Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar 11. nóvember 2024 16:31 Strandveiðikerfið gefur sjómönnum tækifæri til að hefja útgerð á eigin báti. Kerfið er byggt á sóknardögum með margvíslegum takmörkunum umfram náttúrulegra aðstæðna. ·Óheimilt er að stunda veiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. ·Leyfilegur fjöldi daga í hverjum mánuði, maí – ágúst, 12 talsins. ·Hver veiðiferð er takmörkuð við 14 klukkustundir ·Óheimilt er að fiska meira en 774 kg af þorski ·Óheimilt að nota fleiri en fjórar færarúllur við veiðarnar ·*Veiðar stöðvaðar þegar ætluðum heildarafla hefur verið landað.* Innan þessa ramma stunduðu 756 bátar veiðar á sl. sumri. Mikil auðlind sem Íslendingar eiga að þessi mikli fjöldi treysti sér til að gera út við framangreindar aðstæður. Þeir sem stunda strandveiðar eru skipstjóramenntaðir, þeir hafa lokið námi í Slysavarnaskóla sjómanna, bátur staðist árlega skoðun, húftryggður og sjómenn slysa- og líftryggðir, sérfræðingar í að draga fisk úr sjó, að lesa í veðrið og svo fjölmargt annað. Það er skoðun Landssambands smábátaeigenda að til að atvinnugreinin Strandveiðar vaxi og dafni þurfi að festa í lög að veiðidagar verði 48, 12 dagar í hverjum mánuði, maí – ágúst. Þannig verður jafnræði tryggt milli landshluta. *Fella verður brott úr lögum ákvæði um að skylt sé að stöðva veiðar innan tímabilsins sem byggir á „þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla“ „verði náð“*. Á nýafstöðnum aðalfundi LS átti sér stað mikil umræða um strandveiðar. Að lokinni yfirferð um tillögur svæðisfélaganna var eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur Landssambands smábátaeiganda skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir að gera tímabundna tilraun til 3 - 5 ára um breytt fyrirkomulag strandveiða. Tilraunin felst í því að heimilt verði að veiða allt að 12 daga í mánuði í fjóra mánuði, sbr. lög þar um, án þess að til stöðvunar veiða komi. LS hvetur strandveiðisjómenn og velunnara þeirra um land allt að láta til sín taka á framboðsfundum flokkana, kalla fram umræðu um strandveiðar og framtíð þeirra. Minna á skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið fól Félagsvísindastofnun Háskólans að gera í mars 2023. Niðurstaða hennar að 72,3% landsmanna eru fylgjandi því að auka veiðiheimildir til strandveiða. Fá fram skoðanir verðandi alþingismanna þannig að hægt verði að verja atkvæðinu rétt og tryggja stuðningsflokkum sem flest þingsæti þann 30. nóvember nk. Hver er afstaða þín og þíns flokks um að auka veiðiheimildir til strandveiða? Getur atvinnugreinin, Strandveiðar, treyst á stuðning þinn og þíns flokks um að tryggja allt að 12 veiðidaga í mánuði, tímabilið maí – ágúst? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sjávarútvegur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Skoðun Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Sjá meira
Strandveiðikerfið gefur sjómönnum tækifæri til að hefja útgerð á eigin báti. Kerfið er byggt á sóknardögum með margvíslegum takmörkunum umfram náttúrulegra aðstæðna. ·Óheimilt er að stunda veiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. ·Leyfilegur fjöldi daga í hverjum mánuði, maí – ágúst, 12 talsins. ·Hver veiðiferð er takmörkuð við 14 klukkustundir ·Óheimilt er að fiska meira en 774 kg af þorski ·Óheimilt að nota fleiri en fjórar færarúllur við veiðarnar ·*Veiðar stöðvaðar þegar ætluðum heildarafla hefur verið landað.* Innan þessa ramma stunduðu 756 bátar veiðar á sl. sumri. Mikil auðlind sem Íslendingar eiga að þessi mikli fjöldi treysti sér til að gera út við framangreindar aðstæður. Þeir sem stunda strandveiðar eru skipstjóramenntaðir, þeir hafa lokið námi í Slysavarnaskóla sjómanna, bátur staðist árlega skoðun, húftryggður og sjómenn slysa- og líftryggðir, sérfræðingar í að draga fisk úr sjó, að lesa í veðrið og svo fjölmargt annað. Það er skoðun Landssambands smábátaeigenda að til að atvinnugreinin Strandveiðar vaxi og dafni þurfi að festa í lög að veiðidagar verði 48, 12 dagar í hverjum mánuði, maí – ágúst. Þannig verður jafnræði tryggt milli landshluta. *Fella verður brott úr lögum ákvæði um að skylt sé að stöðva veiðar innan tímabilsins sem byggir á „þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla“ „verði náð“*. Á nýafstöðnum aðalfundi LS átti sér stað mikil umræða um strandveiðar. Að lokinni yfirferð um tillögur svæðisfélaganna var eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur Landssambands smábátaeiganda skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir að gera tímabundna tilraun til 3 - 5 ára um breytt fyrirkomulag strandveiða. Tilraunin felst í því að heimilt verði að veiða allt að 12 daga í mánuði í fjóra mánuði, sbr. lög þar um, án þess að til stöðvunar veiða komi. LS hvetur strandveiðisjómenn og velunnara þeirra um land allt að láta til sín taka á framboðsfundum flokkana, kalla fram umræðu um strandveiðar og framtíð þeirra. Minna á skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið fól Félagsvísindastofnun Háskólans að gera í mars 2023. Niðurstaða hennar að 72,3% landsmanna eru fylgjandi því að auka veiðiheimildir til strandveiða. Fá fram skoðanir verðandi alþingismanna þannig að hægt verði að verja atkvæðinu rétt og tryggja stuðningsflokkum sem flest þingsæti þann 30. nóvember nk. Hver er afstaða þín og þíns flokks um að auka veiðiheimildir til strandveiða? Getur atvinnugreinin, Strandveiðar, treyst á stuðning þinn og þíns flokks um að tryggja allt að 12 veiðidaga í mánuði, tímabilið maí – ágúst? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar