Sérstakt kvöld í Laugardalshöllinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Fer á EM. Einar Daði verður einn sex Íslendinga sem keppa á EM innanhúss í frjálsum í næsta mánuði. fréttablaðið/anton Einar Daði Lárusson fékk í gær boð um að taka þátt í EM innanhúss sem fer fram í Prag snemma í næsta mánuði. Þar mun hann keppa í sjöþraut en aðeins fimmtán bestu fjölþrautarmönnum Evrópu er boðið til þátttöku. Einar Daði komst inn með frábærri þraut á stuttu og snörpu móti í Laugardalshöllinni í síðustu viku. Einar Daði er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og hefur verið um árabil. Eftir frábært ár 2012 gerðu meiðsli í hásin og hæl honum erfitt um vik en fyrir ári náði hann að klára sínu fyrstu fjölþraut í átján mánuði. Hann tók eina tugþraut utanhúss á síðasta ári og hefur síðan byrjað innanhússtímabilið í vetur af krafti. EM í Prag verður hans fyrsta alþjóðlega stórmót í tvö og hálft ár. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta,“ sagði Einar Daði um boðið sem barst í gær.Tók lengri tíma en ég bjóst við Hann segir að það hafi tekið afar langan tíma að koma sér aftur af stað eftir meiðslin. „Ég vissi að ef ég myndi bara halda áfram og gera mitt kæmi það á endanum. En vissulega hefur þetta tekið lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu,“ segir Einar Daði sem segist þó ekki enn vera orðinn 100 prósent heill. „Þessi veikleiki í hælnum á mér á örugglega eftir að vera alltaf til staðar. Það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að geta unnið í kringum mín meiðsli og haldið áfram að stunda mína íþrótt,“ segir Einar Daði.Óvenjulegt en skemmtilegt Á fimmtudagskvöldið barst fjölmiðlum skyndilega tilkynning frá Þráni Hafsteinssyni, þjálfara Einars Daða hjá ÍR, um að hans maður hefði stórbætt sig í sjöþraut í sérstakri sjöþrautarkeppni sem var haldin í Laugardalshöllinni tvær kvöldstundir, 18. og 19. febrúar. „Mótið var sett upp vegna þess að við vissum að líklega þyrfti ég að bæta mig um 100 stig eða svo til að komast á EM. Það gekk sem betur fer eftir,“ segir Einar Daði sem fékk 5.726 stig fyrir þrautina. Það skilaði honum í fjórtánda sæti Evrópulistans sem miðað var við fyrir EM í Prag. „Þetta var mjög skemmtilegt og afar óvenjulegt. Ég reyndar sleppti því að mæta í skólann þennan dag til að hvíla mig fyrir þrautina en annars var þetta mjög sérstakt,“ lýsir hann og bætir við að sér hafi þótt erfitt að fara í gegnum allar greinarnar á svo skömmum tíma. „Ég hafði um tíu mínútur á milli greina og ég brá á það ráð að fara afsíðis til að slaka á eins mikið og ég gat,“ segir Einar Daði.Dett í gírinn í Prag Hann á von á harðri samkeppni á EM í Prag enda aðeins þeim bestu í álfunni boðið á mótið. „Ég er fyrst og fremst glaður með að hafa komist á mótið en ég er ekki búinn að hugsa málið lengra en svo. Ég vonast auðvitað til að detta í gírinn og ná góðri þraut. Það verður gaman að komast í þessa flottu umgjörð með fullt af áhorfendum.“ Alls fara sex Íslendingar á EM í Prag og Einar Daði segir að það sé stórskemmtilegt. „Við myndum sterkt lið á þessu móti og það styrkir okkur. Það er mikill uppgangur í íþróttinni og ég tel að síðasta Meistaramót hafi verið eitt sterkasta innanhússmót sem hefur verið haldið í langan tíma á Íslandi. Það veit á gott.“ Innlendar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira
Einar Daði Lárusson fékk í gær boð um að taka þátt í EM innanhúss sem fer fram í Prag snemma í næsta mánuði. Þar mun hann keppa í sjöþraut en aðeins fimmtán bestu fjölþrautarmönnum Evrópu er boðið til þátttöku. Einar Daði komst inn með frábærri þraut á stuttu og snörpu móti í Laugardalshöllinni í síðustu viku. Einar Daði er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og hefur verið um árabil. Eftir frábært ár 2012 gerðu meiðsli í hásin og hæl honum erfitt um vik en fyrir ári náði hann að klára sínu fyrstu fjölþraut í átján mánuði. Hann tók eina tugþraut utanhúss á síðasta ári og hefur síðan byrjað innanhússtímabilið í vetur af krafti. EM í Prag verður hans fyrsta alþjóðlega stórmót í tvö og hálft ár. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta,“ sagði Einar Daði um boðið sem barst í gær.Tók lengri tíma en ég bjóst við Hann segir að það hafi tekið afar langan tíma að koma sér aftur af stað eftir meiðslin. „Ég vissi að ef ég myndi bara halda áfram og gera mitt kæmi það á endanum. En vissulega hefur þetta tekið lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu,“ segir Einar Daði sem segist þó ekki enn vera orðinn 100 prósent heill. „Þessi veikleiki í hælnum á mér á örugglega eftir að vera alltaf til staðar. Það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að geta unnið í kringum mín meiðsli og haldið áfram að stunda mína íþrótt,“ segir Einar Daði.Óvenjulegt en skemmtilegt Á fimmtudagskvöldið barst fjölmiðlum skyndilega tilkynning frá Þráni Hafsteinssyni, þjálfara Einars Daða hjá ÍR, um að hans maður hefði stórbætt sig í sjöþraut í sérstakri sjöþrautarkeppni sem var haldin í Laugardalshöllinni tvær kvöldstundir, 18. og 19. febrúar. „Mótið var sett upp vegna þess að við vissum að líklega þyrfti ég að bæta mig um 100 stig eða svo til að komast á EM. Það gekk sem betur fer eftir,“ segir Einar Daði sem fékk 5.726 stig fyrir þrautina. Það skilaði honum í fjórtánda sæti Evrópulistans sem miðað var við fyrir EM í Prag. „Þetta var mjög skemmtilegt og afar óvenjulegt. Ég reyndar sleppti því að mæta í skólann þennan dag til að hvíla mig fyrir þrautina en annars var þetta mjög sérstakt,“ lýsir hann og bætir við að sér hafi þótt erfitt að fara í gegnum allar greinarnar á svo skömmum tíma. „Ég hafði um tíu mínútur á milli greina og ég brá á það ráð að fara afsíðis til að slaka á eins mikið og ég gat,“ segir Einar Daði.Dett í gírinn í Prag Hann á von á harðri samkeppni á EM í Prag enda aðeins þeim bestu í álfunni boðið á mótið. „Ég er fyrst og fremst glaður með að hafa komist á mótið en ég er ekki búinn að hugsa málið lengra en svo. Ég vonast auðvitað til að detta í gírinn og ná góðri þraut. Það verður gaman að komast í þessa flottu umgjörð með fullt af áhorfendum.“ Alls fara sex Íslendingar á EM í Prag og Einar Daði segir að það sé stórskemmtilegt. „Við myndum sterkt lið á þessu móti og það styrkir okkur. Það er mikill uppgangur í íþróttinni og ég tel að síðasta Meistaramót hafi verið eitt sterkasta innanhússmót sem hefur verið haldið í langan tíma á Íslandi. Það veit á gott.“
Innlendar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira