Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar 20. nóvember 2025 10:33 Aðild Íslands að ESB gæti þegar tímar líða haft margvísleg áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Athygli vekur að um þetta er hvergi fjallað í nýlegri skýrslu þingmannanefndar um öryggis- og varnarmál sem tekin var saman undir handleiðslu utanríkisráðuneytisins. Gæfa lýðveldisins frá stofnun var að eiga samleið um stærstu hagsmuni sína með ríkjunum beggja vegna Atlantsála. Það var sameiginleg ákvörðun aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins á sínum tíma að leita eftir því við Ísland og Bandaríkin að Bandaríkin tækju að sér varnir Íslands í þágu aðildarríkja í heild sinni. Styrkti það síðan böndin enn frekar þegar Ísland tók þátt í viðskiptasamstarfi Evrópuríkja, fyrst með aðild sinni að EFTA og síðar EES. Þar með var grunnur lagður að öryggi og efnahagslegri velferð þjóðarinnar sem hún býr að enn í dag. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 er að mörgu leyti einstakur. Mestu munar um að Bandaríkin samþykktu að gera ráðstafanir til varnar Íslandi þar sem Íslendingar gætu ekki sjálfir varið land sitt. Að þessu leyti gekk samningurinn lengra en þær gagnkvæmu ráðstafanir sem kveðið er á um í 5. gr. Atlantshafssáttmálanum, hafi aðili að honum orðið fyrir vopnaðri árás, en þrátt fyrir að sáttmálinn styrki varnir Íslands, fer því fjarri að með honum einum saman séu varnir landsins tryggðar. Tvíhliða samningar þeir sem Bandaríkin hafa gert um öryggis- og varnarmál við sextán önnur Evrópuríki eru af öðrum toga. Enginn þeirra skuldbindur Bandaríkin til að takast á hendur hefðbundnar varnir viðkomandi ríkis, en á hinn bóginn kveða þeir á um aðgang fyrir bandarískt herlið, gagnkvæma aðstoð, birgðavörslu, herliðsflutninga og hertæknilegt samstarf, svo fátt eitt sé nefnt. Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna hefur dugað Íslendingum mæta vel, jafnvel þótt þeir hafi við fyrri tækifæri þurft að aðlaga sig breytilegu hættumati Bandaríkjanna. Margt hefur þó breyst. Hin ríka samstaða sem einkenndi vestræn ríki í kalda stríðinu og lengi vel í kjölfarið sýnir merki þess að hún sé tekin að gliðna. Innan Bandaríkjanna er krafa gerð um að stjórnvöld beini kröftum sínum að viðfangsefnum heima fyrir og utan Evrópu, en að Evrópuríkin axli auknar byrðar af eigin vörnum. Meðal sjálfra Evrópuríkjanna er rætt um aukið sjálfræði í varnarmálum sem gera megi álfunni kleift að reiða sig í minna mæli á hernaðarlega burði Bandaríkjanna og hefur framkvæmdastjórnin þegar lagt til að ESB stefni að því að verða varnarbandalag í framtíðinni. Þótt engin mótsögn sé í sjálfu sér því fólgin að Evrópuríkin leggi meira af mörkum til bandalagsins en fari í sama mund eigin leiðir, er litlum vafa undirorpið að það myndi marka skörp þáttaskil í varnarsamstarfi Bandaríkjanna og Evrópu færi svo að Evrópuríkin leystu núverandi Evrópustoð í Atlantshafssamstarfinu af hólmi. Mörg ljón eru í veginum áður en áform af því tagi geta orðið að veruleika. Langvarandi kyrkingur í efnahagslífi ESB þrengir svigrúm aðildarríkjanna til að auka framlög til varnarmála án þess að gripið verði til niðurskurðar í velferðarmálum. Taka mun mörg ár að þróa hinn óburðuga hergagnaiðnað ríkjanna, auk þess sem mikið skortir á að kostnaðarsöm vopnakerfi stærri aðildarríkja séu tæknilega samrýmanleg. Af þessum og fleiri ástæðum er vandséð að ESB muni í fyrirsjáanlegri framtíð hafa burði til að bæta það upp, ákveði Bandaríkin að draga saman seglin eða jafnvel hverfa á brott með herlið sitt frá Evrópu. Mitt í þessu svarfi bendir hins vegar ekkert til þess að Bandaríkin hafi hug á að slíta varnarsamningi sínum við Ísland. Engu að síður væru mistök að láta eins og ekkert hafi í skorist. Á það sérstaklega við um þær aðstæður sem skapast gætu með ákvörðun stjórnvalda um að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ESB. Kysi þjóðin að ganga í ESB, yrði Ísland með tímanum skuldbundið til þátttöku í varnaráætlunum sambandsins, svo framarlega sem ekki yrði samið um sérstaka undanþágu. Stigi sambandið skrefið til fulls og tæki sér hlutverk varnarbandalags, er óhjákvæmilegt að sú spurning vakni að hve miklu leyti núverandi tvíhliða varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna samræmist aðild að sambandinu, einkum þar sem Bandaríkin yrðu þá skuldbundin til að gera ráðstafanir til varnar landi á verndarsvæði ESB. Ætti þá ekki að koma á óvart ef Bandaríkin, sem líklegt er að muni áfram vilja hafa fótfestu á Íslandi, óskuðu þess að samið yrði um tilhögun af sama tagi og þau hafa við nokkur önnur Evrópuríki, þ.á m. Norðurlöndin. Samstarfssamningur um varnarmál kæmi þá hugsanlega í stað sjálfs varnarsamningsins, en breyting af því tagi gæti hæglega framkallað kröfur um stóraukið framlag Íslands til eigin landvarna. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna - sem verður 75 ára á næsta ári - er hornsteinn þeirrar farsældar sem þjóðin hefur lengst af notið á lýðveldistímanum. Hyggist stjórnvöld marka þau tímamót, gætu þau vart gert betur en að reifa fyrir opnum tjöldum þau beinu og óbeinu áhrif sem aðild Íslands að ESB gæti haft í hinu tvíhliða varnarsamstarfi. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands hjá NATO og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Aðild Íslands að ESB gæti þegar tímar líða haft margvísleg áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Athygli vekur að um þetta er hvergi fjallað í nýlegri skýrslu þingmannanefndar um öryggis- og varnarmál sem tekin var saman undir handleiðslu utanríkisráðuneytisins. Gæfa lýðveldisins frá stofnun var að eiga samleið um stærstu hagsmuni sína með ríkjunum beggja vegna Atlantsála. Það var sameiginleg ákvörðun aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins á sínum tíma að leita eftir því við Ísland og Bandaríkin að Bandaríkin tækju að sér varnir Íslands í þágu aðildarríkja í heild sinni. Styrkti það síðan böndin enn frekar þegar Ísland tók þátt í viðskiptasamstarfi Evrópuríkja, fyrst með aðild sinni að EFTA og síðar EES. Þar með var grunnur lagður að öryggi og efnahagslegri velferð þjóðarinnar sem hún býr að enn í dag. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 er að mörgu leyti einstakur. Mestu munar um að Bandaríkin samþykktu að gera ráðstafanir til varnar Íslandi þar sem Íslendingar gætu ekki sjálfir varið land sitt. Að þessu leyti gekk samningurinn lengra en þær gagnkvæmu ráðstafanir sem kveðið er á um í 5. gr. Atlantshafssáttmálanum, hafi aðili að honum orðið fyrir vopnaðri árás, en þrátt fyrir að sáttmálinn styrki varnir Íslands, fer því fjarri að með honum einum saman séu varnir landsins tryggðar. Tvíhliða samningar þeir sem Bandaríkin hafa gert um öryggis- og varnarmál við sextán önnur Evrópuríki eru af öðrum toga. Enginn þeirra skuldbindur Bandaríkin til að takast á hendur hefðbundnar varnir viðkomandi ríkis, en á hinn bóginn kveða þeir á um aðgang fyrir bandarískt herlið, gagnkvæma aðstoð, birgðavörslu, herliðsflutninga og hertæknilegt samstarf, svo fátt eitt sé nefnt. Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna hefur dugað Íslendingum mæta vel, jafnvel þótt þeir hafi við fyrri tækifæri þurft að aðlaga sig breytilegu hættumati Bandaríkjanna. Margt hefur þó breyst. Hin ríka samstaða sem einkenndi vestræn ríki í kalda stríðinu og lengi vel í kjölfarið sýnir merki þess að hún sé tekin að gliðna. Innan Bandaríkjanna er krafa gerð um að stjórnvöld beini kröftum sínum að viðfangsefnum heima fyrir og utan Evrópu, en að Evrópuríkin axli auknar byrðar af eigin vörnum. Meðal sjálfra Evrópuríkjanna er rætt um aukið sjálfræði í varnarmálum sem gera megi álfunni kleift að reiða sig í minna mæli á hernaðarlega burði Bandaríkjanna og hefur framkvæmdastjórnin þegar lagt til að ESB stefni að því að verða varnarbandalag í framtíðinni. Þótt engin mótsögn sé í sjálfu sér því fólgin að Evrópuríkin leggi meira af mörkum til bandalagsins en fari í sama mund eigin leiðir, er litlum vafa undirorpið að það myndi marka skörp þáttaskil í varnarsamstarfi Bandaríkjanna og Evrópu færi svo að Evrópuríkin leystu núverandi Evrópustoð í Atlantshafssamstarfinu af hólmi. Mörg ljón eru í veginum áður en áform af því tagi geta orðið að veruleika. Langvarandi kyrkingur í efnahagslífi ESB þrengir svigrúm aðildarríkjanna til að auka framlög til varnarmála án þess að gripið verði til niðurskurðar í velferðarmálum. Taka mun mörg ár að þróa hinn óburðuga hergagnaiðnað ríkjanna, auk þess sem mikið skortir á að kostnaðarsöm vopnakerfi stærri aðildarríkja séu tæknilega samrýmanleg. Af þessum og fleiri ástæðum er vandséð að ESB muni í fyrirsjáanlegri framtíð hafa burði til að bæta það upp, ákveði Bandaríkin að draga saman seglin eða jafnvel hverfa á brott með herlið sitt frá Evrópu. Mitt í þessu svarfi bendir hins vegar ekkert til þess að Bandaríkin hafi hug á að slíta varnarsamningi sínum við Ísland. Engu að síður væru mistök að láta eins og ekkert hafi í skorist. Á það sérstaklega við um þær aðstæður sem skapast gætu með ákvörðun stjórnvalda um að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ESB. Kysi þjóðin að ganga í ESB, yrði Ísland með tímanum skuldbundið til þátttöku í varnaráætlunum sambandsins, svo framarlega sem ekki yrði samið um sérstaka undanþágu. Stigi sambandið skrefið til fulls og tæki sér hlutverk varnarbandalags, er óhjákvæmilegt að sú spurning vakni að hve miklu leyti núverandi tvíhliða varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna samræmist aðild að sambandinu, einkum þar sem Bandaríkin yrðu þá skuldbundin til að gera ráðstafanir til varnar landi á verndarsvæði ESB. Ætti þá ekki að koma á óvart ef Bandaríkin, sem líklegt er að muni áfram vilja hafa fótfestu á Íslandi, óskuðu þess að samið yrði um tilhögun af sama tagi og þau hafa við nokkur önnur Evrópuríki, þ.á m. Norðurlöndin. Samstarfssamningur um varnarmál kæmi þá hugsanlega í stað sjálfs varnarsamningsins, en breyting af því tagi gæti hæglega framkallað kröfur um stóraukið framlag Íslands til eigin landvarna. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna - sem verður 75 ára á næsta ári - er hornsteinn þeirrar farsældar sem þjóðin hefur lengst af notið á lýðveldistímanum. Hyggist stjórnvöld marka þau tímamót, gætu þau vart gert betur en að reifa fyrir opnum tjöldum þau beinu og óbeinu áhrif sem aðild Íslands að ESB gæti haft í hinu tvíhliða varnarsamstarfi. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands hjá NATO og ESB.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun