Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar 11. nóvember 2024 16:31 Strandveiðikerfið gefur sjómönnum tækifæri til að hefja útgerð á eigin báti. Kerfið er byggt á sóknardögum með margvíslegum takmörkunum umfram náttúrulegra aðstæðna. ·Óheimilt er að stunda veiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. ·Leyfilegur fjöldi daga í hverjum mánuði, maí – ágúst, 12 talsins. ·Hver veiðiferð er takmörkuð við 14 klukkustundir ·Óheimilt er að fiska meira en 774 kg af þorski ·Óheimilt að nota fleiri en fjórar færarúllur við veiðarnar ·*Veiðar stöðvaðar þegar ætluðum heildarafla hefur verið landað.* Innan þessa ramma stunduðu 756 bátar veiðar á sl. sumri. Mikil auðlind sem Íslendingar eiga að þessi mikli fjöldi treysti sér til að gera út við framangreindar aðstæður. Þeir sem stunda strandveiðar eru skipstjóramenntaðir, þeir hafa lokið námi í Slysavarnaskóla sjómanna, bátur staðist árlega skoðun, húftryggður og sjómenn slysa- og líftryggðir, sérfræðingar í að draga fisk úr sjó, að lesa í veðrið og svo fjölmargt annað. Það er skoðun Landssambands smábátaeigenda að til að atvinnugreinin Strandveiðar vaxi og dafni þurfi að festa í lög að veiðidagar verði 48, 12 dagar í hverjum mánuði, maí – ágúst. Þannig verður jafnræði tryggt milli landshluta. *Fella verður brott úr lögum ákvæði um að skylt sé að stöðva veiðar innan tímabilsins sem byggir á „þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla“ „verði náð“*. Á nýafstöðnum aðalfundi LS átti sér stað mikil umræða um strandveiðar. Að lokinni yfirferð um tillögur svæðisfélaganna var eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur Landssambands smábátaeiganda skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir að gera tímabundna tilraun til 3 - 5 ára um breytt fyrirkomulag strandveiða. Tilraunin felst í því að heimilt verði að veiða allt að 12 daga í mánuði í fjóra mánuði, sbr. lög þar um, án þess að til stöðvunar veiða komi. LS hvetur strandveiðisjómenn og velunnara þeirra um land allt að láta til sín taka á framboðsfundum flokkana, kalla fram umræðu um strandveiðar og framtíð þeirra. Minna á skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið fól Félagsvísindastofnun Háskólans að gera í mars 2023. Niðurstaða hennar að 72,3% landsmanna eru fylgjandi því að auka veiðiheimildir til strandveiða. Fá fram skoðanir verðandi alþingismanna þannig að hægt verði að verja atkvæðinu rétt og tryggja stuðningsflokkum sem flest þingsæti þann 30. nóvember nk. Hver er afstaða þín og þíns flokks um að auka veiðiheimildir til strandveiða? Getur atvinnugreinin, Strandveiðar, treyst á stuðning þinn og þíns flokks um að tryggja allt að 12 veiðidaga í mánuði, tímabilið maí – ágúst? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sjávarútvegur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Strandveiðikerfið gefur sjómönnum tækifæri til að hefja útgerð á eigin báti. Kerfið er byggt á sóknardögum með margvíslegum takmörkunum umfram náttúrulegra aðstæðna. ·Óheimilt er að stunda veiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. ·Leyfilegur fjöldi daga í hverjum mánuði, maí – ágúst, 12 talsins. ·Hver veiðiferð er takmörkuð við 14 klukkustundir ·Óheimilt er að fiska meira en 774 kg af þorski ·Óheimilt að nota fleiri en fjórar færarúllur við veiðarnar ·*Veiðar stöðvaðar þegar ætluðum heildarafla hefur verið landað.* Innan þessa ramma stunduðu 756 bátar veiðar á sl. sumri. Mikil auðlind sem Íslendingar eiga að þessi mikli fjöldi treysti sér til að gera út við framangreindar aðstæður. Þeir sem stunda strandveiðar eru skipstjóramenntaðir, þeir hafa lokið námi í Slysavarnaskóla sjómanna, bátur staðist árlega skoðun, húftryggður og sjómenn slysa- og líftryggðir, sérfræðingar í að draga fisk úr sjó, að lesa í veðrið og svo fjölmargt annað. Það er skoðun Landssambands smábátaeigenda að til að atvinnugreinin Strandveiðar vaxi og dafni þurfi að festa í lög að veiðidagar verði 48, 12 dagar í hverjum mánuði, maí – ágúst. Þannig verður jafnræði tryggt milli landshluta. *Fella verður brott úr lögum ákvæði um að skylt sé að stöðva veiðar innan tímabilsins sem byggir á „þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla“ „verði náð“*. Á nýafstöðnum aðalfundi LS átti sér stað mikil umræða um strandveiðar. Að lokinni yfirferð um tillögur svæðisfélaganna var eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur Landssambands smábátaeiganda skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir að gera tímabundna tilraun til 3 - 5 ára um breytt fyrirkomulag strandveiða. Tilraunin felst í því að heimilt verði að veiða allt að 12 daga í mánuði í fjóra mánuði, sbr. lög þar um, án þess að til stöðvunar veiða komi. LS hvetur strandveiðisjómenn og velunnara þeirra um land allt að láta til sín taka á framboðsfundum flokkana, kalla fram umræðu um strandveiðar og framtíð þeirra. Minna á skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið fól Félagsvísindastofnun Háskólans að gera í mars 2023. Niðurstaða hennar að 72,3% landsmanna eru fylgjandi því að auka veiðiheimildir til strandveiða. Fá fram skoðanir verðandi alþingismanna þannig að hægt verði að verja atkvæðinu rétt og tryggja stuðningsflokkum sem flest þingsæti þann 30. nóvember nk. Hver er afstaða þín og þíns flokks um að auka veiðiheimildir til strandveiða? Getur atvinnugreinin, Strandveiðar, treyst á stuðning þinn og þíns flokks um að tryggja allt að 12 veiðidaga í mánuði, tímabilið maí – ágúst? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar