Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Óli Kr Ármannsson skrifar 29. desember 2015 07:00 Sjómenn nota tækifærið á milli jóla og nýárs til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum við útgerðarmenn. vísir/gva Um miðjan janúar er gert ráð fyrir að liggi fyrir afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða í deilu þeirra við útgerðarmenn. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ráð fyrir því gert að samninganefnd sjómanna fundi um miðjan janúar. Félög sjómanna vinni hins vegar að því þessa dagana að kanna afstöðu sjómanna. Upp úr viðræðum sjómanna og Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) slitnaði hjá ríkissáttasemjara 4. desember síðastliðinn. Síðan hafa engar viðræður átt sér stað og ekkert heyrst, hvorki frá SFS né ríkissáttasemjara, segir Valmundur. Á síðasta samningafundi hafi útgerðarmenn hins vegar lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Það hafi verið í fjórum atriðum, þar sem þyngst hafi vegið tilboð um hækkun kauptryggingar sjómanna, þótt það hafi ekki verið nánar útfært. Þá hafi verið þarna atriði sem snúi að útfærslu á kostnaði og launagreiðslum, svo sem hækkun á viðmiði vegna olíuverðs þar sem tekið væri mið af erlendri verðbólgu og mánaðarlegt launauppgjör á ísfisktogurum. Í viðræðunum hafi hins vegar verið sett til hliðar erfiðari deilumál, svo sem krafa útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði útgerða við veiðigjöld, tryggingagjald og kolefnisgjald og kröfu sjómanna um að allur fiskur fari á markað.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsValmundur segir afstöðu sjómanna kannaða í hverju sjómannafélagi fyrir sig og víða liggi niðurstaða fyrir. Þungt hljóð sé í sjómönnum og margir vilji láta sverfa til stáls. „Ég heyri mjög marga segja að þeir séu komnir með upp í kok af þessu ástandi,“ segir hann, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Þrír möguleikar séu í stöðunni, en það sé óbreytt ástand, að semja um síðasta tilboð útgerðarmanna eða boða til verkfallsaðgerða. Vilji sjómenn fara í aðgerðir þá segir Valmundur það taka nokkurn tíma því aðdragandi að þeim sé nokkuð langur. „Þá þarf að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sem tekur að minnsta kosti fjórar vikur því sum skip eru mánuð á sjó og ef sjómenn ákveða að fara í aðgerðir þá tekur við boðunarferli sem tekur þrjár vikur.“ Miðað við þetta gætu mögulegar aðgerðir sjómanna fyrst hafist þegar komið er fram í marsmánuð. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Um miðjan janúar er gert ráð fyrir að liggi fyrir afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða í deilu þeirra við útgerðarmenn. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ráð fyrir því gert að samninganefnd sjómanna fundi um miðjan janúar. Félög sjómanna vinni hins vegar að því þessa dagana að kanna afstöðu sjómanna. Upp úr viðræðum sjómanna og Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) slitnaði hjá ríkissáttasemjara 4. desember síðastliðinn. Síðan hafa engar viðræður átt sér stað og ekkert heyrst, hvorki frá SFS né ríkissáttasemjara, segir Valmundur. Á síðasta samningafundi hafi útgerðarmenn hins vegar lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Það hafi verið í fjórum atriðum, þar sem þyngst hafi vegið tilboð um hækkun kauptryggingar sjómanna, þótt það hafi ekki verið nánar útfært. Þá hafi verið þarna atriði sem snúi að útfærslu á kostnaði og launagreiðslum, svo sem hækkun á viðmiði vegna olíuverðs þar sem tekið væri mið af erlendri verðbólgu og mánaðarlegt launauppgjör á ísfisktogurum. Í viðræðunum hafi hins vegar verið sett til hliðar erfiðari deilumál, svo sem krafa útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði útgerða við veiðigjöld, tryggingagjald og kolefnisgjald og kröfu sjómanna um að allur fiskur fari á markað.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsValmundur segir afstöðu sjómanna kannaða í hverju sjómannafélagi fyrir sig og víða liggi niðurstaða fyrir. Þungt hljóð sé í sjómönnum og margir vilji láta sverfa til stáls. „Ég heyri mjög marga segja að þeir séu komnir með upp í kok af þessu ástandi,“ segir hann, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Þrír möguleikar séu í stöðunni, en það sé óbreytt ástand, að semja um síðasta tilboð útgerðarmanna eða boða til verkfallsaðgerða. Vilji sjómenn fara í aðgerðir þá segir Valmundur það taka nokkurn tíma því aðdragandi að þeim sé nokkuð langur. „Þá þarf að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sem tekur að minnsta kosti fjórar vikur því sum skip eru mánuð á sjó og ef sjómenn ákveða að fara í aðgerðir þá tekur við boðunarferli sem tekur þrjár vikur.“ Miðað við þetta gætu mögulegar aðgerðir sjómanna fyrst hafist þegar komið er fram í marsmánuð.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira