Sigurjón á Sprengisandi: Enn og aftur erum við tekin í bólinu 27. desember 2015 14:04 Sigurjón M. Egilsson „Ég fékk aulahroll í meira lagi þegar sjónvarpsstöðvarnar sögðu frá og birtu viðtöl við erlenda ferðamenn sem kusu að koma hingað til okkar um jólin. Þeir sögðu frá vanda sínum við að fá að borða. Svo var að skilja að víðast hvar hafi þeir komið að luktum dyrum, veitingahús voru flest, varla öll, lokuð á aðfangadaskvöld. Einhverjir ferðamannana höfðu komist yfir samlokur með skinku og osti á aðfangadagskvöld," sagði Sigurjón M. Egilsson í inngangi sínum að þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón bætti við að enn og aftur værum við tekin í bólinu. „Í margar vikur voru sagðar fréttir af því að aldrei hafi eins margir erlendir ferðamenn ákveðið að koma til Íslands um jól og áramót. Öllum átti og öllum mátti vera ljóst að hverju stefndi. Að enn eitt metið í ferðaþjónustu yrði slegið nú um hátíðarnar. En það dugði ekki til. Mér virðist sem hvergi hafi verið mat að fá." Þetta hafi gerst þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi bætt við stofnun, rannsóknarmiðstöð ferðamála, þar sem ráðinn hafi verið framkvæmdastjóri úr innstu röðum flokks ráðherra ferðamála. „Sá fær væntanlega það verkefni að rannsaka hvers vegna ekki var hlustað á spár um komu erlendra ferðamanna hingað um jól og áramót og viðbrögðin því nánast engin. Hversu óhöndulega okkur ætlast að bregðast við vinsældum Íslands sem ferðamannalands er reyndar merkur kafli sem þarf að skrifa." Að lokum sagði Sigurjón ábyrgðin á því hversu illa við stöndum okkur í þessum efnum vera á herðum margra. „Mesta á ábyrgð ráðherra ferðamála. Þar verður að gera betur. Ekki í vor, ekki í sumar, heldur núna. Byrja af afli." Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
„Ég fékk aulahroll í meira lagi þegar sjónvarpsstöðvarnar sögðu frá og birtu viðtöl við erlenda ferðamenn sem kusu að koma hingað til okkar um jólin. Þeir sögðu frá vanda sínum við að fá að borða. Svo var að skilja að víðast hvar hafi þeir komið að luktum dyrum, veitingahús voru flest, varla öll, lokuð á aðfangadaskvöld. Einhverjir ferðamannana höfðu komist yfir samlokur með skinku og osti á aðfangadagskvöld," sagði Sigurjón M. Egilsson í inngangi sínum að þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón bætti við að enn og aftur værum við tekin í bólinu. „Í margar vikur voru sagðar fréttir af því að aldrei hafi eins margir erlendir ferðamenn ákveðið að koma til Íslands um jól og áramót. Öllum átti og öllum mátti vera ljóst að hverju stefndi. Að enn eitt metið í ferðaþjónustu yrði slegið nú um hátíðarnar. En það dugði ekki til. Mér virðist sem hvergi hafi verið mat að fá." Þetta hafi gerst þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi bætt við stofnun, rannsóknarmiðstöð ferðamála, þar sem ráðinn hafi verið framkvæmdastjóri úr innstu röðum flokks ráðherra ferðamála. „Sá fær væntanlega það verkefni að rannsaka hvers vegna ekki var hlustað á spár um komu erlendra ferðamanna hingað um jól og áramót og viðbrögðin því nánast engin. Hversu óhöndulega okkur ætlast að bregðast við vinsældum Íslands sem ferðamannalands er reyndar merkur kafli sem þarf að skrifa." Að lokum sagði Sigurjón ábyrgðin á því hversu illa við stöndum okkur í þessum efnum vera á herðum margra. „Mesta á ábyrgð ráðherra ferðamála. Þar verður að gera betur. Ekki í vor, ekki í sumar, heldur núna. Byrja af afli."
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira