Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar 20. nóvember 2025 15:32 Í bókahillunni minni er bók sem mun heita á íslensku „Að hafa eða að vera - Sálfræðilegur grundvöllur nýrrar samfélagsgerðar“ eftir Erich Fromm, þýsk-amerískan félagssálfræðing og heimspeking. Bókin kom fyrst út 1976. Erich Fromm var einn áhrifamesti hugsuður tuttugustu aldar og sameinar í verkum sínum sálfræði, heimspeki og samfélagsgagnrýni á einstakan hátt. „Að hafa eða að vera“ snýst um hvað gerir líf fólks raunverulega merkingarbært og opnar augu lesandans fyrir afleiðingum neyslumenningarinnar. Skilaboðin eru m.a. að sönn hamingja felist ekki í því að hafa, heldur í því að vera. Að hafa Það vekur mér undrun að þessi djúpa og áhrifamikla viska frá því fyrir nærri hálfri öld, frá Fromm og öðrum virtum fræðimönnum virðist ekki hafa haft áhrif á þróunina í vestrænum samfélögum. Neyslumenningin hefur vaxið gífurlega ásamt því að leita hamingju í eignum, þægindum og afrekum. Erich Fromm bendir á að í samfélagi sem stjórnast af því „að hafa“ snýst of margt um hluti. Það hefur ýmsar neikvæðar afleiðingar. Erich Fromm skrifar um eyðileggingu á náttúrunni sem afleiðingu offramleiðslu og ofneyslu. Tengsl fólks við náttúruna rofna. Erich Fromm er meðvitaður um að náttúrulegar auðlindir eru takmarkaðar og bendir m.a. á rannsóknarniðurstöður Rómarsamtakanna frá 1972 um að áframhaldandi vöxtur í framleiðslu og neyslu muni leiða til hruns vistkerfa. Sem virðist vera að raungerast. Hann bendir á vaxandi ójöfnuð bæði innan hvers lands og hnattrænt milli landa sem er einnig kunnuglegt. Og hann lýsir hvernig okkur verður stjórnað í gegnum fjölmiðla og auglýsingar og hvernig þau móta hvernig við sjáum heiminn, oft án þess að við áttum okkur á því. Erich Fromm útskýrir vel að eigingirni og græðgi sem kerfið ræktar leiði ekki til jafnvægis eða friðar. Þvert á móti skapi það sundrungu og átök, bæði innan samfélaga og milli þjóða. Sífellt nýjar óskir koma svo í veg fyrir hamingju og viðhalda óánægju. Erich Fromm talar einnig um stressið sem neyslumenningin hefur í för með sér hjá einstaklingum og í samfélögum. Að vera Á meðan við sækjumst eftir endalausri neyslu hunsum við í leiðinni eigin eðli og dýpri þörf fyrir merkingu. Andstætt því „að hafa“ setur Erich Fromm í bókinni sinni fram hvað það þýðir að lifa lífinu undir formerkjum „að vera“. Það opnar á möguleikann á innihaldsríku, djúpu og fullnægjandi lífi. „Að vera“ einkennist af sjálfstæði, frelsi og gagnrýninni hugsun. Fólk er virkt, ekki í merkingunni „að vera upptekinn af hlutum“ heldur í merkingunni „að hafa tilgang“. Fólk sem ekki lætur stjórnast af þörfinni til að eiga, heldur leitast við að vera, finnur til sjálfs síns, ræktar með sér innra líf og virkni og nýtir hæfileika sína á skapandi, kærleiksríkan og uppbyggilegan hátt. Fólk skilgreinir sig ekki út frá eignum sínum, heldur út frá því hver það er. „Þegar ég er það sem ég er – en ekki það sem ég á – getur enginn svipt mig neinu, né ógnað öryggi mínu eða tilfinningu fyrir sjálfi mínu. Kjarni veru minnar býr í mér sjálfum“ eru orð Erich Fromm. Fólk upplifir í stað þess að safna hlutum, er til staðar fyrir sjálft sig og aðra og lætur innsta kjarna sinn blómstra. Væri þessi tilveruháttur ríkjandi í samfélaginu, gæti hann skapað frið og jafnvel komið í veg fyrir að mannkynið útrými sjálfu sér með vistfræðilegu hruni, skrifar Erich Fromm árið 1976. Lífsgæðin í nægjusemi Þó að vestræn samfélög hafi ekki hlustað mikið á visku Erich Fromm og annarra fræðimanna erum við orðin móttækilegri og vitum að við getum ekki haldið endalaust áfram á braut neysluhyggju. Ákall er um nægjusemi og æ fleiri skilja að hóf er forsenda sjálfbærrar þróunar, árangurs í loftslagsmálum og betra lífi einstaklinga og samfélaga. Nægjusemi leggur grunn að heilbrigðari og friðsælli framtíð. Áhersla á „að vera“ vísar veg til dýpri sjálfsvitundar og mannlegrar reisnar. Er hamingjan hjá okkur sem eiga nóg ekki fólgin í innra frelsi, sjálfsþroska og kærleika? Meiri lífsgæðum í stað fleiri neyslumöguleika. Við hjá Grænfánanum og Landvernd fögnum hófsemdinni með hvatningarátaki. „Nægjusamur nóvember“ er því haldinn fjórða árið í röð. Þar minnum við á hið jákvæða sem nægjusemi veitir okkur. Gleðin í „að vera“ en ekki bara „að hafa“. „Sá sem veit að nóg er nóg mun ávallt hafa nóg.“ Laó Tse Höfundur er fræðslustjóri Landverndar. Heimild: Fromm, E. (1976). Haben oder Sein: Die seelischen Grundlagen einer neuen Gesellschaft. München: Deutscher Taschenbuch Verlag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í bókahillunni minni er bók sem mun heita á íslensku „Að hafa eða að vera - Sálfræðilegur grundvöllur nýrrar samfélagsgerðar“ eftir Erich Fromm, þýsk-amerískan félagssálfræðing og heimspeking. Bókin kom fyrst út 1976. Erich Fromm var einn áhrifamesti hugsuður tuttugustu aldar og sameinar í verkum sínum sálfræði, heimspeki og samfélagsgagnrýni á einstakan hátt. „Að hafa eða að vera“ snýst um hvað gerir líf fólks raunverulega merkingarbært og opnar augu lesandans fyrir afleiðingum neyslumenningarinnar. Skilaboðin eru m.a. að sönn hamingja felist ekki í því að hafa, heldur í því að vera. Að hafa Það vekur mér undrun að þessi djúpa og áhrifamikla viska frá því fyrir nærri hálfri öld, frá Fromm og öðrum virtum fræðimönnum virðist ekki hafa haft áhrif á þróunina í vestrænum samfélögum. Neyslumenningin hefur vaxið gífurlega ásamt því að leita hamingju í eignum, þægindum og afrekum. Erich Fromm bendir á að í samfélagi sem stjórnast af því „að hafa“ snýst of margt um hluti. Það hefur ýmsar neikvæðar afleiðingar. Erich Fromm skrifar um eyðileggingu á náttúrunni sem afleiðingu offramleiðslu og ofneyslu. Tengsl fólks við náttúruna rofna. Erich Fromm er meðvitaður um að náttúrulegar auðlindir eru takmarkaðar og bendir m.a. á rannsóknarniðurstöður Rómarsamtakanna frá 1972 um að áframhaldandi vöxtur í framleiðslu og neyslu muni leiða til hruns vistkerfa. Sem virðist vera að raungerast. Hann bendir á vaxandi ójöfnuð bæði innan hvers lands og hnattrænt milli landa sem er einnig kunnuglegt. Og hann lýsir hvernig okkur verður stjórnað í gegnum fjölmiðla og auglýsingar og hvernig þau móta hvernig við sjáum heiminn, oft án þess að við áttum okkur á því. Erich Fromm útskýrir vel að eigingirni og græðgi sem kerfið ræktar leiði ekki til jafnvægis eða friðar. Þvert á móti skapi það sundrungu og átök, bæði innan samfélaga og milli þjóða. Sífellt nýjar óskir koma svo í veg fyrir hamingju og viðhalda óánægju. Erich Fromm talar einnig um stressið sem neyslumenningin hefur í för með sér hjá einstaklingum og í samfélögum. Að vera Á meðan við sækjumst eftir endalausri neyslu hunsum við í leiðinni eigin eðli og dýpri þörf fyrir merkingu. Andstætt því „að hafa“ setur Erich Fromm í bókinni sinni fram hvað það þýðir að lifa lífinu undir formerkjum „að vera“. Það opnar á möguleikann á innihaldsríku, djúpu og fullnægjandi lífi. „Að vera“ einkennist af sjálfstæði, frelsi og gagnrýninni hugsun. Fólk er virkt, ekki í merkingunni „að vera upptekinn af hlutum“ heldur í merkingunni „að hafa tilgang“. Fólk sem ekki lætur stjórnast af þörfinni til að eiga, heldur leitast við að vera, finnur til sjálfs síns, ræktar með sér innra líf og virkni og nýtir hæfileika sína á skapandi, kærleiksríkan og uppbyggilegan hátt. Fólk skilgreinir sig ekki út frá eignum sínum, heldur út frá því hver það er. „Þegar ég er það sem ég er – en ekki það sem ég á – getur enginn svipt mig neinu, né ógnað öryggi mínu eða tilfinningu fyrir sjálfi mínu. Kjarni veru minnar býr í mér sjálfum“ eru orð Erich Fromm. Fólk upplifir í stað þess að safna hlutum, er til staðar fyrir sjálft sig og aðra og lætur innsta kjarna sinn blómstra. Væri þessi tilveruháttur ríkjandi í samfélaginu, gæti hann skapað frið og jafnvel komið í veg fyrir að mannkynið útrými sjálfu sér með vistfræðilegu hruni, skrifar Erich Fromm árið 1976. Lífsgæðin í nægjusemi Þó að vestræn samfélög hafi ekki hlustað mikið á visku Erich Fromm og annarra fræðimanna erum við orðin móttækilegri og vitum að við getum ekki haldið endalaust áfram á braut neysluhyggju. Ákall er um nægjusemi og æ fleiri skilja að hóf er forsenda sjálfbærrar þróunar, árangurs í loftslagsmálum og betra lífi einstaklinga og samfélaga. Nægjusemi leggur grunn að heilbrigðari og friðsælli framtíð. Áhersla á „að vera“ vísar veg til dýpri sjálfsvitundar og mannlegrar reisnar. Er hamingjan hjá okkur sem eiga nóg ekki fólgin í innra frelsi, sjálfsþroska og kærleika? Meiri lífsgæðum í stað fleiri neyslumöguleika. Við hjá Grænfánanum og Landvernd fögnum hófsemdinni með hvatningarátaki. „Nægjusamur nóvember“ er því haldinn fjórða árið í röð. Þar minnum við á hið jákvæða sem nægjusemi veitir okkur. Gleðin í „að vera“ en ekki bara „að hafa“. „Sá sem veit að nóg er nóg mun ávallt hafa nóg.“ Laó Tse Höfundur er fræðslustjóri Landverndar. Heimild: Fromm, E. (1976). Haben oder Sein: Die seelischen Grundlagen einer neuen Gesellschaft. München: Deutscher Taschenbuch Verlag.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun