Þúsundir skipta út jólatrjám fyrir strandlíf Sæunn Gísladóttir skrifar 23. desember 2015 09:46 Langvinsælast er að fljúga suður og skella sér á ströndina yfir jólin, Tenerife er einn vinsælasti áfangastaðurinn. Vísir/Getty Þúsundir Íslendinga hafa ákveðið að verja jólunum utanlands og hefur þeim fjölgað milli ára í takt við almenna fjölgun í ferðum Íslendinga erlendis. Vinsælast er að fara á sólarströndina á Kanaríeyjum eða Tenerife, en einnig eru einhverjir á skíðum yfir hátíðirnar. Með fjórum vinsælum ferðaskrifstofum fara 2.500 Íslendingar erlendis um jólin, aukning er milli ára hjá þeim öllum. Átta hundruð manns fara með Heimsferðum til Tenerife og Gran Canaria, að sögn Tómasar J. Gestssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða. Fimm hundruð manns fara til Tenerife og Kanaríeyja og fimmtíu manns renna sér á skíðum hjá Vita ferðum. að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur framleiðslustjóra. Þúsund manns fara með Úrval Útsýn til Tenerife og Kanaríeyja sem er um 10 prósenta aukning milli ára að sögn Klöru Írisar Vigfúsdóttur forstöðumanns. Loks liggja hundrað og fimmtíu manns á ströndinni á Tenerife með Gaman ferðum að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns í sólarlandaferðum hjá Gaman ferðum. Bæði WOW air og Icelandair buðu upp á aðventuferðir í desember og hefur ásókn í þær verið gífurleg. Icelandair var með sérstakar aðventuferðir fyrir eldri borgara en síðan almennt flug á aðventunni. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir erfitt að meta fjöldann en að óhætt sé að segja að þau greini 10-15 prósenta vöxt í aðventuferðum milli ára. Ferðagleði Íslendinga hefur sjaldan verið jafn mikil og á þessu ári. Isavia spáir því að 450 þúsund íslenskir ferðamenn muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu 2015, sem er 12,6 prósenta aukning milli ára. Spáð er að heildarfjöldi íslenskra brottfararfarþega verði um 495 þúsund á árinu 2016. Ef sú spá rætist verður ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 slegið á næsta ári. Jólafréttir Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira
Þúsundir Íslendinga hafa ákveðið að verja jólunum utanlands og hefur þeim fjölgað milli ára í takt við almenna fjölgun í ferðum Íslendinga erlendis. Vinsælast er að fara á sólarströndina á Kanaríeyjum eða Tenerife, en einnig eru einhverjir á skíðum yfir hátíðirnar. Með fjórum vinsælum ferðaskrifstofum fara 2.500 Íslendingar erlendis um jólin, aukning er milli ára hjá þeim öllum. Átta hundruð manns fara með Heimsferðum til Tenerife og Gran Canaria, að sögn Tómasar J. Gestssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða. Fimm hundruð manns fara til Tenerife og Kanaríeyja og fimmtíu manns renna sér á skíðum hjá Vita ferðum. að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur framleiðslustjóra. Þúsund manns fara með Úrval Útsýn til Tenerife og Kanaríeyja sem er um 10 prósenta aukning milli ára að sögn Klöru Írisar Vigfúsdóttur forstöðumanns. Loks liggja hundrað og fimmtíu manns á ströndinni á Tenerife með Gaman ferðum að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns í sólarlandaferðum hjá Gaman ferðum. Bæði WOW air og Icelandair buðu upp á aðventuferðir í desember og hefur ásókn í þær verið gífurleg. Icelandair var með sérstakar aðventuferðir fyrir eldri borgara en síðan almennt flug á aðventunni. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir erfitt að meta fjöldann en að óhætt sé að segja að þau greini 10-15 prósenta vöxt í aðventuferðum milli ára. Ferðagleði Íslendinga hefur sjaldan verið jafn mikil og á þessu ári. Isavia spáir því að 450 þúsund íslenskir ferðamenn muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu 2015, sem er 12,6 prósenta aukning milli ára. Spáð er að heildarfjöldi íslenskra brottfararfarþega verði um 495 þúsund á árinu 2016. Ef sú spá rætist verður ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 slegið á næsta ári.
Jólafréttir Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira