Féll á lyfjaprófi og ætlar að áfrýja til íþróttadómstólsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Sigfús sættir sig ekki við bannið en vill lítið tjá sig. vísir/sigurjón pétursson „Þessari niðurstöðu verður áfrýjað til íþróttadómstólsins í Sviss. Það hefur ekki verið neinn vafi á því síðan fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta mál,“ segir kraftlyftingamaðurinn Sigfús Fossdal. Hann féll á lyfjaprófi sem var tekið í heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum en það fór fram í Denver í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári. Sigfús var settur í bráðabirgðabann 3. desember og bannið var staðfest þann 25. janúar. Sigfúsi er gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt og hann fer einnig í tveggja ára keppnisbann frá íþróttinni. Við þetta unir Sigfús ekki og því ætlar hann að áfrýja til Sviss. „Ég á von á annarri niðurstöðu hjá þessum dómstóli. Ég var ekki með neinn ásetning að nota ólögleg efni. Ég hef ekki meira um málið að segja að svo stöddu,“ segir Sigfús.Bundinn trúnaði Kraftlyftingasamband Íslands var í vikunni harkalega gagnrýnt af Kraftlyftingafélagi Gróttu fyrir að veita Sigfúsi styrk úr afrekssjóði ÍSÍ upp á 300 þúsund krónur. Tilkynnt var um úthlutun úr sjóðnum 22. janúar. Þrem dögum áður en staðfest var að Sigfús væri á leið í bann. Grótta segir að það veki furðu að sambandið hafi veitt Sigfúsi styrk þar sem legið hafi fyrir að hann hefði fallið á lyfjaprófi. „Það ríkti trúnaður með mál Sigfúsar þar til niðurstaða hefur verið birt opinberlega. Ég og stjórnin vorum því bundin trúnaði og þann trúnað ber að virða. Þetta var því eðlilegt verkferli hjá okkur,“ segir Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingasambandsins, en hvað með umsókn þeirra um afreksstyrk til handa Sigfúsi? „Við þurftum að skila inn umsóknum til afrekssjóðs fyrir 30. nóvember en það er ekki fyrr en 3. desember sem við fáum tilkynningu um að Sigfús sé fallinn á lyfjaprófi.“Ekki okkar að dæma fólk Sigurjón segir að ferlið þar til dómur fellur endanlega sé nokkuð langt. „Sigfús trúir ekki niðurstöðu A-sýnis og óskar eftir því að B-sýni sé opnað og verði greint. Það kostar hann yfir 100 þúsund krónur. Sama niðurstaða kom úr því prófi. “ „Hann fær síðan frest til þess að efnagreina fæðubótarefni sem hann hafði verið að taka. Sigfús grunar að efnið sem fannst í honum sé í því fæðubótarefni þó svo það komi ekki fram í innihaldslýsingu. Þar fer hann í meiri tilkostnað,“ segir Sigurjón en ekkert kom út úr því. Þá sé boðað til málsvarnar sem síðan er lögð fyrir lyfjadómstólinn. Dómstóllinn kveður síðan upp sinn dóm og sá dómur kemur seint í janúar. „Í millitíðinni vinnur afrekssjóður sín mál og hann vinnur út frá því að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð.“ Þó svo búið hafi verið að tilkynna um úthlutun úr afrekssjóði til Sigfúsar þá er hann ekki búinn að fá peningana. Hann fær þá peninga heldur ekki strax. „Ekki meðan málið er enn í ferli. Þá fær hann ekki úr sjóðnum. Við gátum heldur ekki afturkallað umsóknina um styrkinn meðan ekki var búið að dæma í því. Þá erum við að taka okkur dómsvald í hendur. Er það okkar að dæma fólk? Hver vill komast í þá stöðu að sakfella fólk og síðan brjóta trúnað?“ Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira
„Þessari niðurstöðu verður áfrýjað til íþróttadómstólsins í Sviss. Það hefur ekki verið neinn vafi á því síðan fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta mál,“ segir kraftlyftingamaðurinn Sigfús Fossdal. Hann féll á lyfjaprófi sem var tekið í heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum en það fór fram í Denver í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári. Sigfús var settur í bráðabirgðabann 3. desember og bannið var staðfest þann 25. janúar. Sigfúsi er gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt og hann fer einnig í tveggja ára keppnisbann frá íþróttinni. Við þetta unir Sigfús ekki og því ætlar hann að áfrýja til Sviss. „Ég á von á annarri niðurstöðu hjá þessum dómstóli. Ég var ekki með neinn ásetning að nota ólögleg efni. Ég hef ekki meira um málið að segja að svo stöddu,“ segir Sigfús.Bundinn trúnaði Kraftlyftingasamband Íslands var í vikunni harkalega gagnrýnt af Kraftlyftingafélagi Gróttu fyrir að veita Sigfúsi styrk úr afrekssjóði ÍSÍ upp á 300 þúsund krónur. Tilkynnt var um úthlutun úr sjóðnum 22. janúar. Þrem dögum áður en staðfest var að Sigfús væri á leið í bann. Grótta segir að það veki furðu að sambandið hafi veitt Sigfúsi styrk þar sem legið hafi fyrir að hann hefði fallið á lyfjaprófi. „Það ríkti trúnaður með mál Sigfúsar þar til niðurstaða hefur verið birt opinberlega. Ég og stjórnin vorum því bundin trúnaði og þann trúnað ber að virða. Þetta var því eðlilegt verkferli hjá okkur,“ segir Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingasambandsins, en hvað með umsókn þeirra um afreksstyrk til handa Sigfúsi? „Við þurftum að skila inn umsóknum til afrekssjóðs fyrir 30. nóvember en það er ekki fyrr en 3. desember sem við fáum tilkynningu um að Sigfús sé fallinn á lyfjaprófi.“Ekki okkar að dæma fólk Sigurjón segir að ferlið þar til dómur fellur endanlega sé nokkuð langt. „Sigfús trúir ekki niðurstöðu A-sýnis og óskar eftir því að B-sýni sé opnað og verði greint. Það kostar hann yfir 100 þúsund krónur. Sama niðurstaða kom úr því prófi. “ „Hann fær síðan frest til þess að efnagreina fæðubótarefni sem hann hafði verið að taka. Sigfús grunar að efnið sem fannst í honum sé í því fæðubótarefni þó svo það komi ekki fram í innihaldslýsingu. Þar fer hann í meiri tilkostnað,“ segir Sigurjón en ekkert kom út úr því. Þá sé boðað til málsvarnar sem síðan er lögð fyrir lyfjadómstólinn. Dómstóllinn kveður síðan upp sinn dóm og sá dómur kemur seint í janúar. „Í millitíðinni vinnur afrekssjóður sín mál og hann vinnur út frá því að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð.“ Þó svo búið hafi verið að tilkynna um úthlutun úr afrekssjóði til Sigfúsar þá er hann ekki búinn að fá peningana. Hann fær þá peninga heldur ekki strax. „Ekki meðan málið er enn í ferli. Þá fær hann ekki úr sjóðnum. Við gátum heldur ekki afturkallað umsóknina um styrkinn meðan ekki var búið að dæma í því. Þá erum við að taka okkur dómsvald í hendur. Er það okkar að dæma fólk? Hver vill komast í þá stöðu að sakfella fólk og síðan brjóta trúnað?“
Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira