Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Sjaldséður stöðugleiki ríkir um þessar mundir í íslensku efnahagslífi. Jákvæð teikn eru á lofti og þrátt fyrir fjármagnshöft virðist nokkurt jafnvægi á íslensku hagkerfi – verðbólga er lítil, gengi krónunnar er stöðugt, jafnvægi er á viðskiptum við útlönd, atvinnuleysi hefur minnkað og ríkissjóður var rekinn með afgangi á liðnu ári. Þá má segja að uppfærð hagspá Seðlabankans gefi tilefni til ákveðinnar bjartsýni, en gangi spá bankans eftir mun hér ríkja stöðugleiki allt fram til ársins 2018. Bjartsýni er góð svo lengi sem við látum ekki blindast af henni og gott gengi réttlætir ekki kæruleysi. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en við vitum af fenginni reynslu hversu miklu máli niðurstaða kjarasamninga getur skipt fyrir íslenskt efnahagslíf. Það hversu mikið ber í milli í kröfum verkalýðsfélaga og hugmyndum atvinnurekenda er alvarlegt. Kjarasamningar gegna mikilvægu hagstjórnarhlutverki, enda einn helsti áhrifaþáttur verðbólgu á Íslandi. Til langs tíma getur kaupmáttur launa ekki vaxið umfram framleiðnivöxt hagkerfisins og því munu launahækkanir umfram verðmætasköpun fyrirtækja ávallt leiða til aukinnar verðbólgu. Þetta hefur reynslan sýnt og ætti ekki að vera umdeilt. Þrátt fyrir það hafa launahækkanir á Íslandi sjaldnast tekið mið af þessari vitneskju og skyldi því engan undra að verðbólgusaga okkar er eins og hún er. Það er merkilegt, ekki síst vegna þess að nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa fetað aðra leið. Þar hafa laun hækkað í samræmi við vöxt hagkerfisins og hefur það skilað sér í lægri verðbólgu og lægra vaxtastigi. Er vilji til að læra af reynslunni? Nýlegir samningar ríkisins við lækna um 30% launahækkun á næstu þremur árum gefa ekki tilefni til að ætla að svo sé. Þó læknar séu fámennur hópur í hlutfalli við vinnumarkaðinn er enginn eyland og fylgi aðrir hópar eru áhrifin fyrirséð. Auðvitað geta ytri þættir eins og batnandi viðskiptakjör skapað viðbótarsvigrúm til launahækkana. Við sáum slíkt á síðasta ári, launavísitala Hagstofunnar í árslok mældist ríflega 6% en á sama tíma mældist verðbólgan undir einu prósentustigi og hefur aldrei mælst lægri. Það má segja að við höfum verið heppin, batnandi viðskiptakjör og styrking krónunnar unnu gegn launaverðbólgunni. Hugsanlega getum við orðið heppin á árinu 2015, tekið sjensinn og elt lækna, en það er varla ábyrg stefna. Mikilvægt er að hafa í huga að íslensk heimili eru ekki aðeins næm fyrir verðbólgu heldur einnig vaxtahækkunum, en aukin ásókn heimila í óverðtryggð lán hefur aukið áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði. Seðlabankinn hefur sýnt það í verki að hann hækkar vexti fljótt telji hann verðstöðugleika ógnað og nægir að líta til síðustu tvennra kjarasamninga til að staðfesta það. Í kjölfar mikilla launahækkana 2011 hækkaði bankinn vexti en frá síðustu kjarasamningum hafa vextir lækkað. Seðlabankanum ber að beita vöxtum til að halda aftur af verðbólguþrýstingi og er vaxtastigið því afleiðing en ekki orsök. Niðurstaða kjarasamninga ræður að miklu leyti för. Á endanum snýst þetta um hið margumtalaða svigrúm. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á stærð þess en ramminn er nokkuð þekktur. Engar undirliggjandi hagstærðir réttlæta tuga prósenta launahækkanir og verði um þær samið munu þær jafnast út í verðbólgu. Ef áfram verður litið fram hjá því við gerð kjarasamninga mun lítið ávinnast. Er ekki kominn tími til að velja raunhæfari leiðir til að auka kaupmátt og reyna fyrir alvöru að bæta lífskjör okkar til langs tíma? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sjaldséður stöðugleiki ríkir um þessar mundir í íslensku efnahagslífi. Jákvæð teikn eru á lofti og þrátt fyrir fjármagnshöft virðist nokkurt jafnvægi á íslensku hagkerfi – verðbólga er lítil, gengi krónunnar er stöðugt, jafnvægi er á viðskiptum við útlönd, atvinnuleysi hefur minnkað og ríkissjóður var rekinn með afgangi á liðnu ári. Þá má segja að uppfærð hagspá Seðlabankans gefi tilefni til ákveðinnar bjartsýni, en gangi spá bankans eftir mun hér ríkja stöðugleiki allt fram til ársins 2018. Bjartsýni er góð svo lengi sem við látum ekki blindast af henni og gott gengi réttlætir ekki kæruleysi. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en við vitum af fenginni reynslu hversu miklu máli niðurstaða kjarasamninga getur skipt fyrir íslenskt efnahagslíf. Það hversu mikið ber í milli í kröfum verkalýðsfélaga og hugmyndum atvinnurekenda er alvarlegt. Kjarasamningar gegna mikilvægu hagstjórnarhlutverki, enda einn helsti áhrifaþáttur verðbólgu á Íslandi. Til langs tíma getur kaupmáttur launa ekki vaxið umfram framleiðnivöxt hagkerfisins og því munu launahækkanir umfram verðmætasköpun fyrirtækja ávallt leiða til aukinnar verðbólgu. Þetta hefur reynslan sýnt og ætti ekki að vera umdeilt. Þrátt fyrir það hafa launahækkanir á Íslandi sjaldnast tekið mið af þessari vitneskju og skyldi því engan undra að verðbólgusaga okkar er eins og hún er. Það er merkilegt, ekki síst vegna þess að nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa fetað aðra leið. Þar hafa laun hækkað í samræmi við vöxt hagkerfisins og hefur það skilað sér í lægri verðbólgu og lægra vaxtastigi. Er vilji til að læra af reynslunni? Nýlegir samningar ríkisins við lækna um 30% launahækkun á næstu þremur árum gefa ekki tilefni til að ætla að svo sé. Þó læknar séu fámennur hópur í hlutfalli við vinnumarkaðinn er enginn eyland og fylgi aðrir hópar eru áhrifin fyrirséð. Auðvitað geta ytri þættir eins og batnandi viðskiptakjör skapað viðbótarsvigrúm til launahækkana. Við sáum slíkt á síðasta ári, launavísitala Hagstofunnar í árslok mældist ríflega 6% en á sama tíma mældist verðbólgan undir einu prósentustigi og hefur aldrei mælst lægri. Það má segja að við höfum verið heppin, batnandi viðskiptakjör og styrking krónunnar unnu gegn launaverðbólgunni. Hugsanlega getum við orðið heppin á árinu 2015, tekið sjensinn og elt lækna, en það er varla ábyrg stefna. Mikilvægt er að hafa í huga að íslensk heimili eru ekki aðeins næm fyrir verðbólgu heldur einnig vaxtahækkunum, en aukin ásókn heimila í óverðtryggð lán hefur aukið áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði. Seðlabankinn hefur sýnt það í verki að hann hækkar vexti fljótt telji hann verðstöðugleika ógnað og nægir að líta til síðustu tvennra kjarasamninga til að staðfesta það. Í kjölfar mikilla launahækkana 2011 hækkaði bankinn vexti en frá síðustu kjarasamningum hafa vextir lækkað. Seðlabankanum ber að beita vöxtum til að halda aftur af verðbólguþrýstingi og er vaxtastigið því afleiðing en ekki orsök. Niðurstaða kjarasamninga ræður að miklu leyti för. Á endanum snýst þetta um hið margumtalaða svigrúm. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á stærð þess en ramminn er nokkuð þekktur. Engar undirliggjandi hagstærðir réttlæta tuga prósenta launahækkanir og verði um þær samið munu þær jafnast út í verðbólgu. Ef áfram verður litið fram hjá því við gerð kjarasamninga mun lítið ávinnast. Er ekki kominn tími til að velja raunhæfari leiðir til að auka kaupmátt og reyna fyrir alvöru að bæta lífskjör okkar til langs tíma?
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun