Ólafur: Þurfti að tjasla andlitinu aftur saman Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2015 16:30 Vísir/Getty Ólafur Kristjánsson, fyrrum þjálfari Nordsjælland, segir að hann hafi lítið getað gert við ákvörðun nýrra eigenda félagsins sem ákváðu að skipta um þjálfara í síðustu viku. Það hafi ekki tengst árangri liðsins inni á vellinum. Ólafur var í viðtali í Akraborginni á X-inu í dag þar sem hann fór yfir viðskilnaðinn við Nordsjælland sem boðaði til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í síðustu viku. Á honum voru nýir eigendur kynntir til sögunnar, sem og nýr þjálfari. Sá heitir Kasper Hjulmand og var við stjórnvölinn hjá Nordsjælland áður en Ólafur tók við árið 2014. „Þetta er ekki það versta sem kemur fyrir fólk í lífinu og í raun get ég ekkert gert við þessu. Þetta var ákvörðun nýrra eigenda og maður verður að taka því. Nú er þessum kafla í lífi mínu lokið og maður horfir fram á veginn,“ sagði Ólafur í viðtalinu sem má heyra hér efst í fréttinni.Yngra lið og lægri launakostnaður Ólafur tók við Nordsjæland um mitt ár 2014 og undir hans stjórn endaði liðið í sjötta sæti. Nýtt tímabil hófst í haust en Nordsjælland tapaði síðustu þremur leikjum sínum fyrir vetrarfrí og er sem stendur í áttunda sæti. Ólafur bendir þó að það þurfi að skoða árangur liðsins í ákveðnu samhengi. „Það sem gleymist alltaf og ég vil halda til haga er að það var farið í ákveðnar breytingar þegar tók við starfinu árið 2014. Þá voru þær forsendur með ráðningunni að leikmannahópurinn yrði yngdur og launakostnaður minnkaður. Það þurfti því að taka aðeins til eftir þjálfarann sem var á undan og hafði náð frábærum árangri.“Sjá einnig: Ólafur hættir hjá Nordsjælland „Liðið endaði í sjötta sæti á síðasta tímabili sem var sami árangur og árið á undan. Við spiluðum nú gegn Bröndby í síðasta leik okkar fyrir vetrarfrí en vorum þá með hóp sem er árinu yngri að meðaltali en fyrir ári síðan.“ „Okkur hafði tekist ágætlega að yngja liðið og hreinsa til í leikmannahópnum. Þetta tímabil í úrvalsdeildinni var þar að auki nokkuð „gratís“ að því leyti að það er bara eitt lið sem fellur úr henni [vegna fjölgunar] og allar líkur á því að það verði Hobro.“ „Það var því hægt að leyfa sér að fara í ákveðna uppbyggingu. Árangurinn á vellinum upp og niður en sú ákvörðun að skipta um þjálfara var eingöngu vegna aðkomu nýrra eigenda að félaginu. Þeir komu inn með nýjan þjálfara.“Vísir/GettyFer sáttur að sofa á kvöldin Ólafur bætir við að sami hópur fjárfesta hafi reynt að kaupa fyrst Randers en án árangurs. Þá hafi einnig staðið til að skipta um þjálfara og því hafi ákvörðunin nú ekki komið á óvart. Hann segir að það hafi hins vegar komið flatt upp á hann þegar í ljós kom að Nordsjælland hafi verið selt til nýrra eigenda - og Hjulmand aftur ráðinn í starfið hans. „Þegar ég heyrði svo hver kæmi inn sem nýr þjálfari þurfti ég að tjasla andlitinu aftur saman. Það kom mér á óvart að hann [Kasper Hjulmand] hafi verið að koma inn, verulega óvart.“ „En mín samviska er góð og ég fer sáttur að sofa á kvöldin. Ef ég segi eitthvað núna þá gæti það hljómað biturt. En þetta er svipað eins og að ég myndi banka upp á hjá Breiðabliki og segja að ég væri með fjárfesta sem myndu taka félagi yfir. Svo myndi ég setjast í stólinn. Mín samviska myndi ekki leyfa mér það.“Vísir/GettySkoða mín mál í janúar Hann segist hafa bætt sig sem þjálfari á þeim tíma sem hann starfaði hjá Nordsjælland enda allt annað umhverfi og stærri áskoranir en að starfa sem þjálfari á Íslandi. „Hvað framhaldið varðar þá kemur það í ljós. Ég held mínum plönum og skoða mín mál í janúar,“ segir Ólafur sem bætir því við að það þýði ekkert að velta því fyrir sér hvort hann muni taka að sér þjálfarastarf á Íslandi í bráð - enda öll lið hér á landi nú þegar með þjálfara. „En ég held að það sé líka ágætt þegar maður fær tækifæri á því að setjast aðeins niður, anda og hugsa til baka. Að nýta tímann til að gera hluti sem þjálfurum gefst öllu jöfnu ekki tækifæri á að gera og koma svo ferskur inn þegar nýtt tækifæri býðst,“ segir Ólafur. Hann viðurkennir að það sé ýmislegt sem hann hefði viljað gera öðruvísi þegar hann lítur til baka yfir tíma sinn hjá Nordsjælland. „En það eru hlutirnir sem fara í reynslubankann og nýtast manni svo í framtíðinni.“ Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fyrrum þjálfari Nordsjælland, segir að hann hafi lítið getað gert við ákvörðun nýrra eigenda félagsins sem ákváðu að skipta um þjálfara í síðustu viku. Það hafi ekki tengst árangri liðsins inni á vellinum. Ólafur var í viðtali í Akraborginni á X-inu í dag þar sem hann fór yfir viðskilnaðinn við Nordsjælland sem boðaði til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í síðustu viku. Á honum voru nýir eigendur kynntir til sögunnar, sem og nýr þjálfari. Sá heitir Kasper Hjulmand og var við stjórnvölinn hjá Nordsjælland áður en Ólafur tók við árið 2014. „Þetta er ekki það versta sem kemur fyrir fólk í lífinu og í raun get ég ekkert gert við þessu. Þetta var ákvörðun nýrra eigenda og maður verður að taka því. Nú er þessum kafla í lífi mínu lokið og maður horfir fram á veginn,“ sagði Ólafur í viðtalinu sem má heyra hér efst í fréttinni.Yngra lið og lægri launakostnaður Ólafur tók við Nordsjæland um mitt ár 2014 og undir hans stjórn endaði liðið í sjötta sæti. Nýtt tímabil hófst í haust en Nordsjælland tapaði síðustu þremur leikjum sínum fyrir vetrarfrí og er sem stendur í áttunda sæti. Ólafur bendir þó að það þurfi að skoða árangur liðsins í ákveðnu samhengi. „Það sem gleymist alltaf og ég vil halda til haga er að það var farið í ákveðnar breytingar þegar tók við starfinu árið 2014. Þá voru þær forsendur með ráðningunni að leikmannahópurinn yrði yngdur og launakostnaður minnkaður. Það þurfti því að taka aðeins til eftir þjálfarann sem var á undan og hafði náð frábærum árangri.“Sjá einnig: Ólafur hættir hjá Nordsjælland „Liðið endaði í sjötta sæti á síðasta tímabili sem var sami árangur og árið á undan. Við spiluðum nú gegn Bröndby í síðasta leik okkar fyrir vetrarfrí en vorum þá með hóp sem er árinu yngri að meðaltali en fyrir ári síðan.“ „Okkur hafði tekist ágætlega að yngja liðið og hreinsa til í leikmannahópnum. Þetta tímabil í úrvalsdeildinni var þar að auki nokkuð „gratís“ að því leyti að það er bara eitt lið sem fellur úr henni [vegna fjölgunar] og allar líkur á því að það verði Hobro.“ „Það var því hægt að leyfa sér að fara í ákveðna uppbyggingu. Árangurinn á vellinum upp og niður en sú ákvörðun að skipta um þjálfara var eingöngu vegna aðkomu nýrra eigenda að félaginu. Þeir komu inn með nýjan þjálfara.“Vísir/GettyFer sáttur að sofa á kvöldin Ólafur bætir við að sami hópur fjárfesta hafi reynt að kaupa fyrst Randers en án árangurs. Þá hafi einnig staðið til að skipta um þjálfara og því hafi ákvörðunin nú ekki komið á óvart. Hann segir að það hafi hins vegar komið flatt upp á hann þegar í ljós kom að Nordsjælland hafi verið selt til nýrra eigenda - og Hjulmand aftur ráðinn í starfið hans. „Þegar ég heyrði svo hver kæmi inn sem nýr þjálfari þurfti ég að tjasla andlitinu aftur saman. Það kom mér á óvart að hann [Kasper Hjulmand] hafi verið að koma inn, verulega óvart.“ „En mín samviska er góð og ég fer sáttur að sofa á kvöldin. Ef ég segi eitthvað núna þá gæti það hljómað biturt. En þetta er svipað eins og að ég myndi banka upp á hjá Breiðabliki og segja að ég væri með fjárfesta sem myndu taka félagi yfir. Svo myndi ég setjast í stólinn. Mín samviska myndi ekki leyfa mér það.“Vísir/GettySkoða mín mál í janúar Hann segist hafa bætt sig sem þjálfari á þeim tíma sem hann starfaði hjá Nordsjælland enda allt annað umhverfi og stærri áskoranir en að starfa sem þjálfari á Íslandi. „Hvað framhaldið varðar þá kemur það í ljós. Ég held mínum plönum og skoða mín mál í janúar,“ segir Ólafur sem bætir því við að það þýði ekkert að velta því fyrir sér hvort hann muni taka að sér þjálfarastarf á Íslandi í bráð - enda öll lið hér á landi nú þegar með þjálfara. „En ég held að það sé líka ágætt þegar maður fær tækifæri á því að setjast aðeins niður, anda og hugsa til baka. Að nýta tímann til að gera hluti sem þjálfurum gefst öllu jöfnu ekki tækifæri á að gera og koma svo ferskur inn þegar nýtt tækifæri býðst,“ segir Ólafur. Hann viðurkennir að það sé ýmislegt sem hann hefði viljað gera öðruvísi þegar hann lítur til baka yfir tíma sinn hjá Nordsjælland. „En það eru hlutirnir sem fara í reynslubankann og nýtast manni svo í framtíðinni.“ Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira