttöku í mótum sem gefa stig á heimslista vegna Ólympíuleika 2016, verkefna Þormóðs Árna Jónssonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 3.550.000,- Karatesamband Íslands (KAÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.300.000,- Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla, A landsliðs kvenna, U20 landsliðs karla, U18 landsliðs drengja, U18 landsliðs stúlkna, U16 landsliðs drengja, U16 landsliðs stúlkna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 11.400.000,- Keilusamband Íslands (KLÍ)Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 900.000,- Kraftlyftingasamband Íslands (KRA)Vegna landsliðsverkefna, vegna verkefna Júlíans Jóhanns Karls Jóhannssonar, Viktors Samúelssonar, Auðuns Jónssonar og Fanneyjar Hauksdóttur auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 5.750.000,- Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)Vegna landsliðsverkefna A landsliðs kvenna, U17 landsliðs kvenna, U17 landsliðs karla og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 8.900.000,- Landssamband hestamannafélaga (LH) Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.700.000,- Lyftingasamband Íslands (LSÍ) Vegna landsliðsverkefna, þátttöku í EM 2016 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 1.100.000,- Siglingasamband Íslands (SÍL) Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Skíðasamband Íslands (SKÍ)Vegna landsliðsverkefna í alpagreinum, landsliðsverkefna í skíðagöngu, landsliðsverkefna í snjóbrettum, vegna verkefna Maríu Guðmundsdóttur og Freydísar Höllu Einarsdóttur auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 7.600.000,- Skylmingasamband Íslands (SKY)Vegna landsliðsverkefna kvennalandsliðsins, verkefna U18/U21 landsliðsins, verkefna karlalandsliðsins, þátttöku í úrtökumóti vegna Ólympíuleika í Ríó 2016 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.300.000,- Sundsamband Íslands (SSÍ)Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna, verkefna boðssundssveitar, undirbúnings fyrir Ólympíuleika 2016, verkefna Hrafnhildar Lúthersdóttur, Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Antons Sveins Mckee auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 14.950.000,- Skotíþróttasamband Íslands (STÍ)Vegna landsliðsverkefna í haglabyssu, landsliðsverkefna í loftbyssu, vegna verkefna Ásgeirs Sigurgeirssonar auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 3.850.000,- Taekwondósamband Íslands (TKÍ)Vegna landsliðsverkefna í sparring, landsliðsverkefna í poomse, þátttöku í úrtökumóti vegna Ólympíuleika í Ríó 2016, vegna verkefna Meisam Rafiei auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 2.300.000,- Tennissamband Íslands (TSÍ)Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- ÍSÍ v/ Bogfiminefndar ÍSÍVegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópakr. 600.000,- Heildarúthlutun kr. 142.000.000,-
Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Íslenski körfuboltinn Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hverjum mæta strákarnir okkar á EM? Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn