Á makrílnum skuluð þið þekkja þá Atli Hermannsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Fyrir aðeins þremur árum varð makríll nokkuð óvænt að verðmætum nytjastofni hér við land. Við það skapaðist líka einstakt tækifæri til að innleiða ný og markaðsvænni aðferðir við úthlutun á veiðiheimildum. En tækifærið var ekki nýtt því félagar í vildarklúbbi LÍÚ á Alþingi komu í veg fyrir að það. Stórútgerðinni var því úthlutað 96% af heildarkvótanum og smábátaflotanum gert að sætta sig við 4%. Þessi skipting er ekki bara ósanngjörn og óréttlát, heldur lýsir hún líka alveg ótrúlegri ósvífni. Nægir að nefna að þegar makrílveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar áttu stóru skipin enn eftir að veiða 30 þúsund tonn. Og þegar stóru skipin hættu veiðum urðu sjö þúsund tonn eftir óveidd af þeirra heildarkvóta – eða nokkurn veginn sama magn og smábátaflotanum var úthlutað. Þá hefur stórútgerðin ekki aðeins úr þessum 96% af kvótanum að moða. Því á bak við landskvóta Grænlendinga stendur íslenska stórútgerðin. Því á síðustu árum hafa nokkrar af stærstu útgerðum landsins verið að koma sér fyrir á Grænlandi með því að flagga þangað eldri skipum eða stofna skúffufyrirtæki í einni eða annarri mynd. Megnið af grænlenska makrílkvótanum er því einnig veiddur af „íslenskum“ skipum. Þegar krókaveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar var hart gengið á Sigurð Inga sjávarútvegsráðherra að auka aflaheimildir þeirra – en honum var ekki haggað. Í viðtölum sagði ráðherra mikilvægt að vera ekki með einhverja hentistefnu sem skaðað gæti ásýnd kvótakerfisins út á við. Svo kölluð ásýnd (út á við) skipti því meira máli en vistvænar krókaveiðar sem skapað hefðu milljarða útflutningsverðmæti og 500 störf við veiðar og vinnslu víðs vegar um landið. Það hefur verið talað um afglöp af minna tilefni. Nú hefur Landssamband smábátaeigenda kynnt sjávarútvegsráðherra kröfu sína fyrir komandi vertíð. Landssambandið ítrekar að krókaveiðar á makríl eigi í eðli sínu að vera frjálsar. En til vara leggur sambandið til að smábátum verði úthlutað a.m.k. 12 þúsund tonnum eða rétt um 10% af væntanlegum heildarkvóta. Einhverjum kann að þykja það mikið. En þegar haft er í huga að smábátar í Noregi eru með 18% af heildarkvótanum, er ekki óeðlileg krafa að vildarklúbbur stórútgerðarinnar sjái aðeins að sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Fyrir aðeins þremur árum varð makríll nokkuð óvænt að verðmætum nytjastofni hér við land. Við það skapaðist líka einstakt tækifæri til að innleiða ný og markaðsvænni aðferðir við úthlutun á veiðiheimildum. En tækifærið var ekki nýtt því félagar í vildarklúbbi LÍÚ á Alþingi komu í veg fyrir að það. Stórútgerðinni var því úthlutað 96% af heildarkvótanum og smábátaflotanum gert að sætta sig við 4%. Þessi skipting er ekki bara ósanngjörn og óréttlát, heldur lýsir hún líka alveg ótrúlegri ósvífni. Nægir að nefna að þegar makrílveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar áttu stóru skipin enn eftir að veiða 30 þúsund tonn. Og þegar stóru skipin hættu veiðum urðu sjö þúsund tonn eftir óveidd af þeirra heildarkvóta – eða nokkurn veginn sama magn og smábátaflotanum var úthlutað. Þá hefur stórútgerðin ekki aðeins úr þessum 96% af kvótanum að moða. Því á bak við landskvóta Grænlendinga stendur íslenska stórútgerðin. Því á síðustu árum hafa nokkrar af stærstu útgerðum landsins verið að koma sér fyrir á Grænlandi með því að flagga þangað eldri skipum eða stofna skúffufyrirtæki í einni eða annarri mynd. Megnið af grænlenska makrílkvótanum er því einnig veiddur af „íslenskum“ skipum. Þegar krókaveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar var hart gengið á Sigurð Inga sjávarútvegsráðherra að auka aflaheimildir þeirra – en honum var ekki haggað. Í viðtölum sagði ráðherra mikilvægt að vera ekki með einhverja hentistefnu sem skaðað gæti ásýnd kvótakerfisins út á við. Svo kölluð ásýnd (út á við) skipti því meira máli en vistvænar krókaveiðar sem skapað hefðu milljarða útflutningsverðmæti og 500 störf við veiðar og vinnslu víðs vegar um landið. Það hefur verið talað um afglöp af minna tilefni. Nú hefur Landssamband smábátaeigenda kynnt sjávarútvegsráðherra kröfu sína fyrir komandi vertíð. Landssambandið ítrekar að krókaveiðar á makríl eigi í eðli sínu að vera frjálsar. En til vara leggur sambandið til að smábátum verði úthlutað a.m.k. 12 þúsund tonnum eða rétt um 10% af væntanlegum heildarkvóta. Einhverjum kann að þykja það mikið. En þegar haft er í huga að smábátar í Noregi eru með 18% af heildarkvótanum, er ekki óeðlileg krafa að vildarklúbbur stórútgerðarinnar sjái aðeins að sér.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar