Lét ekkert stoppa sig og tók hliðið með sér í markið | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2015 17:15 Christof Innerhofer. Vísir/Getty Ítalski skíðamaðurinn Christof Innerhofer lenti í óheppilegri og óvenjulegri aðstöðu í bruni karla í heimsbikar karla á skíðum í dag. Það stoppaði þó ekki kappann. Atvikið gerðist í Santa Caterina á Ítalíu þar sem brunkeppnin fór fram en mótið var hluti af heimsbikar karla og því var mikið undir í brekkunni í dag. Hinn 31 árs gamli Christof Innerhofer kláraði brautina og náði fjórða sætinu þrátt fyrir að fara niður hluta brekkunnar með aukahlut um hálsinn. Christof Innerhofer krækti nefnilega í eitt hliðið í brautinni eftir 46 sekúndur með þeim afleiðingum að það var fast á honum það sem eftir var ferðarinnar. Innerhofer kom á 130 kílómetra hraða inn í beygju á brautunni og náði að veiða hliðið en hélt sér á skíðunum og á fullri ferð. Innerhofer gat lítið gert annað en annaðhvort að hætta eða halda áfram með hliðið um hálsinn. Hann lét slag standa og hélt ótrauður áfram. Síðustu mínútuna í brautinni var hann því með hliðið á sér. Það munaði aðeins sjö hundraðshlutum að Innerhofer kæmist á pall en Frakkinn David Poisson tók bronsið. Christof Innerhofer vann silfur í bruni á Ólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og hefur einnig unnið heimsmeistaratitil í risasvigi. Hér fyrir meðan má sjá myndbönd af þessum furðulega atviki.Hér má sjá atvikið Hér má sjá alla ferðina hans Christof #Innerhofer macht den Superman! Platz 4 mit diesem Höllenritt: https://t.co/AtjaEmzSGo pic.twitter.com/eO4K6vqrEC— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Christof #Innerhofer rast mit Torstange hinab und richtet sich bei 120 km/h die Brille. https://t.co/vxoN4S8HFs pic.twitter.com/Fb6OhvbDpq— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Íþróttir Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Ítalski skíðamaðurinn Christof Innerhofer lenti í óheppilegri og óvenjulegri aðstöðu í bruni karla í heimsbikar karla á skíðum í dag. Það stoppaði þó ekki kappann. Atvikið gerðist í Santa Caterina á Ítalíu þar sem brunkeppnin fór fram en mótið var hluti af heimsbikar karla og því var mikið undir í brekkunni í dag. Hinn 31 árs gamli Christof Innerhofer kláraði brautina og náði fjórða sætinu þrátt fyrir að fara niður hluta brekkunnar með aukahlut um hálsinn. Christof Innerhofer krækti nefnilega í eitt hliðið í brautinni eftir 46 sekúndur með þeim afleiðingum að það var fast á honum það sem eftir var ferðarinnar. Innerhofer kom á 130 kílómetra hraða inn í beygju á brautunni og náði að veiða hliðið en hélt sér á skíðunum og á fullri ferð. Innerhofer gat lítið gert annað en annaðhvort að hætta eða halda áfram með hliðið um hálsinn. Hann lét slag standa og hélt ótrauður áfram. Síðustu mínútuna í brautinni var hann því með hliðið á sér. Það munaði aðeins sjö hundraðshlutum að Innerhofer kæmist á pall en Frakkinn David Poisson tók bronsið. Christof Innerhofer vann silfur í bruni á Ólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og hefur einnig unnið heimsmeistaratitil í risasvigi. Hér fyrir meðan má sjá myndbönd af þessum furðulega atviki.Hér má sjá atvikið Hér má sjá alla ferðina hans Christof #Innerhofer macht den Superman! Platz 4 mit diesem Höllenritt: https://t.co/AtjaEmzSGo pic.twitter.com/eO4K6vqrEC— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Christof #Innerhofer rast mit Torstange hinab und richtet sich bei 120 km/h die Brille. https://t.co/vxoN4S8HFs pic.twitter.com/Fb6OhvbDpq— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015
Íþróttir Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira