Óvissa um afdrif náttúrupassans Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Iðnaðarráðherra hefur staðið í ströngu vegna frumvarps um náttúrupassa. Hér spjallar hún við Sigríði Andersen, einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem lýst hefur yfir efasemdum um frumvarpið. fréttablaðið/stefán Fyrstu umræðu um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lauk í gær, en eftir er að kjósa um til hvaða nefndar málinu verður vísað. Mikil andstaða er við frumvarpið, í öllum flokkum, og þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðu allsendis óvíst hvort málið kæmist úr nefnd á yfirstandandi þingi. Ráðherra segist ekki hafa kannað hvort nægilegur stuðningur sé fyrir því að frumvarpið verði að lögum. „Ég hef ekki farið í hausatalningu. Ég geri mér algjörlega grein fyrir því að þetta er mál sem menn þurfa að skoða betur,“ segir Ragnheiður Elín og vísar til þess að málið gæti breyst í meðförum þingnefndar. Hún segir margar gagnlegar athugasemdir hafa komið fram, en er ekki tilbúin til að segja að einstök atriði hafi komið fram sem hún vilji sjá til breytingar á frumvarpinu, þótt ýmislegt megi skoða. „Ef menn telja þörf á því að skýra hlutina betur hvað varðar almannaréttinn, já. Ef menn telja einfaldara fyrirkomulag í boði varðandi það hvernig á að nálgast Íslendinga annars vegar og erlenda ferðamenn, já, þá er ég tilbúin að skoða það.“ Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, voru sammála um að afdrif málsins réðust af vinnu þingnefndar. Mögulega tækist nefndinni að finna sáttaleið sem væri blanda af fleiri hugmyndum um gjaldtöku, en allt eins víst væri að málið yrði látið liggja í nefnd fram á haust. Málið var afgreitt úr þingflokkum stjórnarflokkanna og gerði þingflokkur Framsóknarflokksins formlega fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi einnig gert fyrirvara við stuðning, þó ekki hafi þeir verið formlegir. Andstaða gagnvart frumvarpinu er ekki skipulögð og fráleitt ríkir samstaða um hvað gæti komið í staðinn fyrir náttúrupassann. Því er líklegast að blönduð leið verði fyrir valinu. Ragnheiður Elín virðist raunar opin fyrir slíku. „Ég heyrði í gær [fyrradag] í formanni Ferðamálasamtaka Íslands sem var að tala um hvort hugsanlega væri hægt að fara af stað með einhvern valkvæðan passa meðan fólk væri að venjast tilhugsuninni. Alla svona hluti er ég tilbúin að skoða, að sjálfsögðu.“ Fyrsta umræða um málið tók þrjá daga og reikna má með að einhverjir dagar fari í aðra og þriðju umræðu. Til þess ber að taka að aðeins eru eftir 40 þingdagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Það gæti rennt stoðum undir þá spá margra heimildarmanna Fréttablaðsins að málið komi kannski ekki úr nefnd fyrir þingfrestun í vor.Upphlaup á Alþingi „Það togast á í mér þau sjónarmið hvort þetta eigi að fara til atvinnuveganefndar eins og menn hafa gert ráð fyrir eða til umhverfisnefndar.“ Þessi orð iðnaðarráðherra á síðustu mínútum fyrstu umræðunnar lýsa því vel hve mikil óvissa ríkir um afdrif málsins. Allir höfðu gert ráð fyrir því að málinu yrði vísað til atvinnuveganefndar og ummæli ráðherra hleyptu illu blóði í þingmenn. Eftir ýmis brigslyrði, ósk um að hlé yrði gert á fundi og tillögu Róberts Marshall, þingmanns Bjartrar framtíðar, um að málinu yrði vísað til umhverfisnefndar, kom ráðherra í pontu og lagði til að málinu yrði eftir allt saman vísað til atvinnuveganefndar, en ekki til umhverfis- og samgöngunefndar og efnahags- og skattanefndar. Fljótlega eftir það lauk umræðunni, en eftir er að kjósa á milli tillagnanna tveggja. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lauk í gær, en eftir er að kjósa um til hvaða nefndar málinu verður vísað. Mikil andstaða er við frumvarpið, í öllum flokkum, og þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðu allsendis óvíst hvort málið kæmist úr nefnd á yfirstandandi þingi. Ráðherra segist ekki hafa kannað hvort nægilegur stuðningur sé fyrir því að frumvarpið verði að lögum. „Ég hef ekki farið í hausatalningu. Ég geri mér algjörlega grein fyrir því að þetta er mál sem menn þurfa að skoða betur,“ segir Ragnheiður Elín og vísar til þess að málið gæti breyst í meðförum þingnefndar. Hún segir margar gagnlegar athugasemdir hafa komið fram, en er ekki tilbúin til að segja að einstök atriði hafi komið fram sem hún vilji sjá til breytingar á frumvarpinu, þótt ýmislegt megi skoða. „Ef menn telja þörf á því að skýra hlutina betur hvað varðar almannaréttinn, já. Ef menn telja einfaldara fyrirkomulag í boði varðandi það hvernig á að nálgast Íslendinga annars vegar og erlenda ferðamenn, já, þá er ég tilbúin að skoða það.“ Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, voru sammála um að afdrif málsins réðust af vinnu þingnefndar. Mögulega tækist nefndinni að finna sáttaleið sem væri blanda af fleiri hugmyndum um gjaldtöku, en allt eins víst væri að málið yrði látið liggja í nefnd fram á haust. Málið var afgreitt úr þingflokkum stjórnarflokkanna og gerði þingflokkur Framsóknarflokksins formlega fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi einnig gert fyrirvara við stuðning, þó ekki hafi þeir verið formlegir. Andstaða gagnvart frumvarpinu er ekki skipulögð og fráleitt ríkir samstaða um hvað gæti komið í staðinn fyrir náttúrupassann. Því er líklegast að blönduð leið verði fyrir valinu. Ragnheiður Elín virðist raunar opin fyrir slíku. „Ég heyrði í gær [fyrradag] í formanni Ferðamálasamtaka Íslands sem var að tala um hvort hugsanlega væri hægt að fara af stað með einhvern valkvæðan passa meðan fólk væri að venjast tilhugsuninni. Alla svona hluti er ég tilbúin að skoða, að sjálfsögðu.“ Fyrsta umræða um málið tók þrjá daga og reikna má með að einhverjir dagar fari í aðra og þriðju umræðu. Til þess ber að taka að aðeins eru eftir 40 þingdagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Það gæti rennt stoðum undir þá spá margra heimildarmanna Fréttablaðsins að málið komi kannski ekki úr nefnd fyrir þingfrestun í vor.Upphlaup á Alþingi „Það togast á í mér þau sjónarmið hvort þetta eigi að fara til atvinnuveganefndar eins og menn hafa gert ráð fyrir eða til umhverfisnefndar.“ Þessi orð iðnaðarráðherra á síðustu mínútum fyrstu umræðunnar lýsa því vel hve mikil óvissa ríkir um afdrif málsins. Allir höfðu gert ráð fyrir því að málinu yrði vísað til atvinnuveganefndar og ummæli ráðherra hleyptu illu blóði í þingmenn. Eftir ýmis brigslyrði, ósk um að hlé yrði gert á fundi og tillögu Róberts Marshall, þingmanns Bjartrar framtíðar, um að málinu yrði vísað til umhverfisnefndar, kom ráðherra í pontu og lagði til að málinu yrði eftir allt saman vísað til atvinnuveganefndar, en ekki til umhverfis- og samgöngunefndar og efnahags- og skattanefndar. Fljótlega eftir það lauk umræðunni, en eftir er að kjósa á milli tillagnanna tveggja.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent