Hef lagt líf mitt og sál í að búa til besta skíðamann sem Ísland hefur átt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2015 09:00 Helga María er hér á þessari skemmtilegu mynd á ferðinni í stórsviginu á fimmtudag þar sem hún náði sögulegum árangri. Vísir/Getty „Það vill svo til að við erum með ömurlegan þjálfara sem kann ekki að þjálfa og undirbúa krakkana fyrir svona mót. Stjórn skíðasambandsins og þjálfarinn hafa ekki staðið sig vel í undirbúningi fyrir þetta mót,“ segir Vilhjálmur Ólafsson en hann er faðir skíðakonunnar Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur. Hún náði fínum árangri á HM á fimmtudag er hún endaði í 56. sæti í stórsvigi. Það var aðeins í annað sinn sem íslensk kona kemst í seinni umferð á HM í stórsvigi. Aðrir keppendur komust þó ekki áfram. Þó svo Vilhjálmur væri ánægður með árangur dótturinnar þá er hann ekki ánægður með þjálfarann né stjórn Skíðasambandsins. „Hún fær ekki keppnisleyfi frá SKÍ til þess að taka þátt í Evrópumótaröðinni sem ég hef ítrekað beðið um. Það þarf að taka þátt í henni til þess að undirbúa sig sem best fyrir mót eins og heimsmeistaramót. Við ætluðum að taka þátt í þessu á okkar kostnað. Það átti ekki að kosta skíðasambandið neitt. Þeir neita okkur um það í þeim eina tilgangi að passa upp á að hún taki ekki of mikið fram úr hinum og þá sérstaklega ekki dóttur formannsins,“ segir Vilhjálmur en formaðurinn er Einar Þór Bjarnason. Vilhjálmur sakar formanninn um að sinna ekki starfi sínu af fagmennsku.Rætt við ÍSÍ um einelti „Það er bara einelti hvernig hefur verið komið fram við okkur. Ég veit bara ekki hvert ég á að kæra þetta en ég hef rætt við ÍSÍ að þarna gæti verið um einelti að ræða í okkar garð. Formaðurinn víkur aldrei til hliðar þegar hagsmunir dóttur minnar skarast á við hagsmuni dóttur hans. Foreldrar hugsanlegra afreksbarna eiga ekki að bjóða sig fram í svona stöðu. Hann er að misnota aðstöðu sína. Hver vill setja barnið sitt í svona aðstöðu? Ég varaði hann við því að gera þetta áður en hann bauð sig fram. Hann hlustaði ekki á mig.“ Til þess að fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni þarf viðkomandi skíðamaður að vera á meðal 250 bestu. Þangað er Helga María ekki komin og því vill Skíðasambandið ekki veita henni þátttökurétt. „Þetta eru strangari viðmið en margar aðrar þjóðir eru að setja.Þau er sett án þess að bera það undir skíðaþing. Það er enginn Íslendingur að fara undir það viðmið í stórsvigi á næstu 50 árum. Ég skal éta hatt minn ef það gerist. Ég er hundfúll út í þetta lið. Ef það væri einn maður með viti í stjórn sem hefði spyrnt við fótum þá væri Helga María búin að taka þátt í öllum mótum á Evrópumótaröðinni og hugsanlega á tveim heimsbikarmótum. Hefði Helga fengið að taka þátt eins og við vildum þá hefði hún ekki verið fjórtán sekúndum á eftir efstu stelpu í stórsviginu á HM heldur sex sekúndum. Ég er sannfærður um það. Hana vantar almennilega keppnisreynslu á löngum brautum.“Á að reka landsliðsþjálfarann Vilhjálmur segir landsliðsþjálfarann, Fjalar Úlfarsson, vera rangan mann í starfið. „Fjalar er algjörlega vanhæfur þjálfari og kann ekki að þjálfa. Það á að reka hann strax. Það væri góðverk við skíðahreyfinguna á Íslandi ef hann væri rekinn strax í dag. Hann hefur engan bakgrunn til að þjálfa og enga reynslu. Svo er hann með óhæft bakland í alpagreinanefndinni sem virðist heldur ekki vera starfi sínu vaxin. Hann er allan veturinn með landsliðshópinn í Noregi og Svíþjóð á mótum sem eru ekki nógu sterk til þess að undirbúa fyrir HM og Ólympíuleika,“ segir Vilhjálmur frekar reiður en hann segist vera búinn að fórna miklu til þess að láta skíðadraum dótturinnar rætast. „Ég hef lagt líf mitt og sál í að búa til besta skíðamann sem Ísland hefur átt. Ég lagði sálina og alla mína aukapeninga í þetta verkefni. Svo koma þessir kallar í stjórn Skíðasambandsins, alpagreinanefnd og þessi þjálfari og hafa það eina markmið að leggja stein í götu okkar. Það hafa þeir gert nánast síðan Helga byrjaði að keppa með fullorðnum. Það er einn skíðamaður að gera þetta af alvöru á Íslandi og hún heitir Helga María Vilhjálmsdóttir. Aðrir eru ekki að gera þetta af neinu viti. Það er enginn með sama fókus og metnað og hún. Við höfum stefnt á Evrópumótaröðina og síðan heimsbikarinn síðan við byrjuðum. Það er kannski ljótt að segja það en aðrir eru að drepa tímann.“Vilja búa til besta skíðamanninn Að sögn Vilhjálms hafa þau hjónin sett um fimm milljónir króna í þetta verkefni að meðaltali á síðustu átta árum. „Þegar maður er að setja svona mikla peninga í þetta þá er erfitt að mæta svona hálfvitum, og þú mátt alveg hafa það eftir mér, eins og formanni alpagreinanefndarinnar og Fjalari þjálfara sem telja sig vita alla hluti en kunna ekki einu sinni að brýna kant á skíðum. Þá verður maður pirraður. Við höfum sett alla okkar peninga í þetta og húsið okkar fer á uppboð einhvern daginn enda hrannast upp ógreiddir reikningar. Af því að við höfum það að markmiði að búa til besta skíðamann í sögu Íslands. Það markmið næst kannski ekki en við erum að reyna og hún er á réttri leið. Við gefumst ekki upp.“ Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
„Það vill svo til að við erum með ömurlegan þjálfara sem kann ekki að þjálfa og undirbúa krakkana fyrir svona mót. Stjórn skíðasambandsins og þjálfarinn hafa ekki staðið sig vel í undirbúningi fyrir þetta mót,“ segir Vilhjálmur Ólafsson en hann er faðir skíðakonunnar Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur. Hún náði fínum árangri á HM á fimmtudag er hún endaði í 56. sæti í stórsvigi. Það var aðeins í annað sinn sem íslensk kona kemst í seinni umferð á HM í stórsvigi. Aðrir keppendur komust þó ekki áfram. Þó svo Vilhjálmur væri ánægður með árangur dótturinnar þá er hann ekki ánægður með þjálfarann né stjórn Skíðasambandsins. „Hún fær ekki keppnisleyfi frá SKÍ til þess að taka þátt í Evrópumótaröðinni sem ég hef ítrekað beðið um. Það þarf að taka þátt í henni til þess að undirbúa sig sem best fyrir mót eins og heimsmeistaramót. Við ætluðum að taka þátt í þessu á okkar kostnað. Það átti ekki að kosta skíðasambandið neitt. Þeir neita okkur um það í þeim eina tilgangi að passa upp á að hún taki ekki of mikið fram úr hinum og þá sérstaklega ekki dóttur formannsins,“ segir Vilhjálmur en formaðurinn er Einar Þór Bjarnason. Vilhjálmur sakar formanninn um að sinna ekki starfi sínu af fagmennsku.Rætt við ÍSÍ um einelti „Það er bara einelti hvernig hefur verið komið fram við okkur. Ég veit bara ekki hvert ég á að kæra þetta en ég hef rætt við ÍSÍ að þarna gæti verið um einelti að ræða í okkar garð. Formaðurinn víkur aldrei til hliðar þegar hagsmunir dóttur minnar skarast á við hagsmuni dóttur hans. Foreldrar hugsanlegra afreksbarna eiga ekki að bjóða sig fram í svona stöðu. Hann er að misnota aðstöðu sína. Hver vill setja barnið sitt í svona aðstöðu? Ég varaði hann við því að gera þetta áður en hann bauð sig fram. Hann hlustaði ekki á mig.“ Til þess að fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni þarf viðkomandi skíðamaður að vera á meðal 250 bestu. Þangað er Helga María ekki komin og því vill Skíðasambandið ekki veita henni þátttökurétt. „Þetta eru strangari viðmið en margar aðrar þjóðir eru að setja.Þau er sett án þess að bera það undir skíðaþing. Það er enginn Íslendingur að fara undir það viðmið í stórsvigi á næstu 50 árum. Ég skal éta hatt minn ef það gerist. Ég er hundfúll út í þetta lið. Ef það væri einn maður með viti í stjórn sem hefði spyrnt við fótum þá væri Helga María búin að taka þátt í öllum mótum á Evrópumótaröðinni og hugsanlega á tveim heimsbikarmótum. Hefði Helga fengið að taka þátt eins og við vildum þá hefði hún ekki verið fjórtán sekúndum á eftir efstu stelpu í stórsviginu á HM heldur sex sekúndum. Ég er sannfærður um það. Hana vantar almennilega keppnisreynslu á löngum brautum.“Á að reka landsliðsþjálfarann Vilhjálmur segir landsliðsþjálfarann, Fjalar Úlfarsson, vera rangan mann í starfið. „Fjalar er algjörlega vanhæfur þjálfari og kann ekki að þjálfa. Það á að reka hann strax. Það væri góðverk við skíðahreyfinguna á Íslandi ef hann væri rekinn strax í dag. Hann hefur engan bakgrunn til að þjálfa og enga reynslu. Svo er hann með óhæft bakland í alpagreinanefndinni sem virðist heldur ekki vera starfi sínu vaxin. Hann er allan veturinn með landsliðshópinn í Noregi og Svíþjóð á mótum sem eru ekki nógu sterk til þess að undirbúa fyrir HM og Ólympíuleika,“ segir Vilhjálmur frekar reiður en hann segist vera búinn að fórna miklu til þess að láta skíðadraum dótturinnar rætast. „Ég hef lagt líf mitt og sál í að búa til besta skíðamann sem Ísland hefur átt. Ég lagði sálina og alla mína aukapeninga í þetta verkefni. Svo koma þessir kallar í stjórn Skíðasambandsins, alpagreinanefnd og þessi þjálfari og hafa það eina markmið að leggja stein í götu okkar. Það hafa þeir gert nánast síðan Helga byrjaði að keppa með fullorðnum. Það er einn skíðamaður að gera þetta af alvöru á Íslandi og hún heitir Helga María Vilhjálmsdóttir. Aðrir eru ekki að gera þetta af neinu viti. Það er enginn með sama fókus og metnað og hún. Við höfum stefnt á Evrópumótaröðina og síðan heimsbikarinn síðan við byrjuðum. Það er kannski ljótt að segja það en aðrir eru að drepa tímann.“Vilja búa til besta skíðamanninn Að sögn Vilhjálms hafa þau hjónin sett um fimm milljónir króna í þetta verkefni að meðaltali á síðustu átta árum. „Þegar maður er að setja svona mikla peninga í þetta þá er erfitt að mæta svona hálfvitum, og þú mátt alveg hafa það eftir mér, eins og formanni alpagreinanefndarinnar og Fjalari þjálfara sem telja sig vita alla hluti en kunna ekki einu sinni að brýna kant á skíðum. Þá verður maður pirraður. Við höfum sett alla okkar peninga í þetta og húsið okkar fer á uppboð einhvern daginn enda hrannast upp ógreiddir reikningar. Af því að við höfum það að markmiði að búa til besta skíðamann í sögu Íslands. Það markmið næst kannski ekki en við erum að reyna og hún er á réttri leið. Við gefumst ekki upp.“
Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira