Handbolti

Handboltaveisla í Strandgötu í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Fram og Gróttu fyrr á tímabilinu.
Úr leik Fram og Gróttu fyrr á tímabilinu. vísir/vísir
Það verður sannkölluð handboltaveisla í íþróttahúsinu við Strandgötu þegar Flugfélags Íslands deildarbikarinn 2015 fer fram, en fjögur efstu lið Olís-deildar karla og kvenna etja þar kappi.

Í dag hefst handbolta-hátíðin í hádeginu eða klukkan 12.00 þar sem Grótta og Fram mætast í kvennaflokki. Þetta eru liðin í fyrsta og fimmta sæti, en Haukarnir, sem eru í fjórða sætinu, taka ekki þátt að þessu sinni.

Það er Fram-tvíhöfði í Strandgötunni í dag, en Valur og Fram mætast í karlaflokki klukkan 14.00. Valur er í öðru sæti og Fram í því þriðja, en EM-pása er nú í Olís-deild karla.

Í hinum undanúrslitaleiknum kvennamegin mætast Valur og ÍBV klukkan 16.00. ÍBV hefur spilað afar vel það sem af er tímabili; sitja í öðru sæti, en Valur hefur einnig komið einhverjum á óvart og er í því þriðja. Tvö stig skilja liðin að, en Valur á leik til góða.

Lokaleikurinn verður svo milli Hauka og Aftureldingar. Sá leikur hefst klukkan 18.00, en liðin í fyrsta og fjórða sæti Olís-deildar karla. Liðin mættust á dögunum og þá höfðu Haukarnir betur; 26-19.

Allir leikir dagsins verða að sjálfsögðu í beinni textalýsingu í Boltavaktinni þar sem fólk getur fylgst með gangi mála í allan dag.

Leikir dagsins:

12.00 Grótta - Fram (kvenna)

14.00 Fram - Valur (karla)

16.00 Valur - ÍBV (kvenna)

18.00 Haukar - Afturelding (karla)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×