Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 10:31 Samskiptastjóri Carbfix, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum sem ber heitið “afeitrum umræðuna”. Hann er þar að vísa til þess að margir hafi áhyggjur af þeim efnum sem munu fylgja því koldíoxíð sem stendur til að flutt verði til Hafnarfjarðar og dælt ofan í berg við íbúðabyggð. Ef þrjár milljónir tonna af koldíoxíð munu vera flutt inn árlega til Íslands frá stóriðju Evrópu þá munu fylgja því um 5700 tonn af öðrum efnum sem sum hver geta verið skaðleg mönnum og náttúru. Þar erum við meðal annars að tala um blásýru. Niðurdælingin á að eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Einnig eru Kaldárbotnar, neysluvatnsból Hafnfirðinga, í aðeins um 4,5 km í loftlínu frá væntanlegri niðurdælingu. Samkvæmt lögum er bannað að skerða magn og gæði grunnvatnshlota. Starfsemi eins og Coda Terminal hyggst vera með í Hafnarfirði, þarf að nota mikið magn af grunnvatni - meira en allt höfuðborgarsvæðið notar á hverjum sólarhring. Það gefur auga leið að slík notkun hlýtur að skerða magn grunnvatnshlotsins og 5700 tonn af snefilefnum frá stóriðju í Evrópu í 30 ár munu skerða gæði grunnvatnshlotsins. Það sem margir Hafnfirðingar geta ekki sætt sig við er sú gríðarlega óvissa sem fylgir þessu verkefni og er ekki tilbúið að taka þá miklu áhættu með eins mikilvæga innviði og hér um ræðir. Carbfix reynir enn og aftur að gaslýsa almenning með skrifum sínum. Í fyrsta lagi segja þau að Coda verkefnið sé samskonar verkefni og niðurdælingin á Hellisheiði en því fer fjarri. Á Hellisheiði er verið að dæla niður koldíoxíð sem á uppruna sinn frá jarðvarmavirkjun en verkefni Coda snýst um að dæla niður koldíoxíð frá allskonar iðnaði í Evrópu þar sem skaðleg aukaefni verða til. Mun þessi koldíoxíð straumur innihalda tilfallandi efni frá framleiðsluferli stóriðjunnar eins og stál og sementverksmiðjum. Í öðru lagi er magnið sem ætlunin er að dæla niður í Hafnarfirði 1000 sinnum meira en því sem dælt er niður á Hellisheiði. Árlega er dælt niður 3000 tonnum af koldíoxíð á Hellisheiði en Coda hyggst dæla niður 3 milljónum tonna í Hafnarfirði í mikilli nálægð við heimili fólks. Þessu tvennu er hreinlega ekki hægt að líkja saman. Carbifix talar endurtekið um niðurdælingu í Straumsvík, þeir virðast alls ekki vera kunnugir staðháttum í Hafnarfriði því niðurdælingin á ekki að vera í Strausmvík heldur í iðnaðarhverfi við Vallahverfið í Hafnarfirði, í Kapelluhrauni og Hellnahrauni, steinsnar frá íbúabyggð (samkvæmt kynningu Carbfix á Coda Terminal 30. maí 2024). Í raun mun þessum efnum verða dælt undir byggðina því skáborað verður frá 80 borholum á svæðinu og dælt þar niður blöndu af koldíoxíð, snefilefnum og vatni sem mun flæða undir íbúðabyggðinni og bindast þar í berg á 2 árum samkvæmt Carbfix. Snefilefnin munu ekki öll bindast við berg og sum eyðast ekki í náttúrunni og geta safnast upp í jarðveginum og mögulega komið upp á yfirborðið, borist í nærliggjandi vötn og til sjávar. Margir Hafnfirðingar eru ekki tilbúnir til að taka þessa áhættu eða búa við þessa óvissu árum og áratugum saman! Leyfum náttúrunni og íbúum að njóta vafans. Tökum hagsmuni almennings og náttúrunnar fram yfir hagsmuni Orkuveitu Reykjavíkur og erlendra fjárfesta í Coda Terminal. Það búa um 15000 manns í nálægð við væntanlega niðurdælingu útblástur frá erlendri stóriðju. Segjum NEI við Coda Terminal í Hafnarfirði. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur og íbúi Vallahverfis í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Samskiptastjóri Carbfix, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum sem ber heitið “afeitrum umræðuna”. Hann er þar að vísa til þess að margir hafi áhyggjur af þeim efnum sem munu fylgja því koldíoxíð sem stendur til að flutt verði til Hafnarfjarðar og dælt ofan í berg við íbúðabyggð. Ef þrjár milljónir tonna af koldíoxíð munu vera flutt inn árlega til Íslands frá stóriðju Evrópu þá munu fylgja því um 5700 tonn af öðrum efnum sem sum hver geta verið skaðleg mönnum og náttúru. Þar erum við meðal annars að tala um blásýru. Niðurdælingin á að eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Einnig eru Kaldárbotnar, neysluvatnsból Hafnfirðinga, í aðeins um 4,5 km í loftlínu frá væntanlegri niðurdælingu. Samkvæmt lögum er bannað að skerða magn og gæði grunnvatnshlota. Starfsemi eins og Coda Terminal hyggst vera með í Hafnarfirði, þarf að nota mikið magn af grunnvatni - meira en allt höfuðborgarsvæðið notar á hverjum sólarhring. Það gefur auga leið að slík notkun hlýtur að skerða magn grunnvatnshlotsins og 5700 tonn af snefilefnum frá stóriðju í Evrópu í 30 ár munu skerða gæði grunnvatnshlotsins. Það sem margir Hafnfirðingar geta ekki sætt sig við er sú gríðarlega óvissa sem fylgir þessu verkefni og er ekki tilbúið að taka þá miklu áhættu með eins mikilvæga innviði og hér um ræðir. Carbfix reynir enn og aftur að gaslýsa almenning með skrifum sínum. Í fyrsta lagi segja þau að Coda verkefnið sé samskonar verkefni og niðurdælingin á Hellisheiði en því fer fjarri. Á Hellisheiði er verið að dæla niður koldíoxíð sem á uppruna sinn frá jarðvarmavirkjun en verkefni Coda snýst um að dæla niður koldíoxíð frá allskonar iðnaði í Evrópu þar sem skaðleg aukaefni verða til. Mun þessi koldíoxíð straumur innihalda tilfallandi efni frá framleiðsluferli stóriðjunnar eins og stál og sementverksmiðjum. Í öðru lagi er magnið sem ætlunin er að dæla niður í Hafnarfirði 1000 sinnum meira en því sem dælt er niður á Hellisheiði. Árlega er dælt niður 3000 tonnum af koldíoxíð á Hellisheiði en Coda hyggst dæla niður 3 milljónum tonna í Hafnarfirði í mikilli nálægð við heimili fólks. Þessu tvennu er hreinlega ekki hægt að líkja saman. Carbifix talar endurtekið um niðurdælingu í Straumsvík, þeir virðast alls ekki vera kunnugir staðháttum í Hafnarfriði því niðurdælingin á ekki að vera í Strausmvík heldur í iðnaðarhverfi við Vallahverfið í Hafnarfirði, í Kapelluhrauni og Hellnahrauni, steinsnar frá íbúabyggð (samkvæmt kynningu Carbfix á Coda Terminal 30. maí 2024). Í raun mun þessum efnum verða dælt undir byggðina því skáborað verður frá 80 borholum á svæðinu og dælt þar niður blöndu af koldíoxíð, snefilefnum og vatni sem mun flæða undir íbúðabyggðinni og bindast þar í berg á 2 árum samkvæmt Carbfix. Snefilefnin munu ekki öll bindast við berg og sum eyðast ekki í náttúrunni og geta safnast upp í jarðveginum og mögulega komið upp á yfirborðið, borist í nærliggjandi vötn og til sjávar. Margir Hafnfirðingar eru ekki tilbúnir til að taka þessa áhættu eða búa við þessa óvissu árum og áratugum saman! Leyfum náttúrunni og íbúum að njóta vafans. Tökum hagsmuni almennings og náttúrunnar fram yfir hagsmuni Orkuveitu Reykjavíkur og erlendra fjárfesta í Coda Terminal. Það búa um 15000 manns í nálægð við væntanlega niðurdælingu útblástur frá erlendri stóriðju. Segjum NEI við Coda Terminal í Hafnarfirði. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur og íbúi Vallahverfis í Hafnarfirði.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun